Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Pálmi Þórsson skrifar 1. nóvember 2025 18:31 Molly Kaiser fór á kostum og skoraði 44 stig. Vísir/Anton Brink Það sannkallaður grannaslagur á Hlíðarenda þegar Valur tók á móti KR í Bónu-sdeild kvenna í kvöld. Úr varð fínasta skemmtun og mikið skorað en leikurinn endaði 93-100 gestunum í vil. Reshawna Rosie Stone var stigahæst Valsara.Vísir/Anton Brink Valskonur voru skrefinu á undan í byrjun leiks og litu miklu betur út. Voru að fá auðveldar körfur og spila fínan varnarleik en KR megin var Molly Kaiser að halda lífi í sínum konum og þá aðallega með körfum af millifærinu en það leit út eins og hún gæti ekki klikkað. Staðan eftir 1. leikhluta var 30-20 og öll stemmingin hjá Valskonum. Alyssa Marie Cerino sækir á vörn KR og fær óblíðar móttökur.Vísir/Anton Brink Í 2. leikhluta var stemmingin svo öll KR megin. Val gekk illa að skora meðan það opnuðust einhverjar glufur í vörninni hjá þeim sem KR-ingar nýttu sér vel og voru búnir að minnka forskotið niður í þrjú stig þegar leikhlutinn var hálfnaður og stóðu síðan leikar jafnir í hálfleik 52-52. Eve Brasils var drjúg í kvöld eins og oft áður.Vísir/Anton Brink Restin af leiknum var mikið fram og til baka. Bæði liðin skiptust á forystu og að koma með áhlaup en yfirleitt var það KR að auka forystuna og síðan Valur að minnka muninn og komast síðan yfir. Sem fyrr hefur komið fram þá dró Molly Kaiser vagninn fyrir KR og á loka sekúndum leiksins var boltanum komið í hendurnar á henni. Hún sótti að körfunni og dró tvo varnarmenn í sig. Náði á einhvern hátt að búa sér til opnun á millifærinu og skora sem kom KR sex stigum yfir, 93-99, með 27 sekúndur á klukkunni. Valskonur fóru í sókn, náðu ekki að skora og brutu strax á Molly. Hún skoraði úr öðru vítinu og lokatölur því 93-100. KR fara með sigurinn yfir læk og á topp deildarinnar. Atvik leiksins Atvik leiksins er þegar Molly klárar leikinn með skotinu sínu. Valsmenn vildu fá sóknarvillu dæmda á hana og er alveg hægt að færa rök fyrir því að svo hafi verið en þetta var karfan sem kláraði leikinn. Dómarar Kristinn Óskarsson fór fyrir sínum mönnum í tríóinu í kvöld en með honum voru Dominik Zielinski og Guðmundur Ragnar. Þeir leystu sitt hlutverk bara vel. Nokkrir vafadómar sem hægt er að kvarta yfir en heilt yfir voru þeir með fína stjórn á leiknum. Stemming Maður hefur verið í meiri stemningu á Hlíðarenda en hún var fín. Þurfum að sjá meira fólk á vellinum samt sem áður. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins var Molly Kaiser. Hún skilaði 44 stigum sem er næstum því helmingur stiga KR og gerði hún það með 63% skotnýtingu sem verður að teljast ágætt. Rebekka Rut átti stórleik í kvöld.Vísir/Anton Brink Skúrkurinn er bara Valsvörnin í heild sinni en það ætti að duga til sigurs að skora 93 stig í einum leik. Viðtöl Jamil Abiad: „Við leyfðum tveim leikmönnum að vinna okkur“ Jamil Abiad er þjálfari Valskvenna.Vísir/Anton Brink Jamil Abiad, þjálfari Vals, var svekktur með spilamennsku sinna kvenna í kvöld. „Glatað að tapa. Við mættum ekki í dag og sérstaklega varnalega. Þetta var í fyrsta skipti sem við fáum á okkur 100 stig. Við leyfðum tveim leikmönnum að vinna okkur. Við fórum ekki eftir leikplani. Við vorum góðar í 1. leikhluta en eftir það hættum við að spila vörn og niðurstaðan eftir því. Við skorum 93 stig sem á að vera meira en nóg til að vinna hvaða lið sem er.“ En fyrsti leikhluti var einmitt frábær hjá þeim en restin af leiknum fannst honum þær eiga að gera betur. „Þær fengu bara það sem þær vildu. Allt sem við töluðum um fyrir leik gerðum við ekki. Molly setti nokkur erfið skot en svo voru þetta eiginlega bara sniðskot við hringinn. Hlutir sem við erum stolt af. Það er varnarleikurinn og við sýndum það ekki megnið af leiknum.“ - Sagði Jamil ósáttur við sýnar konur en sóknarlega voru Valskonur fínar. Sóknarvilla?Vísir/Anton Brink „93 stig er flott en við erum varnarlið. Allir þekkja okkur sem varnarlið og við þurfum bara fara aftur í það. Ekki leyfa hinum að skora auðveldar körfur og sérstaklega í lok leikja.“ - Sagði Jamil að lokum. Bónus-deild kvenna Valur KR
Það sannkallaður grannaslagur á Hlíðarenda þegar Valur tók á móti KR í Bónu-sdeild kvenna í kvöld. Úr varð fínasta skemmtun og mikið skorað en leikurinn endaði 93-100 gestunum í vil. Reshawna Rosie Stone var stigahæst Valsara.Vísir/Anton Brink Valskonur voru skrefinu á undan í byrjun leiks og litu miklu betur út. Voru að fá auðveldar körfur og spila fínan varnarleik en KR megin var Molly Kaiser að halda lífi í sínum konum og þá aðallega með körfum af millifærinu en það leit út eins og hún gæti ekki klikkað. Staðan eftir 1. leikhluta var 30-20 og öll stemmingin hjá Valskonum. Alyssa Marie Cerino sækir á vörn KR og fær óblíðar móttökur.Vísir/Anton Brink Í 2. leikhluta var stemmingin svo öll KR megin. Val gekk illa að skora meðan það opnuðust einhverjar glufur í vörninni hjá þeim sem KR-ingar nýttu sér vel og voru búnir að minnka forskotið niður í þrjú stig þegar leikhlutinn var hálfnaður og stóðu síðan leikar jafnir í hálfleik 52-52. Eve Brasils var drjúg í kvöld eins og oft áður.Vísir/Anton Brink Restin af leiknum var mikið fram og til baka. Bæði liðin skiptust á forystu og að koma með áhlaup en yfirleitt var það KR að auka forystuna og síðan Valur að minnka muninn og komast síðan yfir. Sem fyrr hefur komið fram þá dró Molly Kaiser vagninn fyrir KR og á loka sekúndum leiksins var boltanum komið í hendurnar á henni. Hún sótti að körfunni og dró tvo varnarmenn í sig. Náði á einhvern hátt að búa sér til opnun á millifærinu og skora sem kom KR sex stigum yfir, 93-99, með 27 sekúndur á klukkunni. Valskonur fóru í sókn, náðu ekki að skora og brutu strax á Molly. Hún skoraði úr öðru vítinu og lokatölur því 93-100. KR fara með sigurinn yfir læk og á topp deildarinnar. Atvik leiksins Atvik leiksins er þegar Molly klárar leikinn með skotinu sínu. Valsmenn vildu fá sóknarvillu dæmda á hana og er alveg hægt að færa rök fyrir því að svo hafi verið en þetta var karfan sem kláraði leikinn. Dómarar Kristinn Óskarsson fór fyrir sínum mönnum í tríóinu í kvöld en með honum voru Dominik Zielinski og Guðmundur Ragnar. Þeir leystu sitt hlutverk bara vel. Nokkrir vafadómar sem hægt er að kvarta yfir en heilt yfir voru þeir með fína stjórn á leiknum. Stemming Maður hefur verið í meiri stemningu á Hlíðarenda en hún var fín. Þurfum að sjá meira fólk á vellinum samt sem áður. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins var Molly Kaiser. Hún skilaði 44 stigum sem er næstum því helmingur stiga KR og gerði hún það með 63% skotnýtingu sem verður að teljast ágætt. Rebekka Rut átti stórleik í kvöld.Vísir/Anton Brink Skúrkurinn er bara Valsvörnin í heild sinni en það ætti að duga til sigurs að skora 93 stig í einum leik. Viðtöl Jamil Abiad: „Við leyfðum tveim leikmönnum að vinna okkur“ Jamil Abiad er þjálfari Valskvenna.Vísir/Anton Brink Jamil Abiad, þjálfari Vals, var svekktur með spilamennsku sinna kvenna í kvöld. „Glatað að tapa. Við mættum ekki í dag og sérstaklega varnalega. Þetta var í fyrsta skipti sem við fáum á okkur 100 stig. Við leyfðum tveim leikmönnum að vinna okkur. Við fórum ekki eftir leikplani. Við vorum góðar í 1. leikhluta en eftir það hættum við að spila vörn og niðurstaðan eftir því. Við skorum 93 stig sem á að vera meira en nóg til að vinna hvaða lið sem er.“ En fyrsti leikhluti var einmitt frábær hjá þeim en restin af leiknum fannst honum þær eiga að gera betur. „Þær fengu bara það sem þær vildu. Allt sem við töluðum um fyrir leik gerðum við ekki. Molly setti nokkur erfið skot en svo voru þetta eiginlega bara sniðskot við hringinn. Hlutir sem við erum stolt af. Það er varnarleikurinn og við sýndum það ekki megnið af leiknum.“ - Sagði Jamil ósáttur við sýnar konur en sóknarlega voru Valskonur fínar. Sóknarvilla?Vísir/Anton Brink „93 stig er flott en við erum varnarlið. Allir þekkja okkur sem varnarlið og við þurfum bara fara aftur í það. Ekki leyfa hinum að skora auðveldar körfur og sérstaklega í lok leikja.“ - Sagði Jamil að lokum.