Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. janúar 2026 21:56 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælti fyrir fyrstu samgönguáætluninni í tæplega sex ár á Alþingi í dag. Vísir Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun í byrjun desember þar sem ný forgangsröðun jarðganga vakti athygli. Í henni fólst að fresta Fjarðarheiðargöngum og setja í staðinn Fjarðagöng í forgang. Í leið var greint frá því að sett yrði á fót innviðafélag um stærri samgönguframkvæmdir. Eyjólfur mælti fyrir áætluninni á þinginu í dag. Reiknar með töluverðri gagnrýni „Ég held kannski helst að gagnrýni okkar Sjálfstæðismanna hafi verið í því að okkur finnst málið fullseint fram komið. Við hefðum viljað sjá það fyrr, og hefðum viljað að ráðherrann hefði sett málið í samráðsgátt, þar sem aðilar hefðu getað gert athugasemdir,“ sagði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum. Hann gerir ráð fyrir að forgangsröðun ganganna verði sem fyrr gagnrýnd töluvert. „Og það var auðvitað viðbúið vegna þess að ráðherrann lýsti því yfir í aðdragandanum að hann væri ekki bundinn af ákvörðun fyrri ríkisstjórnar. Og þar held ég að hann hafi verið að gefa veiðileyfi á sig hreinlega.“ Hvað með þetta innviðafélag sem á að halda utan um göngin? Setjið þið einhverjar athugasemdir við að það skuli ekki vera tilbúið? „Já, við viljum fara að sjá á spilin. Auðvitað er þessi umræða að mótast af því að við höfum ekki hugmynd um það hvernig innviðafélagið mun líta út. Það auðvitað takmarkar þá kannski gagnrýni okkar hvað það varðar.“ Fulla ferð áfram Ása Berglind Hjálmarsdóttir, varaformaður umhverfisnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikinn gleðidag á Alþingi í dag. „Við erum að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í samgöngumálum síðustu ár, en síðast var samgönguáætlun samþykkt árið 2020. Þannig að það er löngu tímabært að við hér í þinginu förum að fjalla um samgöngumál í landinu,“ segir Ása. Með áætluninni verði viðhald á vegum stórbætt með auknu fjárframlagi. Með umræddu innviðafélagi verði aftur hægt að hefjast handa við að bora göng og ráðast í aðrar framkvæmdir, eins og til dæmis gerð Sundabrautar. Það er gert ráð fyrir að Fljótagöng hefjist strax á næsta ári. Hvernig verður það hægt þegar teikningar liggja ekki einu sinni fyrir? „Það á að setja mikinn kraft í þetta strax á þessu ári og ég veit ekki betur en að það sé byrjað að rannsaka allt í tengslum við það. Það er stefnt að því að það verði byrjað að bora árið 2027 og borinn verður svo áfram látinn ganga, því að það er ekki einungis verið bara að fara að vinna í einum göngum heldur samhliða því á að fara að undirbúa önnur jarðgöng, í fleirtölu.“ Alþingi Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun í byrjun desember þar sem ný forgangsröðun jarðganga vakti athygli. Í henni fólst að fresta Fjarðarheiðargöngum og setja í staðinn Fjarðagöng í forgang. Í leið var greint frá því að sett yrði á fót innviðafélag um stærri samgönguframkvæmdir. Eyjólfur mælti fyrir áætluninni á þinginu í dag. Reiknar með töluverðri gagnrýni „Ég held kannski helst að gagnrýni okkar Sjálfstæðismanna hafi verið í því að okkur finnst málið fullseint fram komið. Við hefðum viljað sjá það fyrr, og hefðum viljað að ráðherrann hefði sett málið í samráðsgátt, þar sem aðilar hefðu getað gert athugasemdir,“ sagði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum. Hann gerir ráð fyrir að forgangsröðun ganganna verði sem fyrr gagnrýnd töluvert. „Og það var auðvitað viðbúið vegna þess að ráðherrann lýsti því yfir í aðdragandanum að hann væri ekki bundinn af ákvörðun fyrri ríkisstjórnar. Og þar held ég að hann hafi verið að gefa veiðileyfi á sig hreinlega.“ Hvað með þetta innviðafélag sem á að halda utan um göngin? Setjið þið einhverjar athugasemdir við að það skuli ekki vera tilbúið? „Já, við viljum fara að sjá á spilin. Auðvitað er þessi umræða að mótast af því að við höfum ekki hugmynd um það hvernig innviðafélagið mun líta út. Það auðvitað takmarkar þá kannski gagnrýni okkar hvað það varðar.“ Fulla ferð áfram Ása Berglind Hjálmarsdóttir, varaformaður umhverfisnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikinn gleðidag á Alþingi í dag. „Við erum að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í samgöngumálum síðustu ár, en síðast var samgönguáætlun samþykkt árið 2020. Þannig að það er löngu tímabært að við hér í þinginu förum að fjalla um samgöngumál í landinu,“ segir Ása. Með áætluninni verði viðhald á vegum stórbætt með auknu fjárframlagi. Með umræddu innviðafélagi verði aftur hægt að hefjast handa við að bora göng og ráðast í aðrar framkvæmdir, eins og til dæmis gerð Sundabrautar. Það er gert ráð fyrir að Fljótagöng hefjist strax á næsta ári. Hvernig verður það hægt þegar teikningar liggja ekki einu sinni fyrir? „Það á að setja mikinn kraft í þetta strax á þessu ári og ég veit ekki betur en að það sé byrjað að rannsaka allt í tengslum við það. Það er stefnt að því að það verði byrjað að bora árið 2027 og borinn verður svo áfram látinn ganga, því að það er ekki einungis verið bara að fara að vinna í einum göngum heldur samhliða því á að fara að undirbúa önnur jarðgöng, í fleirtölu.“
Alþingi Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira