Ekkert lið vill fara með óbragð í munni frá tíundu umferð Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar athyglisverðum leik Fram og Þróttar Reykjavíkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafnmörg stig og topplið Breiðabliks, hefur hikstað. Framundan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu. Íslenski boltinn 20. júní 2025 13:01
Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ „Það er bara eitthvað andlegt þrot í gangi þarna,“ sagði Mist Edvardsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, um skelfilega stöðu Valsliðsins sem var til umræðu í nýjasta þætti Bestu markanna. Íslenski boltinn 19. júní 2025 17:30
„Ég held samt að hann sé að bulla“ Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum. Íslenski boltinn 19. júní 2025 11:30
Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Bestu mörkin gerðu upp fyrstu níu umferðir Bestu deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum og völdu þau sem hafa staðið sig best. Íslenski boltinn 18. júní 2025 10:32
„Sem betur fer fleiri leiðir að því að spila fótbolta“ Breiðablik sigraði Þór/KA með tveimur mörkum gegn engu í Boganum á Akureyri í Bestu deild kvenna fyrr í dag. Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik. Sport 16. júní 2025 20:05
Uppgjörið: FH 5 - 1 Tindastóll | FH gekk frá Tindastól í seinni hálfleik FH-ingar tóku á móti Tindastól í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld og sýndu sannkallaða markaveislu í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 5-1 fyrir heimakonur sem lyftu sér með sigrinum í toppbaráttu í deildinni. Íslenski boltinn 16. júní 2025 17:17
Uppgjörið: Þór/KA 0 - 2 Breiðablik | Blikar með öruggan sigur Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA í Boganum á Akureyri í 9. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Lokatölur 0-2 þar sem Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk leiksins. Íslenski boltinn 16. júní 2025 16:16
Semja við íslenska kjarnann í liði Íslandsmeistaranna Haukar hafa framlengt samninga sína við þrjá lykilleikmenn úr Íslandsmeistaraliði kvenna. Þóra Kristín Jónsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir hafa allar skrifað undir nýjan samninga. Körfubolti 16. júní 2025 15:31
Áhorf á kvennaboltann eykst mikið í Noregi en hrynur á Íslandi Mæting á leiki í norsku kvennadeildinni í fótbolta hefur tekið mikið stökk í sumar og forráðamenn Toppserien er mjög ánægðir með nýjustu tölur um áhorfstölur. Fótbolti 16. júní 2025 11:30
„Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Fram gerðu sér góða ferð niður á Hlíðarenda þar sem þær heimsóttu Val í níundu umferð Bestu deild kvenna. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik snéru Fram taflinu við í þeim síðari og fóru með sterkan sigur af hólmi 1-2. Íslenski boltinn 15. júní 2025 16:33
Uppgjörið: Valur - Fram 1-2 | Endurkomusigur hjá Fram Valur tók á mót Fram á N1 vellinum við Hlíðarenda þegar níunda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína í dag. Gestirnir í Fram hafa verið á flottu skriði á meðan lítið hefur gengið upp hjá Val. Það fór svo að Fram hafði betur með tveimur mörkum gegn einu. Íslenski boltinn 15. júní 2025 15:50
Uppgjörið: Stjarnan - Þróttur 0-2 | Fyrsta tap toppliðsins kom í Garðabæ Stjarnan lagði topplið Þróttar þegar liðin mættust í Garðabæ í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 15. júní 2025 15:32
Uppgjörið: FHL - Víkingur 0-4 | Víkingur valtaði yfir botnliðið Víkingur R. vann öruggan sigur gegn heimakonum í FHL í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði í 9. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Lokastaða leiksins var 4-0 og fer Víkingur R. heim með þrjú mikilvæg stig. Íslenski boltinn 15. júní 2025 13:17
„Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Íslenski boltinn 15. júní 2025 11:32
Þróttur fékk kröftugan framherja sem þarf að bíða fram að stórleiknum Þróttarar, sem sitja á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta, brugðust skjótt við eftir að ljóst varð að Caroline Murray færi frá félaginu og hafa nú kynnt til leiks framherjann Kayla Rollins sem þó mun þurfa að bíða eftir fyrsta leiknum í Þróttaratreyjunni. Íslenski boltinn 11. júní 2025 16:02
„Þróttarar gefa ekkert eftir, er þeim ekki alvara í þessu stríði?“ Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, spurði sérfræðinga þáttarins að spurningunni hér að ofan [í fyrirsögn] eftir 2-0 sigur Þróttar Reykjavíkur á Þór/KA í 8. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 9. júní 2025 20:00
Fóru yfir endurkomu Söndru: „Þetta er bara besti bitinn“ Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var til umræðu í síðasta þætti Bestu markanna. Fótbolti 9. júní 2025 08:01
Landsliðskonan reddaði málunum fyrir leik á Kópavogsvelli Telmu Ívarsdóttur, markverði Íslandsmeistara Breiðabliks og íslenska landsliðsins í fótbolta, er margt til lista lagt. Fyrir leik Breiðabliks og FHL í Bestu deild kvenna í gær reddaði hún málunum er laga þurfti marknetið í öðru markinu á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 8. júní 2025 13:01
Vilja sjá Þórólf hugsa líka um konurnar: „Gæti gert þetta að ríkasta liði landsins“ Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu Tindastólsliðið og lítinn áhuga bæjarfélagsins á liðinu sínu. Helena bar saman kvennafótboltalið Tindastóls og karlakörfuboltalið félagsins þar sem enginn vill missa af leik. Allt aðra sögu er að segja af kvennaliðinu. Íslenski boltinn 8. júní 2025 11:02
Sjáðu frábært liðsmark FH, markaveislu Blika og Þrótt halda sig á toppnum Heil umferð fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem efstu þrjú liðin unnu öll sína leiki. Nú má sjá öll mörkin úr umferðinni hér á Vísi. Íslenski boltinn 8. júní 2025 10:01
Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 2-0 | Þróttur með þriggja stiga forskot á toppnum Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Fótbolti 7. júní 2025 22:52
Leik lokið: Þróttur - Þór/KA 2-0 | Þróttur með þriggja stiga forskot á toppnum Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Íslenski boltinn 7. júní 2025 18:52
John Andrews: Höfum ekki þurft að pæla mikið í því „Mér fannst frammistaðan góð og við fengum fullt af tækifærum að komast í teig FH-inga,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings eftir tap liðsins gegn FH í dag. Fótbolti 7. júní 2025 18:15
„Við fengum þrusu ræðu frá Nik í hálfleik“ „Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður af okkar hálfu. Við bættum þetta upp í seinni hálfleik og verðskulduðum góðan sigur,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 6-0 sigur á FHL í dag. Sport 7. júní 2025 16:52
„Þetta var allt eftir handriti“ Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins. Sport 7. júní 2025 16:24
Uppgjörið: Breiðablik-FHL 6-0 | Sex Blikakonur á skotskónum Breiðablik vann í dag mjög sannfærandi 6-0 sigur gegn FHL í 8. umferð Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 7. júní 2025 15:55
Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 7. júní 2025 15:50
Blómstra á meðan Valskonur eru sögulega slakar Stigasöfnun Vals í Bestu deild kvenna eftir átta umferðir er sú versta í sögu liðsins í tíu liða efstu deild til þessa. Á sama tíma eru leikmenn sem voru á mála hjá liðinu á síðasta tímabili í góðum málum við topp deildarinnar í öðrum liðum. Íslenski boltinn 7. júní 2025 13:01
Uppgjörið: Tindastóll-Valur 2-2 | Bið Valskvenna lengist enn Tindastóll og Valur gerðu 2-2 jafntefli á Sauðárkróki í kvöld í fyrsta leik áttundu umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta. Bæði lið komust yfir í leiknum en Stólarnir voru 2-1 yfir í hálfleik. Íslenski boltinn 6. júní 2025 19:50
Caroline kveður Þrótt og heldur heim til Bandaríkjanna Caroline Murray er á förum frá toppliði Þróttar í Bestu deild kvenna til Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Hún verður með í næstu þremur leikjum en yfirgefur Laugardalinn þegar landsleikjahlé skellur á vegna EM. Íslenski boltinn 6. júní 2025 15:32