Númeraplatan KOV-19 vekur athygli Eigandi bílsins segir þetta einskæra tilviljun. Lífið 5. mars 2020 16:14
Hyundai kynnir hugmyndabílinn Spádóm Hyundai kynnti á þriðjudagsmorgunn hugmyndabílinn Prophecy sem þýðir spádómur, en hann sýnir spá Hyundai um hvað muni einkenna í megindráttum þróun í hönnun næstu kynslóða rafbíla frá fyrirtækinu. Bílar 5. mars 2020 07:00
Peugeot 208 er bíll ársins 2020 í Evrópu Peugeot 208 fékk afgerandi flest stig í kjöri evrópskra bílablaðamanna á bíl ársins 2020. Hann fékk 281 stig á meðan Tesla Model 3 fékk 242 og Porsche Taycan fékk 222 stig. Það var því ekki við neina aukvisa að etja. Bílar 4. mars 2020 07:00
Bílaleigur draga saman seglin um fjörutíu prósent Samkvæmt frétt á vef Bílgreinasambandsins seldust alls 694 fólksbílar í febrúar. Það er 13,4% samdráttur miðað við sölu í febrúar í fyrra. Ef salan er skoðuð með tilliti til kaupendahópa má sjá að sala til einstaklinga hefur aukist um 1% á milli ára. Bílar 3. mars 2020 07:00
Bílasýningunni í Genf aflýst vegna kórónuveirunnar Svissnesk yfirvöld bönnuðu á föstudag í síðustu viku samkomur þar sem þúsund eða fleiri munu koma saman. Ástæðan er ótti um frekari útbreiðslu kórónaveirunnar. Af þessu leiðir að bílasýningunni í Genf hefur verið aflýst. Bílar 2. mars 2020 07:00
Nýr Kia Ceed SW tengiltvinnbíll frumsýndur Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinn útfærslu í Kia húsinu að Krókhálsi á morgun, laugardag kl 12-16 samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju. Bílar 28. febrúar 2020 07:00
Volkswagen Golf Mk8 GTI Nýr Golf GTI verður frumsýndur á bílasýningurinni í Genf í Sviss í næstu viku. Bíllinn verður aðalstjarna Volkswagen á sýningunni. Golf GTI er sportútgáfa af Volkswagen Golf. Bílar 27. febrúar 2020 07:00
Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. Viðskipti innlent 26. febrúar 2020 11:15
Polestar Precept rafbíll úr endurunnu plasti Polestar, rafsportbílamerki Volvo hefur kynnt nýjan bíl. Polestar Precept er afar umhverfisvænn bíll, ekki nóg með að hann sé rafbíll heldur er hann að miklu leyti úr endurunnum plastvörum. Bílar 26. febrúar 2020 07:00
Ísland í öðru sæti á lista yfir hlutfall seldra tengiltvinnbíla í Evrópu Meðal markaðshlutdeild tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla á Evrópska efnahagssvæðinu var 3,53% á síðasta ári, var 2,47% árið 2018. Ísland er í örðu sæti á listanum með 17,8%. Bílar 25. febrúar 2020 07:00
Svíar verðlaunaðir á heimsþingi um umferðaröryggi Heimsþing um umferðaröryggi fór fram í Stokkhólmi í síðustu viku. Á þinginu ver lögð áhersla á að bæta umferðaöryggi og innvið um allan heim á næstu árum, eins og fram kemur í frétt á heimasíðu FÍB. Bílar 24. febrúar 2020 07:00
Rafmagnaður strætó til reynslu á Íslandi Nýr Mercedes-Benz eCitaro strætisvagn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni hefur verið hér á landi í prófunum og reynsluakstri. Bíllinn vakti mikla athygli hér á götum en hann var m.a. hjá Strætó, Hópbílum, Kynnisferðum og Isavia til reynslu í rekstri þessara fyrirtækja. Bílar 21. febrúar 2020 07:00
Nýr Defender stekkur 30 metra í James Bond Nýr Land Rover Defender fékk það óþvegið í nýrri James Bond mynd, No Time To Die. Í hverri tökunni á fætur annarri flugu þeir í loftköstum í æsilegum eltingarleikjum eins og myndirnar sýna. Þar á meðal er eitt 30 metra stökk og heilhringur. Bílar 20. febrúar 2020 07:00
Nýr Kia Sorento frumsýndur í Genf Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars. Bílar 19. febrúar 2020 07:00
Range Rover Evoque vinsælastur í sínum flokki hjá lesendum Auto Motor und Sport Range Rover Evoque var í vikunni kjörinn "Besti innflutti minni sportjeppinn“ (Best Imported Compact SUV) hjá lesendum þýska tímaritsins Auto Motor und Sport. Jaguar F-TYPE tók þriðja sætið í flokki innfluttra blæjubíla (Best Imported Convertibles). Bílar 18. febrúar 2020 07:00
Dacia rafbíll væntanlegur á næsta ári Eitt vinsælasta bílavörumerki landsins, Dacia sem leggur sig fram við að framleiða einfalda bíla á lágum verðum ætlar að fara að bjóða rafbíl til sölu innan Evrópu á næsta ári. Bílar 17. febrúar 2020 07:00
Nýr Peugeot e-208 hreinn rafbíll frumsýndur á morgun Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot e-208 100% hreinan rafbíl með 340 km drægni og engri CO2 losun. Peugeot e-208 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Með þessu afli kemst Peugeot e-208 frá 0 upp í 100 á 8,1 sekúndu. Glænýr undirvagn Peugeot e-208 er hannaður með innbyggðri 50 kwh rafhlöðu svo að innra rýmið er jafnstórt og í hefðbundnum Peugeot 208. Peugeot e-208 rafbíll er með fimm ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu. Bílar 14. febrúar 2020 07:00
Dreifing á bílum BL til allra helstu kaupendahópanna Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla. Bílar 13. febrúar 2020 07:00
Árið fer vel af stað hjá Heklu Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. Bílar 12. febrúar 2020 07:00
Nýr og hátæknivæddur E-Class á leiðinni Mercedes-Benz E-Class er vinsælasti bíll þýska lúxusbílaframleiðandans og í huga margra hjarta þríhyrndu stjörnunnar. Alls hafa yfir 14 milljónir eintaka selst af E-Class á heimsvísu síðan bíllinn kom á markað árið 1946 og er hann söluhæsti bíll Mercedes-Benz í sögunni. E-Class hefur ávallt haft voldugt og virðulegt útlit og er af mörgum talin táknmynd Mercedes-Benz. Bílar 11. febrúar 2020 07:00
Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. Bílar 10. febrúar 2020 07:15
Ferrari seldi yfir 10.000 bíla í fyrsta skipti Ferrari skilaði 699 milljón evra hagnaði árið 2019, sem jafngildir um 96,8 milljörðum íslenskra króna. Sá hagnaður er um 8% aukning frá árinu 2018. Bílar 7. febrúar 2020 07:00
Mazda fagnar 100 ára afmæli Mazda fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og Brimborg, umboðsaðili mazda á Íslandi ætlar að taka þátt með stórsýningu. Gleðin hefst laugardaginn 8. febrúar með stórsýningu í Reykjavík og á Akureyri. Bílar 6. febrúar 2020 07:00
16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Bílar 5. febrúar 2020 07:00
Bretar ætla að flýta áformum um að banna bensínbíla Boris Johnson forsætisráðherra ætlar að tilkynna um áformin á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu sem verður haldin í Glasgow síðar á þessu ári. Erlent 4. febrúar 2020 11:13
Mercedes-Benz gerir ráð fyrir 32 nýjum bílum á tveimur árum Þýski framleiðandinn Mercedes-Benz áætlar að kynna 32 nýjar bíla fyrir árslok 2022. Þar á meðal eru fleiri rafbílar, últra bíllinn Project One, rúmlega 800 hestafla tengiltvinn lúxus vagn og margt fleira. Bílar 4. febrúar 2020 07:00
Árið 2020 hjá Brimborg Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu. Bílar 3. febrúar 2020 07:00
Sala nýrra fólksbíla heldur áfram að dragast saman Sala á nýjum fólksbílum hefur farið hægt af stað það sem af er ári en í janúar seldust 709 nýir fólksbílar hér á landi. Viðskipti innlent 31. janúar 2020 20:30
BL frumsýnir nýjan Nissan Juke BL við Sævarhöfða frumsýnir á morgun, laugardag, á milli kl. 12 og 16, nýja og breytta kynslóð sportjeppans Nissan Juke. Bíllinn hefur tekið miklum útlitsbreytingum þar sem skerpt hefur verið á helstu megineinkennum í útliti jepplingsins. Bílar 31. janúar 2020 07:00
Euro NCAP aldrei prófað fleiri bíla Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign evrópsku bifreiðaeigendafélaganna hefur greint frá því að árið 2019 hafi verið umfangsmesta ár sitt frá upphafi. Alls gengust 55 bílar undir próf samtakanna, bílarnir voru frá 26 framleiðendum. Bílar 30. janúar 2020 07:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent