Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 22:13 Meðal bæjarfélaga sem geta orðið fyrir áhrifum afnámsins er Flateyri. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. „Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
„Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira