Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar 6. nóvember 2025 07:33 Húsnæði er stærsti útgjaldaliður flestra heimila. Þess vegna skiptir máli hvernig húsnæðiskostnaður er mældur í vísitölu neysluverðs (VNV), sem margir þekkja sem „verðbólguna“. Hagstofan breytti, í júní 2024, aðferðinni við að reikna þann hluta vísitölunnar sem mælir kostnað við eigið húsnæði. Undanfarna daga hefur nokkur umræða átt sér stað um þessa breytingu og því jafnvel verið haldið fram að með eldri aðferð væri verðbólga umtalsvert lægri en hún mælist nú. Bæði Hagstofan og fleiri aðilar hafa bent á að þessu er ekki þannig háttað. En hvað breyttist, hvers vegna var breytingin gerð, og hvaða áhrif hefur hún? Eldri aðferðin – hvað kostar að eiga íbúðina? Eldri aðferðin er svokölluð notendakostnaðaraðferð. Mælingin byggir þá annars vegar á fasteignaverði og hins vegar raunvöxtum. Í raun leiddi þessi aðferð til þess að þessi liður vísitölunnar fylgdi fasteignaverði mjög náið. Þegar fasteignaverð rauk upp eða niður, hreyfðist húsnæðisliðurinn í VNV með, jafnvel miklu meira en raunverulegur húsnæðiskostnaður gerði. Þannig gat VNV hækkað eða lækkað af því að fasteignaverð sveiflaðist, en ekki endilega af því að kostnaðurinn sjálfur breyttist. Þessi aðferð byggði í raun á því að líta á húsnæðið sem fjárfestingu og sú nálgun skýtur nokkuð skökku við í mælingu á neysluútgjöldum Nýja aðferðin – hvað myndi kosta að leigja íbúðina? Eins og við þekkjum getur verðið á eigninni okkar sveiflast upp og niður án þess að það breyti í raun neinu um kostnaðinn við að eiga húsnæðið. Nýja aðferðin spyr því einfaldari spurningar: Hvað myndi það kosta að leigja íbúðina þína ef hún væri á leigumarkaði? Þetta er kallað húsaleiguígildi og þá er gengið út frá því að leigan endurspegli til lengri tíma kostnaðinn við að eiga húsnæðið og reka það. Með þessu komumst við nær því að mæla raunverulegan húsnæðiskostnað, sveiflur í vísitölunni verða minni og auðveldara er að skilja forsendurnar að baki breytingunum. Þetta er sú aðferð sem almennt er notuð í nágrannalöndum okkar og er talin gefa mun betri mynd af raunverulegum húsnæðiskostnaði. Hvers vegna var hægt að skipta um aðferð? Lengi hafði verið kallað eftir breytingu á þessari mælingu, en leigumarkaðurinn var áður lítill og góð gögn um hann skorti. Nú liggja hins vegar fyrir tugþúsundir virkra leigusamninga hjá opinberum aðilum og hægt er að nálgast raunverulegt leiguverð eftir stærð, staðsetningu og aldri húsa. Með þessum gögnum er hægt að meta eðlilegt „leiguígildi“ fyrir eigið íbúðarhúsnæði, mánuð fyrir mánuð. Áhrif til lengri tíma Þetta þýðir ekki að húsnæðisliðurinn lækki kerfisbundið eða hækki til lengri tíma. Ef leiga á markaði hækkar, þá hækkar reiknuð húsaleiga líka og öfugt ef leigan lækkar. Munurinn er sá að mælitalan er nú tengd raunverulegum húsnæðiskostnaði frekar en sveiflum á fasteignamarkaði. Þegar leiguverð hækkar, eins og það hefur gert undanfarið hækkar húsnæðisliðurinn um leið. En þegar fasteignaverð sveiflast hratt upp á við eins og oft gerist fara þær sveiflur ekki beint inn í vísitöluna eins og áður var. Með þessari nýju aðferð verður verðbólgumælingin rökréttari, gagnsærri og traustari en áður var. Höfundur er hagfræðingur og sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði er stærsti útgjaldaliður flestra heimila. Þess vegna skiptir máli hvernig húsnæðiskostnaður er mældur í vísitölu neysluverðs (VNV), sem margir þekkja sem „verðbólguna“. Hagstofan breytti, í júní 2024, aðferðinni við að reikna þann hluta vísitölunnar sem mælir kostnað við eigið húsnæði. Undanfarna daga hefur nokkur umræða átt sér stað um þessa breytingu og því jafnvel verið haldið fram að með eldri aðferð væri verðbólga umtalsvert lægri en hún mælist nú. Bæði Hagstofan og fleiri aðilar hafa bent á að þessu er ekki þannig háttað. En hvað breyttist, hvers vegna var breytingin gerð, og hvaða áhrif hefur hún? Eldri aðferðin – hvað kostar að eiga íbúðina? Eldri aðferðin er svokölluð notendakostnaðaraðferð. Mælingin byggir þá annars vegar á fasteignaverði og hins vegar raunvöxtum. Í raun leiddi þessi aðferð til þess að þessi liður vísitölunnar fylgdi fasteignaverði mjög náið. Þegar fasteignaverð rauk upp eða niður, hreyfðist húsnæðisliðurinn í VNV með, jafnvel miklu meira en raunverulegur húsnæðiskostnaður gerði. Þannig gat VNV hækkað eða lækkað af því að fasteignaverð sveiflaðist, en ekki endilega af því að kostnaðurinn sjálfur breyttist. Þessi aðferð byggði í raun á því að líta á húsnæðið sem fjárfestingu og sú nálgun skýtur nokkuð skökku við í mælingu á neysluútgjöldum Nýja aðferðin – hvað myndi kosta að leigja íbúðina? Eins og við þekkjum getur verðið á eigninni okkar sveiflast upp og niður án þess að það breyti í raun neinu um kostnaðinn við að eiga húsnæðið. Nýja aðferðin spyr því einfaldari spurningar: Hvað myndi það kosta að leigja íbúðina þína ef hún væri á leigumarkaði? Þetta er kallað húsaleiguígildi og þá er gengið út frá því að leigan endurspegli til lengri tíma kostnaðinn við að eiga húsnæðið og reka það. Með þessu komumst við nær því að mæla raunverulegan húsnæðiskostnað, sveiflur í vísitölunni verða minni og auðveldara er að skilja forsendurnar að baki breytingunum. Þetta er sú aðferð sem almennt er notuð í nágrannalöndum okkar og er talin gefa mun betri mynd af raunverulegum húsnæðiskostnaði. Hvers vegna var hægt að skipta um aðferð? Lengi hafði verið kallað eftir breytingu á þessari mælingu, en leigumarkaðurinn var áður lítill og góð gögn um hann skorti. Nú liggja hins vegar fyrir tugþúsundir virkra leigusamninga hjá opinberum aðilum og hægt er að nálgast raunverulegt leiguverð eftir stærð, staðsetningu og aldri húsa. Með þessum gögnum er hægt að meta eðlilegt „leiguígildi“ fyrir eigið íbúðarhúsnæði, mánuð fyrir mánuð. Áhrif til lengri tíma Þetta þýðir ekki að húsnæðisliðurinn lækki kerfisbundið eða hækki til lengri tíma. Ef leiga á markaði hækkar, þá hækkar reiknuð húsaleiga líka og öfugt ef leigan lækkar. Munurinn er sá að mælitalan er nú tengd raunverulegum húsnæðiskostnaði frekar en sveiflum á fasteignamarkaði. Þegar leiguverð hækkar, eins og það hefur gert undanfarið hækkar húsnæðisliðurinn um leið. En þegar fasteignaverð sveiflast hratt upp á við eins og oft gerist fara þær sveiflur ekki beint inn í vísitöluna eins og áður var. Með þessari nýju aðferð verður verðbólgumælingin rökréttari, gagnsærri og traustari en áður var. Höfundur er hagfræðingur og sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun