Yfirlýsing ÍBV: Ætlaðir ljótir hlutir og undir því ætlum við ekki að sitja Knattspyrnuráð ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ráðið hafnar alfarið ásökunum um að aðbúnaði kvennaliðs félagsins hafi með ýmsum hætti verið ábótavant á nýafstaðinni leiktíð. Íslenski boltinn 17. október 2022 15:34
Rekinn með tölvupósti: „Harkalegur kinnhestur“ „Þau gerðu þetta í gegnum tölvupóst fyrir 3-4 dögum,“ segir Jonathan Glenn sem þrátt fyrir frábæran árangur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV í fótbolta í sumar hefur nú verið rekinn úr starfi. Íslenski boltinn 17. október 2022 14:30
Ólgusjór í Vestmannaeyjum | Jonathan Glenn rekinn frá ÍBV Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. ÍBV er harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum fyrir ákvörðunina, meðal annars frá leikmönnum íslenska landsliðsins. Fótbolti 15. október 2022 19:11
Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR? Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð. Íslenski boltinn 15. október 2022 10:00
Blikar munu reyna verja titilinn í búningum frá Nike Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Nike. Það þýðir að lið Breiðabliks í Bestu deild karla mun klæðast búningum frá Nike þegar liðið hefur titilvörn sína vorið 2023. Íslenski boltinn 15. október 2022 09:30
Besti þátturinn: Steindi Jr. fór á kostum gegn Víkingum Afturelding og Víkingur áttust við í sjöttu viðureign Besta þáttarins sem nú er komin út. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði. Íslenski boltinn 14. október 2022 13:43
Jóhann snýr aftur til Þór/KA Jóhann Kristinn Gunnarsson var í dag ráðinn aðalþjálfari hjá Þór/KA til næstu þriggja ára. Jóhann þekkir vel til félagsins sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 2012. Fótbolti 12. október 2022 20:31
Keflavík skiptir um þjálfara Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Gunnar Magnús Jónsson, þjálfara kvennaliðs félagsins. Fótbolti 8. október 2022 21:43
Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“ Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda. Íslenski boltinn 4. október 2022 16:30
Vildu ekki starfa saman og voru báðir látnir fara Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, sem í fyrra voru ráðnir til þriggja ára sem þjálfarar knattspyrnuliðs Þórs/KA, hafa báðir látið af störfum. Jón Stefán segir stjórn Þórs/KA hafa tekið þá ákvörðun þar sem þeir vildu ekki starfa saman. Íslenski boltinn 4. október 2022 13:30
Besta liðið og markasyrpan: „Lúxushöfuðverkur hve margar gera tilkall“ Lið ársins, besti leikmaður og þjálfari voru valin í veglegum uppgjörsþætti Bestu markanna eftir að leiktíðinni lauk um helgina í Bestu deild kvenna í fótbolta. Myndband til heiðurs meisturum Vals og markasyrpa sumarsins voru einnig sýnd í þættinum. Íslenski boltinn 4. október 2022 12:30
Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar. Íslenski boltinn 4. október 2022 08:00
„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“ Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn. Íslenski boltinn 4. október 2022 07:31
Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag. Íslenski boltinn 3. október 2022 14:33
Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar Chris Harrington er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann kom inn í þjálfarateymi liðsins á miðju tímabili sem lauk um helgina og KR-liðið fallið úr efstu deild. Íslenski boltinn 3. október 2022 13:30
Sjáðu fimm bestu mörk sumarsins Bestu mörkin völdu fimm bestu mörk tímabilsins í Bestu deild kvenna í lokaþætti sumarsins sem var eftir lokaumferð deildarinnar á laugardag. Íslenski boltinn 3. október 2022 10:31
Arna Sif: „Mögulega besta tímabilið á ferlinum" Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta keppnistímabili með Val síðan hún gekk í raðir félagsins á nýjan leik síðasta haust. Arna Sif segir nýlokna leiktíð mögulega vera þá bestu á sínum ferli. Sport 1. október 2022 17:41
Pétur: „Verð áfram á Hlíðarenda nema stjórnin ákveði annað" Guðlaugur Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, var sáttur við leik liðs síns þegar það gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Valur hafði fyrir leikinn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Íslenski boltinn 1. október 2022 17:16
Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 1. október 2022 17:04
Umfjöllun Breiðablik - Þróttur 2-3 | Blikar köstuðu frá sér Evrópumöguleikanum í fyrri hálfleik Breiðablik þurfti á sigri að halda til að halda í von sína um að landa Evrópusæti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Liðið mátti hins vegar þola 2-3 tap gegn Þrótti eftir að hafa lent 0-3 undir í fyrri hálfleik og Evrópudraumur þeirra því úti. Íslenski boltinn 1. október 2022 16:07
Umfjöllun: KR - Þór/KA 3-2 | Fallið lið KR lauk tímabilinu með sigri KR vann góðan 3-2 sigur gegn Þór/KA er liðin mættust í lokaumferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Örlög KR voru þegar ráðin fyrir leikinn, en liðið endar tímabilið í það minnsta á jákvæðum nótum. Íslenski boltinn 1. október 2022 15:59
Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð. Íslenski boltinn 1. október 2022 15:52
Umfjöllun: Stjarnan - Keflavík 4-0 | Stjarnan tryggði Evrópusætið og Jasmín tryggði gullskóinn Stjarnan tryggði sér annað sæti Bestu-deildar kvenna og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar í dag. Katrína Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu fyrir heimakonur og Jasmín Erla Ingadóttir tryggði sér gullskó Bestu-deildarinnar þegar hún gulltryggði sigurinn. Íslenski boltinn 1. október 2022 15:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 3-0 | Þriggja marka Eyjasigur á föllnum Mosfellingum Afturelding kvaddi Bestu deildina í bili með tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í lokaumferð deildarinnar. ÍBV vann sannfærandi þriggja marka sigur í rokinu og rigningunni á Hásteinsvelli. Íslenski boltinn 1. október 2022 13:16
Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar. Íslenski boltinn 1. október 2022 12:30
Besti þátturinn: Ásthildur tók skóna fram Fimmta viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði. Íslenski boltinn 30. september 2022 16:30
Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Íslenski boltinn 30. september 2022 14:04
Fór á námskeið til að læra að tala við stelpur Ánægja er með störf Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni. Hann leitaði sér aðstoðar við samskipti við leikmenn. Íslenski boltinn 30. september 2022 11:30
„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“ Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 30. september 2022 10:31
„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“ Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 28. september 2022 12:00