Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 14:02 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. vísir/egill Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“ Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“
Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira