Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar 11. nóvember 2025 17:01 Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skammsýni þeirra sem láta sér duga að dusta aðeins snjóinn af rúðunum getur reynst hættuleg. Slys hafa orðið þar sem ökumenn sjá ekki gangandi vegfarendur vegna hélaðra rúða sem ekki var búið að skafa nægilega vel. Einnig eru dæmi um óhöpp vegna snjós sem rann ofan af bílþaki og hrundi fyrir framrúðuna í miðjum akstri. Slys eins og þessi er hægt að koma í veg fyrir með því að gefa sér tíma til að skafa og hreinsa snjóinn áður en við leggjum í hann. 80 útköll á einum degi Þriðjudagurinn 28. október líður seint úr manna minnum, enda var það sérlega strembinn ófærðardagur á höfuðborgarsvæðinu og vakti hann marga til umhugsunar um vetrarforvarnir. Bílar sátu fastir á stofnbrautum og í húsagötum því margir voru ennþá á sumarhjólbörðum. Slitin heilsársdekk voru ekki að gera gott mót heldur og minntu marga á að fylgjast vel með ástandi dekkja á bílum sínum. Að sögn viðbragðsaðila voru 80 útköll vegna árekstra þennan dag á höfuðborgarsvæðinu en það er sami fjöldi og í meðalviku. Tilkynningar um óhöpp til tryggingarfélaga voru fleiri og ljóst að heildarfjöldi árekstra þennan dag verður talinn í hundruðum. Nýtum tímann vel nú meðan snjólítið er til þess að skipta yfir á góð vetrardekk. Munum að mynsturdýpt á að vera a.m.k. 3mm og dekkin þverskorin svo þau hafi gott grip við íslenskar aðstæður. Í svörtum fötum Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki allt að fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Í myrkrinu getur verið erfitt að greina liti því mannsaugað treystir á ljós, svartir og dökkir litir birtast okkur sem djúpir skuggar. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Endurskinsmerki verða í boði í öllum útibúum Varðar og Arion banka í vetur meðan birgðir endast. Vetrarumferð á göngu- og hjólastígum Á dimmustu dögum vetrarins ætti útivistarfólk að nota endurskinsmerki, endurskinsvesti og borða á fatnaði sem endurvarpar ljósi vel. Hjólreiðafólk ætti að vera með ljós bæði að framan og aftan á hjólum og beina framgeislanum niður á stíginn svo aðrir blindist ekki. Ef mögulegt er skal halda sig við vel upplýst svæðum sem eru hálkuvarin. Þau sem hlaupa úti á veturna geta fjárfest í sérstökum negldum hlaupaskóm sem er góð hálkuvörn. Í dag er líka til mikið úrval af léttum og einföldum mannbroddum sem auðvelt er að skella undir skóbúnað þegar fólk þarf að ganga í hálku. Á hverju ári dettur fjöldi fólks á öllum aldri í hálku og slasast. Einfaldir mannbroddar geta dregið verulega úr slíkri hættu. Birgjum okkur upp af salti og sandi Það er afskaplega vont að detta í hálku en við getum a.m.k. séð til þess að ekki sé sleipt fyrir utan hjá okkur. Salt er góð lausn til að vinna á hálku en virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum, en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Verum sýnileg í vetur og horfum glöð fram á veginn með allar bílrúður hreinar. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkratryggingar Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skammsýni þeirra sem láta sér duga að dusta aðeins snjóinn af rúðunum getur reynst hættuleg. Slys hafa orðið þar sem ökumenn sjá ekki gangandi vegfarendur vegna hélaðra rúða sem ekki var búið að skafa nægilega vel. Einnig eru dæmi um óhöpp vegna snjós sem rann ofan af bílþaki og hrundi fyrir framrúðuna í miðjum akstri. Slys eins og þessi er hægt að koma í veg fyrir með því að gefa sér tíma til að skafa og hreinsa snjóinn áður en við leggjum í hann. 80 útköll á einum degi Þriðjudagurinn 28. október líður seint úr manna minnum, enda var það sérlega strembinn ófærðardagur á höfuðborgarsvæðinu og vakti hann marga til umhugsunar um vetrarforvarnir. Bílar sátu fastir á stofnbrautum og í húsagötum því margir voru ennþá á sumarhjólbörðum. Slitin heilsársdekk voru ekki að gera gott mót heldur og minntu marga á að fylgjast vel með ástandi dekkja á bílum sínum. Að sögn viðbragðsaðila voru 80 útköll vegna árekstra þennan dag á höfuðborgarsvæðinu en það er sami fjöldi og í meðalviku. Tilkynningar um óhöpp til tryggingarfélaga voru fleiri og ljóst að heildarfjöldi árekstra þennan dag verður talinn í hundruðum. Nýtum tímann vel nú meðan snjólítið er til þess að skipta yfir á góð vetrardekk. Munum að mynsturdýpt á að vera a.m.k. 3mm og dekkin þverskorin svo þau hafi gott grip við íslenskar aðstæður. Í svörtum fötum Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki allt að fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Í myrkrinu getur verið erfitt að greina liti því mannsaugað treystir á ljós, svartir og dökkir litir birtast okkur sem djúpir skuggar. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Endurskinsmerki verða í boði í öllum útibúum Varðar og Arion banka í vetur meðan birgðir endast. Vetrarumferð á göngu- og hjólastígum Á dimmustu dögum vetrarins ætti útivistarfólk að nota endurskinsmerki, endurskinsvesti og borða á fatnaði sem endurvarpar ljósi vel. Hjólreiðafólk ætti að vera með ljós bæði að framan og aftan á hjólum og beina framgeislanum niður á stíginn svo aðrir blindist ekki. Ef mögulegt er skal halda sig við vel upplýst svæðum sem eru hálkuvarin. Þau sem hlaupa úti á veturna geta fjárfest í sérstökum negldum hlaupaskóm sem er góð hálkuvörn. Í dag er líka til mikið úrval af léttum og einföldum mannbroddum sem auðvelt er að skella undir skóbúnað þegar fólk þarf að ganga í hálku. Á hverju ári dettur fjöldi fólks á öllum aldri í hálku og slasast. Einfaldir mannbroddar geta dregið verulega úr slíkri hættu. Birgjum okkur upp af salti og sandi Það er afskaplega vont að detta í hálku en við getum a.m.k. séð til þess að ekki sé sleipt fyrir utan hjá okkur. Salt er góð lausn til að vinna á hálku en virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum, en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Verum sýnileg í vetur og horfum glöð fram á veginn með allar bílrúður hreinar. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun