Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2025 23:00 Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq. Sigurjón Ólason Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups. Í kvöldfréttum Sýnar voru rifjaðar upp myndir frá því í fyrra þegar gullframleiðsla hófst í Nalunaq-námu Amaroq á Suður-Grænlandi og fyrstu gullklumparnir voru steyptir. Um 220 manns starfa núna við vinnsluna. Amaroq tilkynnti í haust um nýjan gullfund á svæði á Suðaustur-Grænlandi, sem gæti verið fimm til tíu sinnum stærri. Frá búðum gullleitarmanna Amaroq á Suðaustur-Grænlandi.Amaroq „Nalunaq-náman er tiltölulega lítil. Þegar hún er komin í fulla framleiðslu, þá er hún 50-60 þúsund únsur. Það er þó stórt á íslenskan mælikvarða. En þetta er svæði sem gæti haft framleiðslu upp á 300 til 500 þúsund únsur,“ segir Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq. Frá núverandi gullnámu að þessari nýju er um hálfsdags sigling á báti en um 20 mínútna þyrluflug. Framundan er að meta nánar hversu stór nýja gullnáman er. Eldur telur sig geta fullyrt að aldrei hafi fundist neitt viðlíka af gulli á Grænlandi. Stærðin og skalinn á þessu sé á við það stærsta sem fundist hafi í heiminum á síðustu 10-15 árum. „Algjörlega einn af þessum toppum.“ Í síðasta mánuði birtist svo önnur stórfrétt af Amaroq þegar félagið tilkynnti um fund sjaldgæfra málma, germaníum og gallíum, í annarri námu, Black Angel, sem félagið keypti fyrr á árinu á Vestur-Grænlandi í samstarfi við danska og bandaríska sjóði. „Og þetta er ein af fáum námum á vesturhveli sem getur útvegað germaníum og gallíum og við ætlum okkur auðvitað að reyna að koma þessari námu sem fyrst í gang,“ segir Eldur. „Og það er gaman að segja frá því að árið 2027 sjáum við fyrir okkur að Nalunaq verði stærsti skattgreiðandi Grænlands. Þegar Black Angel verður byggt, þá verða þessar tvær námur, þær munu þá geta undirbyggt það að Grænlendingar verði ennþá meira efnahagslega sjálfstæðir. Og það er einungis úr þessum tveimur námum og þá er ennþá hægt að taka á öllum þessum stóru verkefnum sem við erum að vinna í.“ Germaníum og gallíum hafa verið skilgreindir á Vesturlöndum sem þjóðaröryggismálmar. „Þeir eru notaðir í gervigreindartækni, þeir eru notaðir í hernaði og tækni í kringum hernað. Og þeir eru notaðir í græna orku. Þessir málmar eru það mikilvægir að ef þú átt þá ekki til, þá geturðu ekki búið til tækin og tólin sem við þurfum á að halda. Og þess vegna er þetta kalda stríð á milli þessara stórvelda um þessa málma.“ Og þessvegna skiptir Grænland máli, segir Eldur. Þyrlur gegna lykilhlutverki í samgöngum milli afskekktra staða á Grænlandi. Eldur stígur frá borði eftir lendingu í bænum Qaqortoq.KMU -Hafið þið orðið varir við það að Bandaríkjamenn og Bandaríkjastjórn séu að sniglast í kringum ykkur? „Sko, við getum ekkert rætt það. Við erum bundin trúnaði. En við vissulega tökum þátt í öllum þeim umræðum, hvort sem það er í Evrópu, Danmörku eða Bandaríkjunum, út af okkar stöðu. Og viljum auðvitað bara styrkja það að Vesturlönd hafi þessa málma og þá getu til að taka málma úr jörðu.“ Boeing 757-einkaþota Donalds Trump á Nuuk-flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn þegar sonur hans, Donald Trump yngri, kom þangað í umdeilda heimsókn.Emil Stach/Ritzau Scanpix/AP Á Þorláksmessu ítrekaði Donald Trump enn ósk sína um að Bandaríkin eignist Grænland. „Við þurfum Grænland fyrir þjóðaröryggi,“ sagði Bandaríkjaforseti. En þýðir þetta að fyrirtæki Elds er lent inni í hringiðu stórveldakapphlaups? „Ég get ekki kommenterað mikið á það. En það skiptir máli. Það skiptir máli að þetta sé til staðar og skiptir máli að getan sé til staðar. Og við erum auðvitað að einhverju leyti komnir þar inn, því að það eru þar til gerðir sjóðir sem eiga í okkur sem sækja fé sitt beint frá ríkisfélögum og stofnunum. Þannig að það skiptir máli,“ svarar Eldur Ólafsson. Fjallað var um gullævintýri Elds á Grænlandi í þættinum Ísland í dag í janúar: Grænland Amaroq Minerals Donald Trump Norðurslóðir Danmörk Bandaríkin Námuvinnsla Tengdar fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. 22. desember 2025 21:36 Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni. 11. nóvember 2025 10:14 Finna meira gull á Grænlandi Námafyrirtækið Amaroq hefur uppgötvað ný gullsvæði á Suður-Grænlandi með styrkleika gulls upp allt að 38,7 grömm á tonnið. 28. október 2025 09:38 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar voru rifjaðar upp myndir frá því í fyrra þegar gullframleiðsla hófst í Nalunaq-námu Amaroq á Suður-Grænlandi og fyrstu gullklumparnir voru steyptir. Um 220 manns starfa núna við vinnsluna. Amaroq tilkynnti í haust um nýjan gullfund á svæði á Suðaustur-Grænlandi, sem gæti verið fimm til tíu sinnum stærri. Frá búðum gullleitarmanna Amaroq á Suðaustur-Grænlandi.Amaroq „Nalunaq-náman er tiltölulega lítil. Þegar hún er komin í fulla framleiðslu, þá er hún 50-60 þúsund únsur. Það er þó stórt á íslenskan mælikvarða. En þetta er svæði sem gæti haft framleiðslu upp á 300 til 500 þúsund únsur,“ segir Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq. Frá núverandi gullnámu að þessari nýju er um hálfsdags sigling á báti en um 20 mínútna þyrluflug. Framundan er að meta nánar hversu stór nýja gullnáman er. Eldur telur sig geta fullyrt að aldrei hafi fundist neitt viðlíka af gulli á Grænlandi. Stærðin og skalinn á þessu sé á við það stærsta sem fundist hafi í heiminum á síðustu 10-15 árum. „Algjörlega einn af þessum toppum.“ Í síðasta mánuði birtist svo önnur stórfrétt af Amaroq þegar félagið tilkynnti um fund sjaldgæfra málma, germaníum og gallíum, í annarri námu, Black Angel, sem félagið keypti fyrr á árinu á Vestur-Grænlandi í samstarfi við danska og bandaríska sjóði. „Og þetta er ein af fáum námum á vesturhveli sem getur útvegað germaníum og gallíum og við ætlum okkur auðvitað að reyna að koma þessari námu sem fyrst í gang,“ segir Eldur. „Og það er gaman að segja frá því að árið 2027 sjáum við fyrir okkur að Nalunaq verði stærsti skattgreiðandi Grænlands. Þegar Black Angel verður byggt, þá verða þessar tvær námur, þær munu þá geta undirbyggt það að Grænlendingar verði ennþá meira efnahagslega sjálfstæðir. Og það er einungis úr þessum tveimur námum og þá er ennþá hægt að taka á öllum þessum stóru verkefnum sem við erum að vinna í.“ Germaníum og gallíum hafa verið skilgreindir á Vesturlöndum sem þjóðaröryggismálmar. „Þeir eru notaðir í gervigreindartækni, þeir eru notaðir í hernaði og tækni í kringum hernað. Og þeir eru notaðir í græna orku. Þessir málmar eru það mikilvægir að ef þú átt þá ekki til, þá geturðu ekki búið til tækin og tólin sem við þurfum á að halda. Og þess vegna er þetta kalda stríð á milli þessara stórvelda um þessa málma.“ Og þessvegna skiptir Grænland máli, segir Eldur. Þyrlur gegna lykilhlutverki í samgöngum milli afskekktra staða á Grænlandi. Eldur stígur frá borði eftir lendingu í bænum Qaqortoq.KMU -Hafið þið orðið varir við það að Bandaríkjamenn og Bandaríkjastjórn séu að sniglast í kringum ykkur? „Sko, við getum ekkert rætt það. Við erum bundin trúnaði. En við vissulega tökum þátt í öllum þeim umræðum, hvort sem það er í Evrópu, Danmörku eða Bandaríkjunum, út af okkar stöðu. Og viljum auðvitað bara styrkja það að Vesturlönd hafi þessa málma og þá getu til að taka málma úr jörðu.“ Boeing 757-einkaþota Donalds Trump á Nuuk-flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn þegar sonur hans, Donald Trump yngri, kom þangað í umdeilda heimsókn.Emil Stach/Ritzau Scanpix/AP Á Þorláksmessu ítrekaði Donald Trump enn ósk sína um að Bandaríkin eignist Grænland. „Við þurfum Grænland fyrir þjóðaröryggi,“ sagði Bandaríkjaforseti. En þýðir þetta að fyrirtæki Elds er lent inni í hringiðu stórveldakapphlaups? „Ég get ekki kommenterað mikið á það. En það skiptir máli. Það skiptir máli að þetta sé til staðar og skiptir máli að getan sé til staðar. Og við erum auðvitað að einhverju leyti komnir þar inn, því að það eru þar til gerðir sjóðir sem eiga í okkur sem sækja fé sitt beint frá ríkisfélögum og stofnunum. Þannig að það skiptir máli,“ svarar Eldur Ólafsson. Fjallað var um gullævintýri Elds á Grænlandi í þættinum Ísland í dag í janúar:
Grænland Amaroq Minerals Donald Trump Norðurslóðir Danmörk Bandaríkin Námuvinnsla Tengdar fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. 22. desember 2025 21:36 Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni. 11. nóvember 2025 10:14 Finna meira gull á Grænlandi Námafyrirtækið Amaroq hefur uppgötvað ný gullsvæði á Suður-Grænlandi með styrkleika gulls upp allt að 38,7 grömm á tonnið. 28. október 2025 09:38 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
„Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. 22. desember 2025 21:36
Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni. 11. nóvember 2025 10:14
Finna meira gull á Grænlandi Námafyrirtækið Amaroq hefur uppgötvað ný gullsvæði á Suður-Grænlandi með styrkleika gulls upp allt að 38,7 grömm á tonnið. 28. október 2025 09:38
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent