Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:33 Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun