Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ekkert lið vill fara með ó­bragð í munni frá tíundu um­ferð

    Tíunda um­ferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar at­hyglis­verðum leik Fram og Þróttar Reykja­víkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafn­mörg stig og topp­lið Breiða­bliks, hefur hikstað. Fram­undan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Ég held samt að hann sé að bulla“

    Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Við fengum þrusu ræðu frá Nik í hálf­leik“

    „Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður af okkar hálfu. Við bættum þetta upp í seinni hálfleik og verðskulduðum góðan sigur,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 6-0 sigur á FHL í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    „Þetta var allt eftir hand­riti“

    Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins.

    Sport
    Fréttamynd

    Blómstra á meðan Valskonur eru sögu­lega slakar

    Stigasöfnun Vals í Bestu deild kvenna eftir átta um­ferðir er sú versta í sögu liðsins í tíu liða efstu deild til þessa. Á sama tíma eru leikmenn sem voru á mála hjá liðinu á síðasta tímabili í góðum málum við topp deildarinnar í öðrum liðum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Caroline kveður Þrótt og heldur heim til Banda­ríkjanna

    Caroline Murray er á förum frá toppliði Þróttar í Bestu deild kvenna til Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Hún verður með í næstu þremur leikjum en yfirgefur Laugardalinn þegar landsleikjahlé skellur á vegna EM.

    Íslenski boltinn