Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2025 23:36 Vegarkafli Suðurlandsvegar við Rauðavatn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins. Hann bíður fram á næsta áratug, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Stöð 2/Skjáskot Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Í fréttum Sýnar var rýnt í nýbirta tillögu innviðaráðherra að samgönguáætlun og greint frá því helsta sem á að gera í nýbyggingu í vegagerð á næstu árum en einnig frá þeim verkefnum sem þurfa að bíða. Stærstu verkin á höfuðborgarsvæðinu sem fara í gang á næstu árum eru Fossvogsbrú, sem þegar er búið að semja um, Sundabraut, sem stefnt er að verði lögð á árunum 2027 til 2032, Sæbrautarstokkur á árunum 2027 til 2030, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngum er ráðgerð á árunum 2026 til 2029 og breikkun stutts kafla Suðurlandsvegar milli Gunnarshólma og Hólmsár á árunum 2027 til 2028. Helstu verkefni á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að bíða eru Reykjanesbraut um Hafnarfjörð, gatnamótin við Bústaðaveg, breikkun Suðurlandsvegar milli Bæjarháls og Hólmsár og jarðgöng undir Miklubraut, sem núna eru ráðgerð á árabilinu 2031 til 2040. Á vestursvæði eru næstu verkefni að ljúka vegagerð um Gufudalssveit, stuttur kafli í Helgafellssveit og endurnýjun Bíldudalsvegar frá Dynjandisheiði niður í Trostansfjörð og síðan áfram að Bíldudal. Af verkefnum sem teygist úr má nefna leiðina um Skógarströnd með fjárveitingu á árunum 2028 til 2040 og í Árneshreppi á Ströndum kemst Veiðileysuháls á dagskrá á árunum 2031 til 2035. Uxahryggjavegur, ný tenging milli Vesturlands og Suðurlands um Þingvelli, fær fjárveitingu á árunum 2031 til 2040, breikkun Vesturlandsvegar milli Hvalfjarðarganga og Borgarness á tímabilinu 2031 til 2040 og á sama tíma er gert ráð fyrir færslu hringvegarins um Borgarnes. Á norðursvæði verða næstu verkefni endurbygging vegarins um Vatnsnes, brúarsmíði yfir Skjálfandafljót í Kinn og Bárðardalur vestri fær fyrsta kafla bundins slitlags. Meginhluti Bárðardalsvegar verður þó ekki endurbyggður fyrr en á árunum 2031 til 2040. Ný brú á Skjálfandafljót við Goðafoss er sett á tímabilið 2030 til 2035 og brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði 2031 til 2040. Breikkun hringvegarins milli Akureyrar og Þelamerkur er ráðgerð á árunum 2036 tl 2040. Á austursvæði er næst á dagskrá að leggja bundið slitlag á veginn um Jökuldal að Stuðlagili, endurbæta á hringveginn um botn Reyðarfjarðar og loks á að hefjast handa við fyrsta kafla Axarvegar. Uppbygging Axarvegar mun þó teygjast til ársins 2035. Endurbætur hringvegarins um suðurfirði Austfjarða hefjast árið 2029 og dreifast aftur til ársins 2040. Ný Lagarfljótsbrú er ráðgerð á tímabilinu 2036 til 2040, einnig ný veglína um Lónssveit með nýrri brú á Jökulsá í Lóni og loks er stytting hringvegarins um Öræfasveit með fjárveitingu á tímabilinu 2031 til 2040. Á suðursvæði eru framkvæmdir hafnar við Ölfusárbrú og gert ráð fyrir að vinna við nýja Þjórsárbrú við Árnes hefjist á þessu ári en hún er tengd Hvammsvirkjun. Af verkefnum sem bíða má nefna breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, sem núna er ráðgert að vinna á árunum 2029 til 2033. Endurbætur Þrengslavegar verða á dagskrá 2029 til 2030. Breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar verður á árunum 2031 til 2035 og breikkun Suðurlandsvegar milli Þjórsár og Selfoss á árunum 2036 til 2040. Endurbætur hringvegarins um Reynisfjall fá fjárveitingu á árunum 2031 til 2035, þó ekki til að gera jarðgöng. Austan Kirkjubæjarklausturs er ráðgert að færa hringveginn fjær sveitabæjum á Síðu á árunum 2031 til 2035. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Samgöngur Alþingi Umferðaröryggi Vegtollar Samgönguáætlun Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rýnt í nýbirta tillögu innviðaráðherra að samgönguáætlun og greint frá því helsta sem á að gera í nýbyggingu í vegagerð á næstu árum en einnig frá þeim verkefnum sem þurfa að bíða. Stærstu verkin á höfuðborgarsvæðinu sem fara í gang á næstu árum eru Fossvogsbrú, sem þegar er búið að semja um, Sundabraut, sem stefnt er að verði lögð á árunum 2027 til 2032, Sæbrautarstokkur á árunum 2027 til 2030, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngum er ráðgerð á árunum 2026 til 2029 og breikkun stutts kafla Suðurlandsvegar milli Gunnarshólma og Hólmsár á árunum 2027 til 2028. Helstu verkefni á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að bíða eru Reykjanesbraut um Hafnarfjörð, gatnamótin við Bústaðaveg, breikkun Suðurlandsvegar milli Bæjarháls og Hólmsár og jarðgöng undir Miklubraut, sem núna eru ráðgerð á árabilinu 2031 til 2040. Á vestursvæði eru næstu verkefni að ljúka vegagerð um Gufudalssveit, stuttur kafli í Helgafellssveit og endurnýjun Bíldudalsvegar frá Dynjandisheiði niður í Trostansfjörð og síðan áfram að Bíldudal. Af verkefnum sem teygist úr má nefna leiðina um Skógarströnd með fjárveitingu á árunum 2028 til 2040 og í Árneshreppi á Ströndum kemst Veiðileysuháls á dagskrá á árunum 2031 til 2035. Uxahryggjavegur, ný tenging milli Vesturlands og Suðurlands um Þingvelli, fær fjárveitingu á árunum 2031 til 2040, breikkun Vesturlandsvegar milli Hvalfjarðarganga og Borgarness á tímabilinu 2031 til 2040 og á sama tíma er gert ráð fyrir færslu hringvegarins um Borgarnes. Á norðursvæði verða næstu verkefni endurbygging vegarins um Vatnsnes, brúarsmíði yfir Skjálfandafljót í Kinn og Bárðardalur vestri fær fyrsta kafla bundins slitlags. Meginhluti Bárðardalsvegar verður þó ekki endurbyggður fyrr en á árunum 2031 til 2040. Ný brú á Skjálfandafljót við Goðafoss er sett á tímabilið 2030 til 2035 og brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði 2031 til 2040. Breikkun hringvegarins milli Akureyrar og Þelamerkur er ráðgerð á árunum 2036 tl 2040. Á austursvæði er næst á dagskrá að leggja bundið slitlag á veginn um Jökuldal að Stuðlagili, endurbæta á hringveginn um botn Reyðarfjarðar og loks á að hefjast handa við fyrsta kafla Axarvegar. Uppbygging Axarvegar mun þó teygjast til ársins 2035. Endurbætur hringvegarins um suðurfirði Austfjarða hefjast árið 2029 og dreifast aftur til ársins 2040. Ný Lagarfljótsbrú er ráðgerð á tímabilinu 2036 til 2040, einnig ný veglína um Lónssveit með nýrri brú á Jökulsá í Lóni og loks er stytting hringvegarins um Öræfasveit með fjárveitingu á tímabilinu 2031 til 2040. Á suðursvæði eru framkvæmdir hafnar við Ölfusárbrú og gert ráð fyrir að vinna við nýja Þjórsárbrú við Árnes hefjist á þessu ári en hún er tengd Hvammsvirkjun. Af verkefnum sem bíða má nefna breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, sem núna er ráðgert að vinna á árunum 2029 til 2033. Endurbætur Þrengslavegar verða á dagskrá 2029 til 2030. Breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar verður á árunum 2031 til 2035 og breikkun Suðurlandsvegar milli Þjórsár og Selfoss á árunum 2036 til 2040. Endurbætur hringvegarins um Reynisfjall fá fjárveitingu á árunum 2031 til 2035, þó ekki til að gera jarðgöng. Austan Kirkjubæjarklausturs er ráðgert að færa hringveginn fjær sveitabæjum á Síðu á árunum 2031 til 2035.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Samgöngur Alþingi Umferðaröryggi Vegtollar Samgönguáætlun Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira