Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 07:00 T.J. Watt missir skiljanlega af leik Pittsburgh Steelers um helgina. Getty/Cooper Neill T.J. Watt, stjörnuleikmaður Pittsburgh Steelers, verður ekki með liðinu á næstunni en hann endaði mjög óvænt á skurðarborðinu í vikunni. Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira