Handbolti

Þor­steinn Leó að ná sér „langt á undan á­ætlun“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson fór á sitt fyrsta stórmót síðasta janúar og vonast til að geta endurtekið það með íslenska landsliðinu á HM í næsta mánuði. 
Þorsteinn Leó Gunnarsson fór á sitt fyrsta stórmót síðasta janúar og vonast til að geta endurtekið það með íslenska landsliðinu á HM í næsta mánuði.  VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Þorsteinn Leó Gunnarsson er að jafna sig af nárameiðslum fyrr en áætlað var og vonast til að geta tekið þátt á Evrópumótinu í janúar með íslenska landsliðinu.

Stærsti strákurinn okkar, hinn 208 sentimetra hái Þorsteinn, meiddist í nára fyrir mánuði síðan í leik með liði sínu Porto gegn Elverum í Evrópudeildinni.

Þá var stórmótið strax sett í hættu, því það leit ekki út fyrir að Þorsteinn myndi jafna sig í tæka tíð fyrir EM, en batinn hefur gengið vonum framar.

„Staðan er bara þokkalega góð, endurhæfingin hefur gengið mjög vel og ég er á undan áætlun. Eða eins og planið var þá er ég langt á undan áætlun. Þetta átti að taka 10-12 vikur en það eru bara komnar 4 vikur og ég er byrjaður að hlaupa og æfa án snertingar… Ég stefni á að vera heill fyrir janúar og er bara bjartsýnn á það að verða klár fyrir EM“ sagði Þorsteinn.

Stíft aðhald hjá læknateymi Porto hefur skilað sér en Þorsteinn þakkar líka góðum genum fyrir þennan skjóta bata.

„Ég er búinn að gera allt sem þarf, þó það sé sumt mjög leiðinlegt, að fá einhverjar sprautar í nárann og eitthvað. En eigum við ekki að segja að það sé bara gott læknateymi, sjúkrateymi og góð gen líka kannski, sem hafa látið þetta ganga svona vel.“

Þorsteinn er á leið til Íslands á morgun eftir mikla baráttu við stjórnarmenn Porto, sem vildu ekki hleypa honum heim og vilja helst ekki að hann fari á EM.

Nánar verður rætt við kappann í Sportpakka Sýnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×