Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2025 09:02 Það eru spennandi viðureignir framundan á kvöldi tvö í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Bein útsending er á Sýn Sport klukkan 20 á laugardagskvöld. Sýn Sport Það stefnir í afar spennandi kvöld í Kvikunni í Grindavík á morgun þegar þar fer fram annað keppniskvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Sýn Sport. Brjósklos og möguleikinn á eldgosi skapa þó ákveðna óvissu. Á meðal keppenda annað kvöld verður vonandi pílukastari ársins 2024, Matthías Örn Friðriksson, sem fagnar því mjög að fá svo skemmtilegt mót heima í Grindavík eftir allt sem á undan er gengið. Hann segir hins vegar aðeins helmingslíkur á að hann geti sjálfur keppt: „Ég er kominn með brjósklos í bakið og á bara erfitt með að labba. Ég var orðinn slæmur fyrir fyrsta keppniskvöldið en harkaði af mér, en núna get ég rétt svo staðið í nokkrar mínútur. Ég er í kappi við tímann fyrir laugardaginn,“ sagði Matthías. „Ég finn svona dofa frá rassvöðva og niður í tær. Um leið og ég set einhvern þunga á lappirnar þá þrýstist á taugina og því fylgir galinn verkur,“ bætti Matthías við en hann ætlar að láta toga bakið til í dag og sjá hverju það skilar. Nú vita allir hvað Jón Bjarmi getur fyrir framan myndavélarnar Afar óvænt úrslit urðu á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar þegar nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson kom sá og sigraði, á Hótel Selfossi. Hann fær að láta ljós sitt skína aftur annað kvöld en hver keppandi spilar á tveimur mótum og ráða samanlögð stig svo því hverjir komast áfram í átta manna úrslit. „Ég held að enginn hafi spáð þessu fyrir fyrsta kvöldið, miðað við hvaða leikmenn voru þarna, en Jón Bjarmi var eins og hann ætti heima á þessu sviði og hefði verið þarna í 10-15 ár. Hann átti skilið að taka kvöld eitt en núna vitum við hvað hann getur fyrir framan myndavélina og ég reikna með að menn rífi sig í gang og reyni að taka hann út. Það er alveg óþarfi að gefa honum tvö kvöld!“ sagði Matthías léttur. Ánægður með að fá mót í Grindavík Hann er eins og fyrr segir spenntur fyrir að sjá íþróttalífið í Grindavík halda áfram að eflast eftir að öllu var skellt í lás vegna eldgosa. „Við vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta og að það fari ekki að gjósa. Þegar við vorum að funda með Sýn Sport um hvar mótin ættu að vera þá kom strax upp að við vildum vera í Grindavík. Kvikan er mjög flottur salur fyrir þetta mót og við reiknum með fullt af fólki. Fyrr um daginn verður mót í pílusalnum í íþróttahúsinu, fólk getur svo fengið sér að borða á Papas og mætt og tekið þátt í partýinu í Kvikunni,“ sagði Matthías. Hann lætur fréttir gærdagsins um jarðskjálfta við Bláa lónið ekki trufla sig: „Nei, nei. Við erum vön þessu. Maður er farinn að læra það að þetta gerist bara þegar það gerist. Það eru alltaf einhverjar skjálftahrinur úti um allt og það er ekki fyrr en það eru 2-300 skjálftar á klukkutíma sem maður veit að eitthvað er að koma upp. Við erum svo sem ekki með neitt plan B. Ef það verður rýming og ekki hægt að halda kvöldið í Grindavík þá frestast þetta kvöld bara og mögulega myndum við þá sleppa 8-manna úrslitum deildarinnar og fara beint í undanúrslit. En við keyrum bara á þetta þangað til móðir náttúra segir okkur að gera það ekki,“ sagði Matthías. Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Á meðal keppenda annað kvöld verður vonandi pílukastari ársins 2024, Matthías Örn Friðriksson, sem fagnar því mjög að fá svo skemmtilegt mót heima í Grindavík eftir allt sem á undan er gengið. Hann segir hins vegar aðeins helmingslíkur á að hann geti sjálfur keppt: „Ég er kominn með brjósklos í bakið og á bara erfitt með að labba. Ég var orðinn slæmur fyrir fyrsta keppniskvöldið en harkaði af mér, en núna get ég rétt svo staðið í nokkrar mínútur. Ég er í kappi við tímann fyrir laugardaginn,“ sagði Matthías. „Ég finn svona dofa frá rassvöðva og niður í tær. Um leið og ég set einhvern þunga á lappirnar þá þrýstist á taugina og því fylgir galinn verkur,“ bætti Matthías við en hann ætlar að láta toga bakið til í dag og sjá hverju það skilar. Nú vita allir hvað Jón Bjarmi getur fyrir framan myndavélarnar Afar óvænt úrslit urðu á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar þegar nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson kom sá og sigraði, á Hótel Selfossi. Hann fær að láta ljós sitt skína aftur annað kvöld en hver keppandi spilar á tveimur mótum og ráða samanlögð stig svo því hverjir komast áfram í átta manna úrslit. „Ég held að enginn hafi spáð þessu fyrir fyrsta kvöldið, miðað við hvaða leikmenn voru þarna, en Jón Bjarmi var eins og hann ætti heima á þessu sviði og hefði verið þarna í 10-15 ár. Hann átti skilið að taka kvöld eitt en núna vitum við hvað hann getur fyrir framan myndavélina og ég reikna með að menn rífi sig í gang og reyni að taka hann út. Það er alveg óþarfi að gefa honum tvö kvöld!“ sagði Matthías léttur. Ánægður með að fá mót í Grindavík Hann er eins og fyrr segir spenntur fyrir að sjá íþróttalífið í Grindavík halda áfram að eflast eftir að öllu var skellt í lás vegna eldgosa. „Við vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta og að það fari ekki að gjósa. Þegar við vorum að funda með Sýn Sport um hvar mótin ættu að vera þá kom strax upp að við vildum vera í Grindavík. Kvikan er mjög flottur salur fyrir þetta mót og við reiknum með fullt af fólki. Fyrr um daginn verður mót í pílusalnum í íþróttahúsinu, fólk getur svo fengið sér að borða á Papas og mætt og tekið þátt í partýinu í Kvikunni,“ sagði Matthías. Hann lætur fréttir gærdagsins um jarðskjálfta við Bláa lónið ekki trufla sig: „Nei, nei. Við erum vön þessu. Maður er farinn að læra það að þetta gerist bara þegar það gerist. Það eru alltaf einhverjar skjálftahrinur úti um allt og það er ekki fyrr en það eru 2-300 skjálftar á klukkutíma sem maður veit að eitthvað er að koma upp. Við erum svo sem ekki með neitt plan B. Ef það verður rýming og ekki hægt að halda kvöldið í Grindavík þá frestast þetta kvöld bara og mögulega myndum við þá sleppa 8-manna úrslitum deildarinnar og fara beint í undanúrslit. En við keyrum bara á þetta þangað til móðir náttúra segir okkur að gera það ekki,“ sagði Matthías.
Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum