Innlent

Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lög­festur

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm

Alþingi hefur lögfest samning frumvarp félags- og húsnæðismála um lögfestingu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með samningnum sé komið í veg fyrir mismunun á grundvelli fötlunar. 

Um er að ræða frumvarp sem Inga lagði sjálf fjórum sinnum fram þegar hún var þingmaður í stjórnarandstöðu.

Að lokinni þriðju umræðu voru greidd atkvæði um lögfestingu samningsins. 45 þingmenn greiddu atkvæði með samningnum og þrettán voru fjarverandi. Fimm greiddu ekki atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Snorri Másson, þingmenn Miðflokksins.

„Frú forseti, ég er gæti næstum farið að gráta. Ég er svo glöð að vera komin hingað,“ sagði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við atkvæðagreiðsluna.

Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hann fullgiltur árið 2016. Nú hefur hann verið lögfestur sem þýðir að hægt verði að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum.

Öryrkjabandalag Íslands fagnar sérstaklega lögfestingunni.

„Í dag uppskreum við rækilega eftir langa baráttu. ÖBÍ hefur í meira en áratug haldið þessu máli á lofti, unnið með félögum, stjórnvöldum og sérfræðingum og krafist þess að samningurinn yrði lögfestur,“ er haft eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ í tilkynningu frá bandalaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×