Áttu að vera upplifa drauminn en héldu að þau myndu deyja Að fara á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ætti að vera góð skemmtun en fyrir stuðningsfólk Liverpool reyndist það hreint helvíti. Morðhótanir, piparúði og troðningur bættist ofan á tap Liverpool. Fótbolti 17. júní 2022 09:31
Pogba gagnrýnir Man Utd fyrir samningsboð upp á nærri fimmtíu milljónir á viku Í dag kemur út heimildarmynd með Paul Pogba í aðalhlutverki. Í myndinni segir Pogba að Manchester United hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu en vitað er að Pogba fékk samningstilboð upp á 300 þúsund pund á viku frá Man Utd. Fótbolti 17. júní 2022 08:30
Segir að „ríkisfélögin“ stefni evrópskum fótbolta í hættu Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, segir að evrópskur fótbolti sé í hættu nema hægt sé að stjórna „ríkisfélögum“ á borð við Manchester City og Paris Saint-Germain. Fótbolti 17. júní 2022 07:30
Eigendur City bæta félagi í safnið Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að City Football Group, sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City, sé við það að ganga frá kaupum á Palermo á Ítalíu. Það verður ellefta félagið í eigu fjárfestingahópsins. Fótbolti 16. júní 2022 16:31
Man City mætir West Ham í fyrstu umferð og Liverpool heimsækir Fulham Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar er klár. Englandsmeistarar Manchester City heimsækja West Ham United í fyrstu umferð á meðan Liverpool heimsækir nýliða Fulham. Enski boltinn 16. júní 2022 08:31
Danny Guthrie gjaldþrota Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið. Fótbolti 16. júní 2022 07:31
Real Madrid fer nýjar leiðir í samningsgerð Vinícius Junior er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid, sem er þó ekki frásögu færandi nema nýstárlegs „and-ríkis-félags söluákvæðis“ sem verður í samningi leikmannsins sem á að fæla í burtu forrík félagslið í ríkiseigu. Fótbolti 15. júní 2022 23:30
La Liga berst gegn „ríkisfélögunum“ PSG og Man. City Forráðamenn spænsku 1. deildarinnar í fótbolta, La Liga, hafa sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Fótbolti 15. júní 2022 14:01
Hlutabréf Man Utd aldrei lægri: Eigendurnir greiða sér samt arð Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega. Enski boltinn 15. júní 2022 07:02
Liverpool staðfestir komu Núñez | Gæti orðið sá dýrasti í sögu félagsins Darwin Núñez er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld. Enski boltinn 14. júní 2022 18:59
Tottenham að fá eftirsóttan miðjumann frá Brighton Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samþykkt að greiða Brighton & Hove Albion 30 milljónir punda fyrir miðjumanninn Yves Bissouma. Enski boltinn 14. júní 2022 17:31
Mourinho náði í Matic enn á ný Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic hefur yfirgefið ensku úrvalsdeildina og skrifað undir samning til eins árs við ítalska knattspyrnufélagið Roma. Fótbolti 14. júní 2022 16:31
Hinn íslensk-ættaði Tomasson tekur við Blackburn Hinn 45 ára gamli Jon Dahl Tomasson hefur tekið við þjálfun Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Tomasson gerði Malmö FF í Svíþjóð að meisturum tvö ár í röð áður en hann sagði óvænt upp í desember á síðasta ári. Enski boltinn 14. júní 2022 15:00
Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. Enski boltinn 14. júní 2022 14:40
Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð. Fótbolti 14. júní 2022 12:01
Kompany nýr þjálfari Jóhanns Bergs Belginn Vincent Kompany, fyrrum varnarmaður Manchester City, er tekinn við þjálfun Burnley á Englandi. Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður félagsins, en það féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vor. Fótbolti 14. júní 2022 11:30
Mál Greenwood enn til rannsóknar Fyrir skemmstu fór á flug sá orðrómur á samfélagsmiðlinum Twitter að Mason Greenwood væri laus allra mála og gæti mögulega snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð. Sá orðrómar reyndust ekki á rökum reistur. Enski boltinn 14. júní 2022 08:30
Engir stórleikir á Englandi í aðdraganda HM Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur ásamt enska knattspyrnusambandinu beðið ensku úrvalsdeildina að stilla ekki upp neinum stórleik í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Katar. Enski boltinn 14. júní 2022 07:01
Arsenal fær ungan Brassa eftir stapp við Wolves og FIFA Hinn 19 ára gamli Brasilíumaður Marquinhos hefur gengið frá samningi við Arsenal, hvert hann kemur frá Sao Paulo í heimalandinu. Arsenal þurfti að standa í töluverðu stappi til að fá leikmanninn. Fótbolti 13. júní 2022 15:21
Grétar Rafn frá KSÍ til Tottenham Grétar Rafn Steinsson mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna hjá Tottenham Hotspur á Englandi. Grétar hefur síðustu mánuði unnið hjá Knattspyrnusambandi Íslands en heldur nú til Lundúna. Fótbolti 13. júní 2022 14:15
Southgate segir að Rashford og Sancho þurfi að sanna sig fyrir HM Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur varað Marcus Rashford og Jadon Sancho, leikmenn Manchester United, við. Þurfa þeir að sýna og sanna sig ætli þeir með enska landsliðinu á HM í Katar undir lok árs. Enski boltinn 13. júní 2022 11:31
Haaland endurskapaði ljósmynd úr æsku er hann var kynntur til leiks Erling Braut Haaland skrifaði í dag formlega undir sem nýr leikmaður Englandsmeistara Manchester City. Haaland er stuðningsmaður félagsins og fetar í fótspor föður síns sem lék með liðinu frá 2000 til 2003. Fótbolti 13. júní 2022 10:00
Benfica staðfestir að Núñez sé á leið til Liverpool Portúgalska knattspyrnuliðið Benfica hefur nú staðfest að úrúgvæski framherjinn Darwin Núñez sé á leið til Liverpool. Mun enska félagið greiða 64 milljónir punda fyrir leikmanninn en kaupverðið gæti á endanum numið 85 milljónum punda. Enski boltinn 13. júní 2022 08:30
Spáir því að Man City sé að fá tvær stórstjörnur Emi Martinez, markvörður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem og Argentínu, hefur mikla trú á samlanda sínum Julián Alvarez. Sá mun ganga í raðir Englandsmeistara Manchester City. Enski boltinn 13. júní 2022 07:10
Bowen á óskalistanum hjá Arteta Arsenal hefur samkvæmt enskum fjölmiðlum kannað hvort möguleiki sé á kaupum á enska landsliðsframherjanum Jarrod Bowen, sem lék frábærlega með West Ham United á síðustu leiktíð. Fótbolti 12. júní 2022 22:31
Fullyrðir að Liverpool hafi náð samkomulagi við Nunez Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Liverpool hafi náð samkomulagi við úrúgvæska framherjann Darwin Nunez. Enski boltinn 12. júní 2022 14:01
Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. Fótbolti 12. júní 2022 07:01
Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enski boltinn 11. júní 2022 11:01
Gylfi Þór ekki lengur leikmaður Everton Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku. Enski boltinn 10. júní 2022 14:15
Stefndu á að þrefalda áhorfið en tókst að fjórfalda það á einu ári Áhorf á úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi fjórfaldaðist á tímabilinu sem var að líða. Er deildin gerði nýjan sjónvarpssamning á síðasta ári var stefnt að því að þrefalda áhorf en það virðist ganga framar vonum. Enski boltinn 10. júní 2022 14:00