Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal og Alexander Schepsky skrifa 10. desember 2025 14:31 Ísland stendur á tímamótum í þróun sjálfbærrar orku og matvælaframleiðslu. Á meðan heimsmarkaðir sveiflast og loftslagsáskoranir aukast, blasir við tækifæri til að sameina hreina orku, nýsköpun og byggðaþróun á nýjan hátt. Þörfin fyrir sjálfbæra og hagkvæma matvælaframleiðslu á Íslandi hefur sjaldan verið brýnni. Ísland þarf að auka sjálfbærni sína í matvælaframboði – hvort sem er í landbúnaði, fiskeldi eða inniræktun – og það kallar á aukna orkuþörf um allt land. Áhugi og ástríða einstaklinga eru oft drifkrafturinn að baki nýsköpun í þessum greinum, en til að slíkt geti orðið að veruleika þarf að tryggja orku og innviði sem gera framleiðslu mögulega. Jafnframt þarf að tengja framleiðendur við neytendur og skapa eftirspurn eftir innlendum afurðum. Neytendur hafa lengi tekið ákvarðanir út frá verði, en sífellt fleiri sækjast nú eftir hreinum og ábyrgum afurðum úr nærumhverfi sínu. Flestir eru meðvitaðir um kosti þess að styðja við framleiðslu sem byggir á traustum gildum og rekjanleika – vörur með sögu. Þó slíkar vörur séu oft dýrari, eru þær almennt taldar hollari og samfélagslega ábyrgar. Aukin staðbundin framleiðsla gæti jafnframt dregið úr flutningskostnaði og minnkað olíunotkun, þar sem meirihluti flutninga á matvælum byggir enn á jarðefnaeldsneyti. Með því að framleiða nær neytendum má því bæði draga úr kolefnisfótspori og styrkja orku- og fæðuöryggi þjóðarinnar. Til að Ísland geti mætt þessari þróun þarf að tryggja næga og dreifða orku til matvælaframleiðslu um allt land, þannig að bæði minni og stærri framleiðendur geti staðið undir vaxandi kröfum um sjálfbærni, hagkvæmni og fæðuöryggi. Þessi þróun undirstrikar að aðgengi að orku er lykilforsenda fyrir sjálfbærni í framleiðslu – og að landsbyggðin þarf að vera virkur þátttakandi í þeirri umbreytingu. Aðgengi að orku Aðgengi að raforku á Íslandi hefur þrengst á undanförnum árum, einkum vegna aukinnar eftirspurnar frá stórnotendum í iðnaði, svo sem gagnaverum og fiskeldi. Um 80% allrar raforkuframleiðslu landsins fer nú til stóriðju (notenda sem nýta meira en 80 GWst á ári), á meðan afgangurinn nýtist heimilum og öðrum fyrirtækjum. Gera má ráð fyrir að eftirspurn eftir rafmagni haldi áfram að aukast á næstu árum, bæði vegna fjölgunar stórnotenda, sérstaklega gagnavera og orkuskipta í samgöngum, iðnaði og landbúnaði. Í þessu samhengi má nefna, að aukið framboð á raforku er eitt af stefnumálum núverandi ríkisstjórnar. Orkuskiptin kalla á aukna notkun rafmagns í almennan rekstur fyrirtækja og heimila, í farartæki, og í framleiðslu á nýjum orkugjöfum eins og metani, vetni og ammoníaki. Slík umbreyting stuðlar að orkuskiptum og sjálfbærni, en krefst jafnframt aukins sveigjanleika og geymslumöguleika. Orkuskiptin kalla þó á áskoranir varðandi hagkvæmni við framleiðslu á rafeldsneyti og geymslu á rafmagni. Raforka á Íslandi er að mestu framleidd með vatnsafli og jarðvarma (í hlutfallinu um 70/30). Til að mæta vaxandi orkuþörf þarf annaðhvort að auka framleiðslugetu með þessum hefðbundnu aðferðum eða þróa nýjar leiðir – til dæmis með nýtingu vindorku, sólarorku og smærri, dreifðra orkukerfa. Landsvirkjun hefur þegar hafið tilraunir með vindorku og er nú að reisa vindorkuver á Vaðöldu, með áætlaða framleiðslugetu upp á 120 MW. Myllurnar (E-138 EP3) eru frá Enercon í Þýskalandi og hannaðar fyrir aðstæður þar sem vindstyrkur getur verið mikill. Í samhengi við aukna þörf fyrir fæðuöryggi og innlenda matvælaframleiðslu er mikilvægt að orka sé aðgengileg á öllum landsvæðum – ekki aðeins á svæðum nálægt stórnotendum. Dreifð og sveigjanleg orkuframleiðsla getur stutt við þróun nýrrar matvælaframleiðslu, inniræktunar, fiskeldis og landbúnaðar, auk þess að draga úr flutningskostnaði og olíunotkun. Með því að tryggja nægt orkujafnvægi um land allt má stuðla að sjálfbærni, minni losun og auknu fæðuöryggi fyrir framtíð Íslands. Slík dreifing á orkuframleiðslu er einnig mikilvægur þáttur hvað varðar orkuöryggi og sjálfbærni. Hagkvæmni smærri orkuvera í minni samfélögum Margar leiðir eru færar til að framleiða rafmagn, en almenn samstaða ríkir um að það skuli gert með ábyrgum og umhverfisvænum hætti. Þótt deila megi um leiðir að því markmiði, hefur reynslan í þróuðum samfélögum sýnt að vatnsorka, vindorka, jarðvarmi og í auknum mæli sólarorka eru hagfelldustu aðferðirnar til raforkuframleiðslu. Vatnsaflsvirkjanir eru enn ein hagkvæmasta og skilvirkasta leiðin til rafmagnsframleiðslu, en slíkar virkjanir eru hvorki framkvæmanlegar né umhverfislega æskilegar alls staðar, þar sem þær krefjast oft stöðulóna og geta haft áhrif á landslag og vistkerfi. Jarðvarmi hefur um áratugaskeið verið ein af meginstoðum íslenskrar orkuvinnslu. Helsti kostur hans er stöðug framleiðsla, lítil losun gróðurhúsalofttegunda og möguleikinn á að nýta varmaorkuna beint til húshitunar og iðnaðarframleiðslu. Hins vegar eru jarðvarmavirkjanir bundnar ákveðnum jarðfræðilegum svæðum og því ekki raunhæfur kostur alls staðar á landinu. Þar sem jarðvarmi er ekki aðgengilegur þurfa önnur orkuform – vindorka og sólarorka – að fylla upp í orkublönduna. Vindmyllur geta framleitt mikið magn rafmagns við hagstæðar aðstæður, og sólarorka hefur á síðustu árum orðið sífellt samkeppnishæfari, þrátt fyrir að hún krefjist stærra flatarmáls til að ná sömu framleiðslugetu. Í smærri samfélögum þar sem þörf er á orku í nærumhverfinu geta minni, dreifð orkuver byggð á þessum orkugjöfum haft afgerandi jákvæð áhrif á sjálfbærni og lífsgæði. Með því að tryggja öruggt aðgengi að orku um allt land – ekki aðeins á svæðum með stóriðju eða þéttbýli – má skapa grundvöll fyrir aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, fiskeldi, landbúnaði og inniræktun. Slík þróun eykur fæðuöryggi, dregur úr flutningskostnaði og olíunotkun, og styrkir efnahagslegt og samfélagslegt sjálfstæði byggða. Aukið orkuöryggi og staðbundin framleiðsla stuðla þannig ekki aðeins að orkuskiptum og loftslagsmarkmiðum, heldur einnig að bættari lífsgæðum á landsbyggðinni. Þar sem fólk hefur traust aðgengi að hreinni, ódýrri og stöðugri orku skapast tækifæri til nýsköpunar, atvinnuuppbyggingar og fjölbreyttari búsetu – lykilþættir í framtíðarþróun íslensks samfélags. Matvinnslufyrirtæki sem vaxtartækifæri í byggðum landsins Matvinnslufyrirtæki eru lykilþáttur í því að skapa ný tækifæri á landsbyggðinni og styrkja sjálfbærni íslensks matvælakerfis. Með auknu aðgengi að hreinni og stöðugri orku geta slík fyrirtæki nýtt staðbundnar auðlindir á hagkvæman hátt og umbreytt þeim í verðmætar, rekjanlegar og umhverfisvænar afurðir. Þessi þróun snýst ekki aðeins um orku eða framleiðslu, heldur um að byggja upp atvinnu, sjálfstæði og lífsgæði á landsbyggðinni. Staðbundin matvinnsla dregur úr flutningskostnaði og olíunotkun, eykur fæðuöryggi og tryggir að verðmætasköpunin verði eftir í samfélaginu. Ný tækni — svo sem sjálfvirknivæðing, inniræktun, nákvæm landbúnaðarstýring og nýting vind- og jarðvarma - gerir smærri fyrirtækjum kleift að framleiða á hagkvæman hátt allt árið um kring, jafnvel í afskekktum byggðum. Þar með geta dreifðar byggðir orðið frumkvöðlar í nýjum greinum matvælaframleiðslu, líkt og gerst hefur t.d. í Danmörku og Þýskalandi, þar sem sameining orkuöryggis og matvinnslu hefur skapað blómlegan atvinnugrundvöll í sveitum. Með markvissri stefnu, samstarfi og fjárfestingu í orkuinnviðum getur Ísland endurtekið þann árangur – og skapað fjölbreytt störf sem tengja saman nýsköpun, matvæli og sjálfbæra orku í þágu byggðanna. Afleidd tækifæri - hámenntuð störf og tækniframþróun Uppbygging vindorku í köldu og krefjandi loftslagi opnar nýtt svið íslenskrar tækni- og vísindanýsköpunar. Samspil vindorku og stýranlegs vatnsafls skapar einstakt tækifæri til að þróa lausnir sem nýtast bæði heima og erlendis. Hér getur Ísland tekið þátt og þróað þekkingu á sviðum eins og efna - og vélaverkfræði fyrir ísingarþol, þróun spálíkana og „digital twins“ fyrir vindkerfi, auk sérhæfðs net- og SCADA-öryggis, aflrafeindatækni og orkunetsstjórnunar. Einnig felast mikil tækifæri í rannsóknum á samspili orkuvera og náttúru – til dæmis með GIS-greiningum, fugla- og vistkerfisrannsóknum og samfélagsáhrifamati. Þessi samsetning náttúrulegra aðstæðna og tækniþekkingar getur orðið grunnur að því sem mætti kalla Icelandic Cold Climate Package – samþættu vistkerfi hugbúnaðar, þjónustu, mælitækja og verklags sem hægt er að flytja út, líkt og Ísland hefur gert með jarðhitaþekkingu sína. Með því að virkja styrkleika landins – hreina orku, vísindalega getu og sveigjanlega innviði – má skapa ný útflutningsverðmæti og hámenntuð störf í alþjóðlegum orkutengdum nýsköpunargeira. Til að nýta þetta tækifæri þarf Ísland að móta markvissa stefnu fyrir tækniþróun og samstarf: Fyrirfram skilgreind svæði - með „go/conditional/no-go“ kortlagningu innan Rammaáætlunar til að tryggja gagnsæi og fyrirsjáanleika. Stytt og staðlað leyfisferli - með bindandi leiðbeiningum um fuglarannsóknir, ísingu og sjónræn áhrif, ásamt stafrænum leyfisgáttum. Samfélagsleg hlutdeild - með föstum greiðslum til sveitarfélaga per kWh/MW og valkvæðri íbúahlutdeild til að tryggja raunverulegan ávinning fyrir nærumhverfi. Samræmt tækniplan - sem tengir saman vind- og vatnsaflsrekstur, gagnasöfnun, prófunarvettvang og rannsóknasamstarf. Með skýrri stefnu, öflugu samstarfi og markvissri nýsköpun getur Ísland ekki aðeins náð sátt og hraða í uppbyggingu vindorku, heldur einnig skapað hundruð hámenntaðra starfa og styrkt stöðu sína sem leiðandi afl í samþættingu vinds og vatns. Þannig verður orkan ekki aðeins afl í raflínunum – heldur afl til þekkingarsköpunar, útflutnings og framtíðaruppbyggingar í íslensku samfélagi. Með slíkri þróun verður vindorkan ekki aðeins nýr orkugjafi, heldur lykilþáttur í framtíðarhagvexti og þekkingarsköpun Íslands. Sigurður er lektor og fagstjóri við Háskólann á Bifröst og hefur starfað við þróunarverkefni í dönskum vindorkuiðnaði í tæp 20 ár. Alexander er framkvæmdastjóri Nýsköpunarseturs Vesturlands, Gleipnir ses., og hef mikinn áhuga á matvælaframleiðslu, -getu og -þróun á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum í þróun sjálfbærrar orku og matvælaframleiðslu. Á meðan heimsmarkaðir sveiflast og loftslagsáskoranir aukast, blasir við tækifæri til að sameina hreina orku, nýsköpun og byggðaþróun á nýjan hátt. Þörfin fyrir sjálfbæra og hagkvæma matvælaframleiðslu á Íslandi hefur sjaldan verið brýnni. Ísland þarf að auka sjálfbærni sína í matvælaframboði – hvort sem er í landbúnaði, fiskeldi eða inniræktun – og það kallar á aukna orkuþörf um allt land. Áhugi og ástríða einstaklinga eru oft drifkrafturinn að baki nýsköpun í þessum greinum, en til að slíkt geti orðið að veruleika þarf að tryggja orku og innviði sem gera framleiðslu mögulega. Jafnframt þarf að tengja framleiðendur við neytendur og skapa eftirspurn eftir innlendum afurðum. Neytendur hafa lengi tekið ákvarðanir út frá verði, en sífellt fleiri sækjast nú eftir hreinum og ábyrgum afurðum úr nærumhverfi sínu. Flestir eru meðvitaðir um kosti þess að styðja við framleiðslu sem byggir á traustum gildum og rekjanleika – vörur með sögu. Þó slíkar vörur séu oft dýrari, eru þær almennt taldar hollari og samfélagslega ábyrgar. Aukin staðbundin framleiðsla gæti jafnframt dregið úr flutningskostnaði og minnkað olíunotkun, þar sem meirihluti flutninga á matvælum byggir enn á jarðefnaeldsneyti. Með því að framleiða nær neytendum má því bæði draga úr kolefnisfótspori og styrkja orku- og fæðuöryggi þjóðarinnar. Til að Ísland geti mætt þessari þróun þarf að tryggja næga og dreifða orku til matvælaframleiðslu um allt land, þannig að bæði minni og stærri framleiðendur geti staðið undir vaxandi kröfum um sjálfbærni, hagkvæmni og fæðuöryggi. Þessi þróun undirstrikar að aðgengi að orku er lykilforsenda fyrir sjálfbærni í framleiðslu – og að landsbyggðin þarf að vera virkur þátttakandi í þeirri umbreytingu. Aðgengi að orku Aðgengi að raforku á Íslandi hefur þrengst á undanförnum árum, einkum vegna aukinnar eftirspurnar frá stórnotendum í iðnaði, svo sem gagnaverum og fiskeldi. Um 80% allrar raforkuframleiðslu landsins fer nú til stóriðju (notenda sem nýta meira en 80 GWst á ári), á meðan afgangurinn nýtist heimilum og öðrum fyrirtækjum. Gera má ráð fyrir að eftirspurn eftir rafmagni haldi áfram að aukast á næstu árum, bæði vegna fjölgunar stórnotenda, sérstaklega gagnavera og orkuskipta í samgöngum, iðnaði og landbúnaði. Í þessu samhengi má nefna, að aukið framboð á raforku er eitt af stefnumálum núverandi ríkisstjórnar. Orkuskiptin kalla á aukna notkun rafmagns í almennan rekstur fyrirtækja og heimila, í farartæki, og í framleiðslu á nýjum orkugjöfum eins og metani, vetni og ammoníaki. Slík umbreyting stuðlar að orkuskiptum og sjálfbærni, en krefst jafnframt aukins sveigjanleika og geymslumöguleika. Orkuskiptin kalla þó á áskoranir varðandi hagkvæmni við framleiðslu á rafeldsneyti og geymslu á rafmagni. Raforka á Íslandi er að mestu framleidd með vatnsafli og jarðvarma (í hlutfallinu um 70/30). Til að mæta vaxandi orkuþörf þarf annaðhvort að auka framleiðslugetu með þessum hefðbundnu aðferðum eða þróa nýjar leiðir – til dæmis með nýtingu vindorku, sólarorku og smærri, dreifðra orkukerfa. Landsvirkjun hefur þegar hafið tilraunir með vindorku og er nú að reisa vindorkuver á Vaðöldu, með áætlaða framleiðslugetu upp á 120 MW. Myllurnar (E-138 EP3) eru frá Enercon í Þýskalandi og hannaðar fyrir aðstæður þar sem vindstyrkur getur verið mikill. Í samhengi við aukna þörf fyrir fæðuöryggi og innlenda matvælaframleiðslu er mikilvægt að orka sé aðgengileg á öllum landsvæðum – ekki aðeins á svæðum nálægt stórnotendum. Dreifð og sveigjanleg orkuframleiðsla getur stutt við þróun nýrrar matvælaframleiðslu, inniræktunar, fiskeldis og landbúnaðar, auk þess að draga úr flutningskostnaði og olíunotkun. Með því að tryggja nægt orkujafnvægi um land allt má stuðla að sjálfbærni, minni losun og auknu fæðuöryggi fyrir framtíð Íslands. Slík dreifing á orkuframleiðslu er einnig mikilvægur þáttur hvað varðar orkuöryggi og sjálfbærni. Hagkvæmni smærri orkuvera í minni samfélögum Margar leiðir eru færar til að framleiða rafmagn, en almenn samstaða ríkir um að það skuli gert með ábyrgum og umhverfisvænum hætti. Þótt deila megi um leiðir að því markmiði, hefur reynslan í þróuðum samfélögum sýnt að vatnsorka, vindorka, jarðvarmi og í auknum mæli sólarorka eru hagfelldustu aðferðirnar til raforkuframleiðslu. Vatnsaflsvirkjanir eru enn ein hagkvæmasta og skilvirkasta leiðin til rafmagnsframleiðslu, en slíkar virkjanir eru hvorki framkvæmanlegar né umhverfislega æskilegar alls staðar, þar sem þær krefjast oft stöðulóna og geta haft áhrif á landslag og vistkerfi. Jarðvarmi hefur um áratugaskeið verið ein af meginstoðum íslenskrar orkuvinnslu. Helsti kostur hans er stöðug framleiðsla, lítil losun gróðurhúsalofttegunda og möguleikinn á að nýta varmaorkuna beint til húshitunar og iðnaðarframleiðslu. Hins vegar eru jarðvarmavirkjanir bundnar ákveðnum jarðfræðilegum svæðum og því ekki raunhæfur kostur alls staðar á landinu. Þar sem jarðvarmi er ekki aðgengilegur þurfa önnur orkuform – vindorka og sólarorka – að fylla upp í orkublönduna. Vindmyllur geta framleitt mikið magn rafmagns við hagstæðar aðstæður, og sólarorka hefur á síðustu árum orðið sífellt samkeppnishæfari, þrátt fyrir að hún krefjist stærra flatarmáls til að ná sömu framleiðslugetu. Í smærri samfélögum þar sem þörf er á orku í nærumhverfinu geta minni, dreifð orkuver byggð á þessum orkugjöfum haft afgerandi jákvæð áhrif á sjálfbærni og lífsgæði. Með því að tryggja öruggt aðgengi að orku um allt land – ekki aðeins á svæðum með stóriðju eða þéttbýli – má skapa grundvöll fyrir aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, fiskeldi, landbúnaði og inniræktun. Slík þróun eykur fæðuöryggi, dregur úr flutningskostnaði og olíunotkun, og styrkir efnahagslegt og samfélagslegt sjálfstæði byggða. Aukið orkuöryggi og staðbundin framleiðsla stuðla þannig ekki aðeins að orkuskiptum og loftslagsmarkmiðum, heldur einnig að bættari lífsgæðum á landsbyggðinni. Þar sem fólk hefur traust aðgengi að hreinni, ódýrri og stöðugri orku skapast tækifæri til nýsköpunar, atvinnuuppbyggingar og fjölbreyttari búsetu – lykilþættir í framtíðarþróun íslensks samfélags. Matvinnslufyrirtæki sem vaxtartækifæri í byggðum landsins Matvinnslufyrirtæki eru lykilþáttur í því að skapa ný tækifæri á landsbyggðinni og styrkja sjálfbærni íslensks matvælakerfis. Með auknu aðgengi að hreinni og stöðugri orku geta slík fyrirtæki nýtt staðbundnar auðlindir á hagkvæman hátt og umbreytt þeim í verðmætar, rekjanlegar og umhverfisvænar afurðir. Þessi þróun snýst ekki aðeins um orku eða framleiðslu, heldur um að byggja upp atvinnu, sjálfstæði og lífsgæði á landsbyggðinni. Staðbundin matvinnsla dregur úr flutningskostnaði og olíunotkun, eykur fæðuöryggi og tryggir að verðmætasköpunin verði eftir í samfélaginu. Ný tækni — svo sem sjálfvirknivæðing, inniræktun, nákvæm landbúnaðarstýring og nýting vind- og jarðvarma - gerir smærri fyrirtækjum kleift að framleiða á hagkvæman hátt allt árið um kring, jafnvel í afskekktum byggðum. Þar með geta dreifðar byggðir orðið frumkvöðlar í nýjum greinum matvælaframleiðslu, líkt og gerst hefur t.d. í Danmörku og Þýskalandi, þar sem sameining orkuöryggis og matvinnslu hefur skapað blómlegan atvinnugrundvöll í sveitum. Með markvissri stefnu, samstarfi og fjárfestingu í orkuinnviðum getur Ísland endurtekið þann árangur – og skapað fjölbreytt störf sem tengja saman nýsköpun, matvæli og sjálfbæra orku í þágu byggðanna. Afleidd tækifæri - hámenntuð störf og tækniframþróun Uppbygging vindorku í köldu og krefjandi loftslagi opnar nýtt svið íslenskrar tækni- og vísindanýsköpunar. Samspil vindorku og stýranlegs vatnsafls skapar einstakt tækifæri til að þróa lausnir sem nýtast bæði heima og erlendis. Hér getur Ísland tekið þátt og þróað þekkingu á sviðum eins og efna - og vélaverkfræði fyrir ísingarþol, þróun spálíkana og „digital twins“ fyrir vindkerfi, auk sérhæfðs net- og SCADA-öryggis, aflrafeindatækni og orkunetsstjórnunar. Einnig felast mikil tækifæri í rannsóknum á samspili orkuvera og náttúru – til dæmis með GIS-greiningum, fugla- og vistkerfisrannsóknum og samfélagsáhrifamati. Þessi samsetning náttúrulegra aðstæðna og tækniþekkingar getur orðið grunnur að því sem mætti kalla Icelandic Cold Climate Package – samþættu vistkerfi hugbúnaðar, þjónustu, mælitækja og verklags sem hægt er að flytja út, líkt og Ísland hefur gert með jarðhitaþekkingu sína. Með því að virkja styrkleika landins – hreina orku, vísindalega getu og sveigjanlega innviði – má skapa ný útflutningsverðmæti og hámenntuð störf í alþjóðlegum orkutengdum nýsköpunargeira. Til að nýta þetta tækifæri þarf Ísland að móta markvissa stefnu fyrir tækniþróun og samstarf: Fyrirfram skilgreind svæði - með „go/conditional/no-go“ kortlagningu innan Rammaáætlunar til að tryggja gagnsæi og fyrirsjáanleika. Stytt og staðlað leyfisferli - með bindandi leiðbeiningum um fuglarannsóknir, ísingu og sjónræn áhrif, ásamt stafrænum leyfisgáttum. Samfélagsleg hlutdeild - með föstum greiðslum til sveitarfélaga per kWh/MW og valkvæðri íbúahlutdeild til að tryggja raunverulegan ávinning fyrir nærumhverfi. Samræmt tækniplan - sem tengir saman vind- og vatnsaflsrekstur, gagnasöfnun, prófunarvettvang og rannsóknasamstarf. Með skýrri stefnu, öflugu samstarfi og markvissri nýsköpun getur Ísland ekki aðeins náð sátt og hraða í uppbyggingu vindorku, heldur einnig skapað hundruð hámenntaðra starfa og styrkt stöðu sína sem leiðandi afl í samþættingu vinds og vatns. Þannig verður orkan ekki aðeins afl í raflínunum – heldur afl til þekkingarsköpunar, útflutnings og framtíðaruppbyggingar í íslensku samfélagi. Með slíkri þróun verður vindorkan ekki aðeins nýr orkugjafi, heldur lykilþáttur í framtíðarhagvexti og þekkingarsköpun Íslands. Sigurður er lektor og fagstjóri við Háskólann á Bifröst og hefur starfað við þróunarverkefni í dönskum vindorkuiðnaði í tæp 20 ár. Alexander er framkvæmdastjóri Nýsköpunarseturs Vesturlands, Gleipnir ses., og hef mikinn áhuga á matvælaframleiðslu, -getu og -þróun á Íslandi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun