Sumarfrí þingmanna rofið til að leiðrétta mistök Áætlað er að Alþingi komi saman í næstu viku til þess að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps til kosningalaga og frumvarps til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við Vísi. Innlent 29. júní 2021 14:35
Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. Innlent 29. júní 2021 13:20
„Miðflokkurinn mætti gufa upp mér að meinalausu“ Inga Sæland formaður Flokksins gefur lítið fyrir nýja könnun um fylgi flokkanna. Nema henni kemur ekki á óvart að Miðflokkurinn skuli ekki sjá til sólar. Innlent 28. júní 2021 11:24
„Treysti mér ekki til að vinna í þessu athugasemdarlaust“ Arnar Þór Jónsson dómari við Héraðsdóm í Reykjavík ákvað að skella sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn um daginn. Hann segir í viðtali í hlaðvarpinu 24/7 að það sé mikilvægt að það eigi sér stað vitundarvakning í samfélaginu um réttarkerfið. Lífið 25. júní 2021 21:31
Skrýtið tíst frá Alþingi vekur lukku Tíst frá opinberum aðgangi Alþingis á Twitter hefur vakið talsverða lukku meðal almennings í dag. Innlent 23. júní 2021 19:47
Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Viðskipti innlent 23. júní 2021 16:25
Dóra Björt segir umdeilda fíkniefnaauglýsingu óboðlega Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata fordæmir auglýsingu sem Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna birtu í síðustu viku og telur afar vafaasamt að nafn Reykjavíkurborgar sé lagt við slíkan áróður. Innlent 22. júní 2021 14:02
Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. Innlent 22. júní 2021 13:00
BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu. Innlent 22. júní 2021 11:23
Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. Lífið 19. júní 2021 07:01
Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur. Innlent 18. júní 2021 13:47
Inga Sæland segist glöð auglýsa á Facebook Formaður Flokks fólksins, hélt þrumuræðu yfir stuðningsmönnum sínum á 17. júní hátíð flokksins. Innlent 18. júní 2021 10:48
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. Innlent 17. júní 2021 09:01
Aukin vernd þolenda mansals Eitt síðustu verka Alþingis á kjörtímabilinu sem leið var að samþykkja breytingu á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal. Innlent 16. júní 2021 13:37
Ekki staðið við loforð Píratar eru ósáttir við að frumvarp um aflæpavæðingu neysluskammta hafi ekki náð fram að nýliðnu þingi líkt og þeim hafði verið lofað. Innlent 13. júní 2021 13:30
Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar. Innlent 13. júní 2021 12:30
Þingmenn á kafi í appi sem eiginlega enginn veit hvað er Samskiptaforritið Signal er í töluverðri notkun hjá afmörkuðum hópi Íslendinga, þótt flestir hafi trúlega ekki heyrt á það minnst. Innlent 13. júní 2021 07:31
„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. Innlent 12. júní 2021 22:17
Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. Innlent 12. júní 2021 18:39
Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Innlent 12. júní 2021 12:24
Refsistríðið: Þegar stjórnvöld bregðast Atkvæðagreiðslan um afglæpavæðingarfrumvarp Halldóru Mogensen fór fram aðfararnótt þriðjudagsins 30. júní 2020. Strax á föstudeginum 26. júní var vitað að málið færi á dagskrá þingfundar eftir helgi. Skoðun 12. júní 2021 09:00
Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. Innlent 11. júní 2021 21:18
„Stærsta kerfisbreyting í málaflokki barna undanfarna áratugi“ Alþingi samþykkti í dag fjögur frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi frumvörp feli í sér mestu breytingu sem gerð hafi verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Innlent 11. júní 2021 16:05
Refsistríðið: Óvönduð afglæpavæðing Starfshópur heilbrigðisráðherra um mótun skaðaminnkunarstefnu í vímuefnamálum starfaði í tvö ár frá samþykkt þingsályktunartillögu Pírata vorið 2014 og skilaði ráðherra skýrslu sumarið árið 2016, sem var í kjölfarið dreift á Alþingi. Skoðun 11. júní 2021 12:01
Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. Innlent 11. júní 2021 11:51
Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin. Innlent 10. júní 2021 21:51
Tólf frambjóðendur keppa um sex sæti í Kraganum Tólf frambjóðendur sækjast eftir að skipa sex efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hófst síðdegis í dag og lýkur á laugardag. Innlent 10. júní 2021 19:27
Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. Innlent 10. júní 2021 16:41
Refsistríðið Stríðið gegn vímuefnum er í reynd stríð gegn vímuefnaneytendum. Það er stríð löggæsluyfirvalda gegn fólki sem flest eiga við fíknisjúkdóm að stríða. Saga afglæpavæðingar er sagan af endalokum þessa stríðs, vopnahléi milli neytenda og lögreglu. Skoðun 10. júní 2021 15:31
Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. Innlent 10. júní 2021 12:04