Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Agnar Már Másson skrifar 17. janúar 2026 20:45 Ursula von der Leyen, Lars Løkke Rasmussen, Ulf Kristersson, Keir Starmer og Alexander Stubb hafa öll brugðist við yfirlýsingu Trumps. „Við látum ekki fjárkúga okkur,“ skrifar hinn sænski Kristersson. Samsett Mynd Forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þess að þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur brugðist við hótunum Trumps, sem tilkynnti í dag að hann hygðist leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Finnlandi og Þýskalandi frá og með 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi. Öll eiga þessi átta lönd það sameiginlegt að hafa sent hermenn til Grænlands á hernaðaræfingu. Að óbreyttu myndu tollarnir hækka í 25 prósent hinn 1. júní, bætti Trump við. Formaður stærstu fylkingarinnar í Evrópusambandinu leggur til að ESB víki frá því að samþykkja verslunarsamning sambandsins við Bandaríkin. Sendiherrar í Evrópusambandinu hafa verið boðaðir á krísufund á morgun, að sögn Reuters. Løkke hissa eftir fýluferð Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, segir í yfirlýsingu til Ritzau að ummæli Trump hafi komið á óvart en Løkke er nýkominn heim úr heimsókn til Bandaríkjanna þar sem hann ræddi við J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra. „Færsla forsetans kemur á óvart. Markmiðið með aukinni hernaðarviðveru, sem forsetinn vísar til, er nú einmitt til þess að auka öryggið á Norðurslóðum,“ skrifar Løkke. Lars Lokke Rasmussen er utanríkisráðherra Danmerkur.EPA Sömuleiðis furðar norski utanríkisráðherrann, Espen Barth Eide, sig á málinu en segir að tollaspursmál eigi ekki heima í umræðunni um Grænland. „Við látum ekki fjárkúga okkur,“ skrifar Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, á og nefnir að Danmörk og Grænlendingar eigi ákvörðunarrétt í málefnum Grænlands. Ulf Kristersson er forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA/OLIVIER MATTHYS „Þetta er ESB-mál sem varðar mun fleiri lönd en þau sem hafa verið nefnd,“ bætir Svíinn við en Bandaríkjaforseti á ekki að geta lagt sérstaka tolla á Danmörku án þess að leggja tolla á öll Evrópusambandsríkin enda eru þau í tollabandalagi. Alexander Stubb Finnlandsforseti og Petteri Orpo forsætisráðherra ítreka í færslu á X að deilur milli bandamanna í Nató verði að vera leystar með samtölum og að spila þurfi samkvæmt almennum leikreglum frekar en að beita þjóðir þrýstingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands lýsti yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í skriflegri yfirlýsingu til Vísis en hún baðst undan viðtali. Starmer segist ræða við Bandaríkjastjórn: „Kolrangt“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn vegna fyrirhugaðra tolla. „Að leggja tolla á bandalagsríki fyrir að reyna að tryggja öryggi NATO-bandamanna er kolrangt. Við munum að sjálfsögðu fylgja þessu eftir við Bandaríkjastjórn,“ skrifar Starmer í yfirlýsingu til BBC. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum taki þeir gildi. „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur,“ skrifar Macron. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, nefnir í samfélagsmiðlafærslu að heræfingin sem NATO-löndin átta ætla sér að taka þátt í sé svar við þörf á sterkari vörnum á norðurslóðum. „Tollar myndu grafa undan samskiptum yfir Atlantshafið og auka hættu á hættulegum spíral.“ Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, Stefan Kornelius, segir einnig að Evrópuríki séu að stilla saman strengi um hvernig eigi að bregðast við. David van Weel, forsætisráðherra Hollands, skrifar að hollensk stjórnvöld eigi nú í nánum samskiptum við framkvæmdastjórn ESB um málið. Hvað getur Evrópa gert? Útfærsla þessara tolla liggur ekki fyrir. Þó Bandaríkin geti í raun ekki að geta lagt sérstaka tolla á einstök ESB-lönd án þess að leggja tolla á gjörvallt Evrópusambandið geta þau aftur á móti lagt toll á vörur sem eru mikilvægur útflutningur þessara landa, svo sem lyf frá Danmörku svo dæmi sé nefnt. ESB-sendiherrar hafa nú verið boðaðir á krísufund í Bussel á morgun vegna málsins, samkvæmt Reuters. Manfred Weber, formaður bandalags mið-hægri íhaldsflokka á Evrópuþinginu, skrifar á X að ekki sé lengur hægt að samþykkja viðskiptasamninginn sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Donald Trump gerðu á síðasta ári. „Við erum í raun fylgjandi viðskiptasamningnum, en í ljósi hótana Donalds Trumps í garð Grænlands getum við ekki lengur samþykkt hann. Gera verður hlé á núllprósenta tolli á bandarískar vörur,“ skrifar Weber, en íhaldsfylking hans er stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu. Í rammasamkomulagi komist var að í Skotlandi í júní samþykkti Von der Leyen 15 prósenta toll á langflestar evrópskar útflutningsvörur, en ákveðnar bandarískar útflutningsvörur til Evrópu sluppu hins vegar við toll, sem var nýlunda. Ekkert bendir til þess í færslu Trump að Ísland verði fyrir barðinu á þessum tollum þrátt fyrir að tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar hafi verið sendir til Grænlands. Það er aftur á móti ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings sem Vísir ræddi við. NATO Evrópusambandið Donald Trump Skattar, tollar og gjöld Grænland Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Bretland Holland Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur brugðist við hótunum Trumps, sem tilkynnti í dag að hann hygðist leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Finnlandi og Þýskalandi frá og með 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi. Öll eiga þessi átta lönd það sameiginlegt að hafa sent hermenn til Grænlands á hernaðaræfingu. Að óbreyttu myndu tollarnir hækka í 25 prósent hinn 1. júní, bætti Trump við. Formaður stærstu fylkingarinnar í Evrópusambandinu leggur til að ESB víki frá því að samþykkja verslunarsamning sambandsins við Bandaríkin. Sendiherrar í Evrópusambandinu hafa verið boðaðir á krísufund á morgun, að sögn Reuters. Løkke hissa eftir fýluferð Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, segir í yfirlýsingu til Ritzau að ummæli Trump hafi komið á óvart en Løkke er nýkominn heim úr heimsókn til Bandaríkjanna þar sem hann ræddi við J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra. „Færsla forsetans kemur á óvart. Markmiðið með aukinni hernaðarviðveru, sem forsetinn vísar til, er nú einmitt til þess að auka öryggið á Norðurslóðum,“ skrifar Løkke. Lars Lokke Rasmussen er utanríkisráðherra Danmerkur.EPA Sömuleiðis furðar norski utanríkisráðherrann, Espen Barth Eide, sig á málinu en segir að tollaspursmál eigi ekki heima í umræðunni um Grænland. „Við látum ekki fjárkúga okkur,“ skrifar Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, á og nefnir að Danmörk og Grænlendingar eigi ákvörðunarrétt í málefnum Grænlands. Ulf Kristersson er forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA/OLIVIER MATTHYS „Þetta er ESB-mál sem varðar mun fleiri lönd en þau sem hafa verið nefnd,“ bætir Svíinn við en Bandaríkjaforseti á ekki að geta lagt sérstaka tolla á Danmörku án þess að leggja tolla á öll Evrópusambandsríkin enda eru þau í tollabandalagi. Alexander Stubb Finnlandsforseti og Petteri Orpo forsætisráðherra ítreka í færslu á X að deilur milli bandamanna í Nató verði að vera leystar með samtölum og að spila þurfi samkvæmt almennum leikreglum frekar en að beita þjóðir þrýstingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands lýsti yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í skriflegri yfirlýsingu til Vísis en hún baðst undan viðtali. Starmer segist ræða við Bandaríkjastjórn: „Kolrangt“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn vegna fyrirhugaðra tolla. „Að leggja tolla á bandalagsríki fyrir að reyna að tryggja öryggi NATO-bandamanna er kolrangt. Við munum að sjálfsögðu fylgja þessu eftir við Bandaríkjastjórn,“ skrifar Starmer í yfirlýsingu til BBC. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum taki þeir gildi. „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur,“ skrifar Macron. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, nefnir í samfélagsmiðlafærslu að heræfingin sem NATO-löndin átta ætla sér að taka þátt í sé svar við þörf á sterkari vörnum á norðurslóðum. „Tollar myndu grafa undan samskiptum yfir Atlantshafið og auka hættu á hættulegum spíral.“ Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, Stefan Kornelius, segir einnig að Evrópuríki séu að stilla saman strengi um hvernig eigi að bregðast við. David van Weel, forsætisráðherra Hollands, skrifar að hollensk stjórnvöld eigi nú í nánum samskiptum við framkvæmdastjórn ESB um málið. Hvað getur Evrópa gert? Útfærsla þessara tolla liggur ekki fyrir. Þó Bandaríkin geti í raun ekki að geta lagt sérstaka tolla á einstök ESB-lönd án þess að leggja tolla á gjörvallt Evrópusambandið geta þau aftur á móti lagt toll á vörur sem eru mikilvægur útflutningur þessara landa, svo sem lyf frá Danmörku svo dæmi sé nefnt. ESB-sendiherrar hafa nú verið boðaðir á krísufund í Bussel á morgun vegna málsins, samkvæmt Reuters. Manfred Weber, formaður bandalags mið-hægri íhaldsflokka á Evrópuþinginu, skrifar á X að ekki sé lengur hægt að samþykkja viðskiptasamninginn sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Donald Trump gerðu á síðasta ári. „Við erum í raun fylgjandi viðskiptasamningnum, en í ljósi hótana Donalds Trumps í garð Grænlands getum við ekki lengur samþykkt hann. Gera verður hlé á núllprósenta tolli á bandarískar vörur,“ skrifar Weber, en íhaldsfylking hans er stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu. Í rammasamkomulagi komist var að í Skotlandi í júní samþykkti Von der Leyen 15 prósenta toll á langflestar evrópskar útflutningsvörur, en ákveðnar bandarískar útflutningsvörur til Evrópu sluppu hins vegar við toll, sem var nýlunda. Ekkert bendir til þess í færslu Trump að Ísland verði fyrir barðinu á þessum tollum þrátt fyrir að tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar hafi verið sendir til Grænlands. Það er aftur á móti ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings sem Vísir ræddi við.
NATO Evrópusambandið Donald Trump Skattar, tollar og gjöld Grænland Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Bretland Holland Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila