Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 16. desember 2025 10:00 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um skiptingu heimilisstarfa og umönnunar meðal sambúðarfólks. Í sumar lagði Varða, Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, fyrir könnun meðal félagsfólks stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Í nýrri skýrslu eru kynntar niðurstöður um skiptingu ólaunaðrar vinnu á heimilum sambúðarfólks, bæði svokallaðrar „annarrar vaktar“ og „þriðju vaktar“. Í greinum okkar höfum við byggt á opinberri tölfræði, t.d. um atvinnuþátttöku, vinnutíma, laun, barneignir og kynbundið ofbeldi. Þegar opinber gögn eru takmörkuð höfum við nýtt kannanir og rannsóknir til að dýpka umfjöllunina. Þegar kemur að skiptingu ólaunaðrar vinnu heima fyrir er hins vegar lítið til af opinberri tölfræði og því er könnun Vörðu mikilvægt framlag til umræðunnar en hún lýsir hvernig verkum er skipt í daglegu lífi sambúðarfólks. Konurnar þrífa heimilið og karlarnir bílinn Niðurstöður könnunar Vörðu sýna mjög skýra kynjaskiptingu í flestum verkefnum hinnar svokölluðu annarrar vaktar, þ.e. heimilisstörfum á borð við þvott, þrif og matseld. Meira en helmingur kvenna telur sig yfirleitt eða alltaf sjá um óregluleg heimilisþrif, þvott og regluleg þrif á heimilinu, á meðan einungis um 10–20% karla segja hið sama. Þessi verkefni eru því að mestu í höndum kvenna. Mynd 1. Kynbundin skipting heimilisstarfa, önnur vaktin. Ábyrgð á matarinnkaupum og eldamennsku er aðeins jafnari en þó telur nær helmingur kvenna sig sjá um þau verk yfirleitt, á móti um fjórðungi karla. Umsjá fjármála fjölskyldunnar er það verkefni sem skiptist jafnast milli kynja. Viðgerðir, viðhald og ýmis verk utandyra eru aftur á móti að langmestu leyti unnin af körlum, og sama á við um umhirðu bíla og reiðhjóla. Þar telja yfirgnæfandi meirihluti karla sig bera ábyrgðina, en mjög fáar konur. Konurnar skipuleggja, hugga og hlusta, karlarnir panta tíma fyrir bílinn í viðgerð Ábyrgð á þriðju vaktinni, hugrænum verkefnum sem fela í sér skipulag, tilfinningalega vinnu og ósýnilega samhæfingu sem fylgir því að halda fjölskyldulífi gangandi, virðist einnig að mestu í höndum kvenna. Í flestum þáttum hennar telur meira en helmingur kvenna sig alltaf eða yfirleitt sjá um skipulagið, hvort sem um er að ræða skipulag þvotts, reglulegra eða óreglulegra þrifa, matarinnkaupa og eldamennsku, eða hið daglega skipulag fjölskyldunnar. Aðeins lítill hluti karla, oft innan við 8–15%, telja sig alfarið eða yfirleitt bera þessa ábyrgð. Mynd 2. Kynbundin skipting skipulags heimilisstarfa og hugrænnar byrði, þriðja vaktin. Tæplega helmingur kvenna sinnir að mestu eða öllu leyti tilfinningalegum þörfum fjölskyldu og ástvina, s.s. að hlusta, hvetja og hugga, en aðeins 7% karla. Verkefni tengd skipulagningu viðgerða, viðhaldi og umhirðu bíla og reiðhjóla eru aftur í mun ríkari mæli á ábyrgð karla. Ólaunuð vinna á kostnað launavinnu Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna valda því að konur sinna heimili og börnum í miklu meira mæli en karlar. Sú vinna fer fram samhliða launaðri vinnu og hefur áhrif á vinnutíma, tekjur og möguleika kvenna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þegar fólk stofnar til fjölskyldu virðist ábyrgðarskiptingin á fyrsta æviári barns hafa áhrif til lengri tíma eins og fram kemur í grein okkar um kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur. Það er því áhyggjuefni að karlar taki hlutfallslega miklu styttra fæðingarorlof en konur og að konur dragi oftar úr vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem getur varað allt að sex til tólf mánuði fyrir hvert barn. Jafnréttisstofa gaf nýlega út skýrslu um umönnunarbilið sem þau telja skýra birtingarmynd félagslegrar innviðaskuldar á Íslandi. Þau kalla eftir að bæði ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og báðum foreldrum möguleika á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ein af meginkröfum Kvennaárs er einmitt að stjórnvöld tryggi börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Þetta var líka ein af kröfum BSRB og ASÍ í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 2024. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninganna var sú stefna mörkuð að bilið skyldi brúað innan fárra ára og stofnaður skyldi aðgerðahópur til að koma með tillögur um hvernig það yrði best gert. Brúum umönnunarbilið – það er ekki eftir neinu að bíða Aðgerðahópur á vegum forsætisráðherra hefur nú skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til að brúa umönnunarbilið. Þau leggja til að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að réttur barna til leikskóladvalar strax að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur og innleiddur í skrefum frá árinu 2027 og verði að fullu komin til framkvæmda 2030 samhliða styrkingu leikskólastigsins og eflingu fagstétta í leikskólum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga þurfa að bretta upp ermar og vinna hratt og örugglega að því að ljúka við að brúa umönnunarbilið í samræmi við tillögur aðgerðarhópsins til að stuðla að raunverulegu kynjajafnrétti. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steinunn Bragadóttir Jafnréttismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um skiptingu heimilisstarfa og umönnunar meðal sambúðarfólks. Í sumar lagði Varða, Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, fyrir könnun meðal félagsfólks stéttarfélaga innan ASÍ og BSRB. Í nýrri skýrslu eru kynntar niðurstöður um skiptingu ólaunaðrar vinnu á heimilum sambúðarfólks, bæði svokallaðrar „annarrar vaktar“ og „þriðju vaktar“. Í greinum okkar höfum við byggt á opinberri tölfræði, t.d. um atvinnuþátttöku, vinnutíma, laun, barneignir og kynbundið ofbeldi. Þegar opinber gögn eru takmörkuð höfum við nýtt kannanir og rannsóknir til að dýpka umfjöllunina. Þegar kemur að skiptingu ólaunaðrar vinnu heima fyrir er hins vegar lítið til af opinberri tölfræði og því er könnun Vörðu mikilvægt framlag til umræðunnar en hún lýsir hvernig verkum er skipt í daglegu lífi sambúðarfólks. Konurnar þrífa heimilið og karlarnir bílinn Niðurstöður könnunar Vörðu sýna mjög skýra kynjaskiptingu í flestum verkefnum hinnar svokölluðu annarrar vaktar, þ.e. heimilisstörfum á borð við þvott, þrif og matseld. Meira en helmingur kvenna telur sig yfirleitt eða alltaf sjá um óregluleg heimilisþrif, þvott og regluleg þrif á heimilinu, á meðan einungis um 10–20% karla segja hið sama. Þessi verkefni eru því að mestu í höndum kvenna. Mynd 1. Kynbundin skipting heimilisstarfa, önnur vaktin. Ábyrgð á matarinnkaupum og eldamennsku er aðeins jafnari en þó telur nær helmingur kvenna sig sjá um þau verk yfirleitt, á móti um fjórðungi karla. Umsjá fjármála fjölskyldunnar er það verkefni sem skiptist jafnast milli kynja. Viðgerðir, viðhald og ýmis verk utandyra eru aftur á móti að langmestu leyti unnin af körlum, og sama á við um umhirðu bíla og reiðhjóla. Þar telja yfirgnæfandi meirihluti karla sig bera ábyrgðina, en mjög fáar konur. Konurnar skipuleggja, hugga og hlusta, karlarnir panta tíma fyrir bílinn í viðgerð Ábyrgð á þriðju vaktinni, hugrænum verkefnum sem fela í sér skipulag, tilfinningalega vinnu og ósýnilega samhæfingu sem fylgir því að halda fjölskyldulífi gangandi, virðist einnig að mestu í höndum kvenna. Í flestum þáttum hennar telur meira en helmingur kvenna sig alltaf eða yfirleitt sjá um skipulagið, hvort sem um er að ræða skipulag þvotts, reglulegra eða óreglulegra þrifa, matarinnkaupa og eldamennsku, eða hið daglega skipulag fjölskyldunnar. Aðeins lítill hluti karla, oft innan við 8–15%, telja sig alfarið eða yfirleitt bera þessa ábyrgð. Mynd 2. Kynbundin skipting skipulags heimilisstarfa og hugrænnar byrði, þriðja vaktin. Tæplega helmingur kvenna sinnir að mestu eða öllu leyti tilfinningalegum þörfum fjölskyldu og ástvina, s.s. að hlusta, hvetja og hugga, en aðeins 7% karla. Verkefni tengd skipulagningu viðgerða, viðhaldi og umhirðu bíla og reiðhjóla eru aftur í mun ríkari mæli á ábyrgð karla. Ólaunuð vinna á kostnað launavinnu Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna valda því að konur sinna heimili og börnum í miklu meira mæli en karlar. Sú vinna fer fram samhliða launaðri vinnu og hefur áhrif á vinnutíma, tekjur og möguleika kvenna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þegar fólk stofnar til fjölskyldu virðist ábyrgðarskiptingin á fyrsta æviári barns hafa áhrif til lengri tíma eins og fram kemur í grein okkar um kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur. Það er því áhyggjuefni að karlar taki hlutfallslega miklu styttra fæðingarorlof en konur og að konur dragi oftar úr vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem getur varað allt að sex til tólf mánuði fyrir hvert barn. Jafnréttisstofa gaf nýlega út skýrslu um umönnunarbilið sem þau telja skýra birtingarmynd félagslegrar innviðaskuldar á Íslandi. Þau kalla eftir að bæði ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og báðum foreldrum möguleika á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ein af meginkröfum Kvennaárs er einmitt að stjórnvöld tryggi börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Þetta var líka ein af kröfum BSRB og ASÍ í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 2024. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninganna var sú stefna mörkuð að bilið skyldi brúað innan fárra ára og stofnaður skyldi aðgerðahópur til að koma með tillögur um hvernig það yrði best gert. Brúum umönnunarbilið – það er ekki eftir neinu að bíða Aðgerðahópur á vegum forsætisráðherra hefur nú skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til að brúa umönnunarbilið. Þau leggja til að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að réttur barna til leikskóladvalar strax að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur og innleiddur í skrefum frá árinu 2027 og verði að fullu komin til framkvæmda 2030 samhliða styrkingu leikskólastigsins og eflingu fagstétta í leikskólum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga þurfa að bretta upp ermar og vinna hratt og örugglega að því að ljúka við að brúa umönnunarbilið í samræmi við tillögur aðgerðarhópsins til að stuðla að raunverulegu kynjajafnrétti. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun