Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. desember 2025 14:30 Konan var á leiðinni í Bónus í Lóuhólum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið. Þann 15. mars 2024 fékk lögreglan tilkynningu um að ekið hefði verið yfir konu í Lóuhólum í Breiðholti. Er hana bar að garði var konan enn undir bílnum en hún var síðan flutt á sjúkrahús. Vitni gaf sig fram við lögreglu og sagði ökumanninn hafa bakkað þvert yfir bílastæðið og hafnað á konunni, sem barði ítrekað í afturrúðu bílsins. Hún datt síðan og fóru tvö afturdekk bílsins yfir hana. Að sögn vitnisins stoppaði ökumaðurinn ekki fyrr en honum var gert vart við að eitthvað væri ekki með felldu. Ökumaðurinn sagði hins vegar að hann hefði litið í baksýnisspeglana og ekki ekið hratt, einungis um tíu kílómetra á klukkustund. Síðan hafi hann heyrt dynk og stöðvað bílinn samstundis. Í kjölfarið var konan flutt á sjúkrahús og endaði með að þurfa að liggja inni á sjúkrahúsi í fimm mánuði. Hún var með fjórtán brotin rifbein, missti málið í þrjá mánuði, missti heyrn, fór tvisvar sinnum í hjartastopp og gat ekki gengið fyrr en hún komst í endurhæfingarmeðferð á Grensás. Ók tvo metra með konuna undir bílnum Fyrir dómi höfðu ökumaðurinn og vitnið sömu sögu að segja. Ökumaðurinn neitaði sök og taldi ekki hafa sýnt af sér gáleysi við aksturinn. Vitnið taldi hins vegar að maðurinn hefði ekki fylgst nægilega vel með og eftir að konan lenti undir bílnum hafi hann keyrt áfram tvo metra áður en hann stöðvaði bílinn. Fyrir dómi sagðist konan ekki muna eftir atburðarásinni og sagði að allt hafi liðið mjög hratt. Hún hafi orðið undir bílnum og svo var hún allt í einu komin upp á sjúkrahús. Fyrir lá upptaka af atburðinum en hún fraus í nokkrar sekúndur en akkúrat þá keyrði maðurinn yfir konuna. Dómurinn var með framburð allra til hliðsjónar en töldu að þegar litið væri heildstætt á atvikið með hliðsjón af aðstæðum á vettvangi að ökumaðurinn hafi sýnt af sér gáleysi. Hann hafi ekki gætt nægilega að sér og stoppaði ekki bílinn þegar hann heyrði dynkinn þegar hann bakkaði á konuna. Konan krafðist fimm milljóna en taldi dómurinn að hæfileg upphæð miskabóta væru 3,5 milljónir króna. Hann þarf einnig að greiða laun verjanda síns og skipaðs réttargæslumanns konunnar. Þá var hann dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Þann 15. mars 2024 fékk lögreglan tilkynningu um að ekið hefði verið yfir konu í Lóuhólum í Breiðholti. Er hana bar að garði var konan enn undir bílnum en hún var síðan flutt á sjúkrahús. Vitni gaf sig fram við lögreglu og sagði ökumanninn hafa bakkað þvert yfir bílastæðið og hafnað á konunni, sem barði ítrekað í afturrúðu bílsins. Hún datt síðan og fóru tvö afturdekk bílsins yfir hana. Að sögn vitnisins stoppaði ökumaðurinn ekki fyrr en honum var gert vart við að eitthvað væri ekki með felldu. Ökumaðurinn sagði hins vegar að hann hefði litið í baksýnisspeglana og ekki ekið hratt, einungis um tíu kílómetra á klukkustund. Síðan hafi hann heyrt dynk og stöðvað bílinn samstundis. Í kjölfarið var konan flutt á sjúkrahús og endaði með að þurfa að liggja inni á sjúkrahúsi í fimm mánuði. Hún var með fjórtán brotin rifbein, missti málið í þrjá mánuði, missti heyrn, fór tvisvar sinnum í hjartastopp og gat ekki gengið fyrr en hún komst í endurhæfingarmeðferð á Grensás. Ók tvo metra með konuna undir bílnum Fyrir dómi höfðu ökumaðurinn og vitnið sömu sögu að segja. Ökumaðurinn neitaði sök og taldi ekki hafa sýnt af sér gáleysi við aksturinn. Vitnið taldi hins vegar að maðurinn hefði ekki fylgst nægilega vel með og eftir að konan lenti undir bílnum hafi hann keyrt áfram tvo metra áður en hann stöðvaði bílinn. Fyrir dómi sagðist konan ekki muna eftir atburðarásinni og sagði að allt hafi liðið mjög hratt. Hún hafi orðið undir bílnum og svo var hún allt í einu komin upp á sjúkrahús. Fyrir lá upptaka af atburðinum en hún fraus í nokkrar sekúndur en akkúrat þá keyrði maðurinn yfir konuna. Dómurinn var með framburð allra til hliðsjónar en töldu að þegar litið væri heildstætt á atvikið með hliðsjón af aðstæðum á vettvangi að ökumaðurinn hafi sýnt af sér gáleysi. Hann hafi ekki gætt nægilega að sér og stoppaði ekki bílinn þegar hann heyrði dynkinn þegar hann bakkaði á konuna. Konan krafðist fimm milljóna en taldi dómurinn að hæfileg upphæð miskabóta væru 3,5 milljónir króna. Hann þarf einnig að greiða laun verjanda síns og skipaðs réttargæslumanns konunnar. Þá var hann dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira