Martial varð aftur fyrir kynþáttafordómum Anthony Martial, framherji Manchester United, varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir 1-1 jafnteflið við West Brom í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 15. febrúar 2021 13:31
Segir tíma til kominn að Man. City verði liðið hans Harrys Kane Harry Kane yrði fullkominn fyrir Manchester City. Þetta segir Martin Samuel, pistlahöfundur hjá Daily Mail. Enski boltinn 15. febrúar 2021 13:00
Kyssti United merkið þrátt fyrir að vera nýkominn frá Manchester City Það er ekki alltaf sem leikir í undir átján ára deildinni í enska fótboltanum fá athygli í netmiðlum en ein frammistaða um helgina breytti því snögglega. Enski boltinn 15. febrúar 2021 10:31
Skuggi Firmino virðist hafa „platað“ VAR til að dæma mark Leicester gilt Það gengur flest Englandsmeisturum Liverpol í óhag þessa dagana og markið sem breytti öllu í leik liðsins um helgina var mjög vafasamt. Enski boltinn 15. febrúar 2021 09:31
Maguire skaut á Klopp: „Höfum ekkert fengið síðan fólk frá öðrum félögum byrjaði að tala um okkur“ Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, gaf í skyn að liðið fengi verri meðferð frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því að United fengi hagstæða dómgæslu. Enski boltinn 15. febrúar 2021 08:01
„Þeir hljóta að hafa sofnað í VAR herberginu“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, segir útlit fyrir að dómarar að störfum í Stockley Park hafi sofnað yfir leik liðsins gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 15. febrúar 2021 07:01
Gylfi og félagar lágu fyrir nýliðunum Everton beið lægri hlut fyrir nýliðum Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 14. febrúar 2021 22:00
Sex marka veisla á Emirates þegar Arsenal lagði Leeds Það var boðið upp á markaveislu á Emirates leikvangnum í Lundúnum þegar Arsenal fékk Leeds United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 14. febrúar 2021 18:40
Aftur tapaði United stigum gegn botnbaráttuliði Manchester United gerði 1-1 jafntefli við WBA á útivelli í dag. United hefur því tapað fimm stigum gegn gegn botnbaráttuliðum á síðustu vikum; þremur gegn Sheffield United og tveimur gegn WBA. Enski boltinn 14. febrúar 2021 15:53
Liverpool og Barcelona sögð horfa til Jórvíkurskíris Liverpool og Barcelona eru sögð horfa til Raphinha, leikmanns United, en hann kom til enska félagsins frá Rennes síðasta sumar fyrir sautján milljónir punda. Enski boltinn 14. febrúar 2021 15:15
Sprettur Neto tryggði Úlfunum sigur Wolves vann 2-1 sigur á Southampton er liðin mættust öðru sinni á fjórum dögum. Í dag mættust liðin í ensku úrvalsdeildinni á St. Mary’s leikvanginum en fyrr í vikunni spiluðu liðin í enska bikarnum. Enski boltinn 14. febrúar 2021 13:55
Vill að gestaliðið skipti um föt á barnum Chris Wilder, stjóri Sheffield United, er ekki hrifinn af búningsklefunum sem Sheffield liðið fær á útivöllum. Vegna kórónuveirufaraldursins mega liðin ekki hýsa gestaliðið í sínum venjulega búningsklefa. Enski boltinn 14. febrúar 2021 13:00
Rio segir að Liverpool verði í vandræðum með að ná topp fjórum Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United og nú spekingur BT Sports, telur að Liverpool verði í vandræðum með að ná einum af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 14. febrúar 2021 12:00
Hætta að krjúpa því það skilar engum árangri Enska B-deildarliðið Brentford hefur ákveðið að hætta að krjúpa fyrir leiki liðsins í ensku B-deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í gærkvöldi en liðið er í öðru sæti B-deildarinnar. Enski boltinn 14. febrúar 2021 11:01
Trent bætti óheppilegt met í þriðja skipti á þessari leiktíð Trent Alexander-Arnold bætti ekki skemmtilegt met í þriðja skiptið á þessari leiktíð í gær er Liverpool tapaði 3-1 fyrir Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var þriðja tap ensku meistarana í röð. Enski boltinn 14. febrúar 2021 09:31
Guardiola hefur áhyggjur af vítaskyttum Man City Ekkert fær stöðvað Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir en það þýðir ekki að Pep Guardiola, stjóri liðsins, sé laus við allar áhyggjur. Enski boltinn 14. febrúar 2021 08:00
Markalaust hjá Aston Villa og Brighton Ekkert mark var skorað í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Aston Villa heimsótti Brighton & Hove Albion Enski boltinn 13. febrúar 2021 22:12
Mourinho í skýjunum með framlag leikmanna sinna Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir þreytu hafa gert sínu liði erfitt um vik að eiga við topplið Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 13. febrúar 2021 20:30
Gundogan allt í öllu þegar Man City rúllaði yfir Tottenham Manchester City stefnir hraðbyri á Englandsmeistaratitilinn og Tottenham reyndist þeim engin fyrirstaða í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 13. febrúar 2021 19:21
Jóhann Berg skoraði annan deildarleikinn í röð og öruggt hjá Burnley Burnley gerði sér lítið fyrir og skellti Crystal Palace á útivelli, 3-0, er liðin mættust á Selhurst Park í dag. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði annan leikinn í röð. Enski boltinn 13. febrúar 2021 16:51
„Þrír leikmenn Leicester voru rangstæðir“ Jurgen Klopp stjóri Liverpool var eðlilega sár og svekktur eftir 3-1 tap lærisveina hans gegn Leciester á útivelli í dag. Enski boltinn 13. febrúar 2021 15:36
„Verður áhugavert að sjá hvar Liverpool endar“ Andy Reid, fyrrum írskur landsliðsmaður og leikmaður til að mynda Tottenham og Nottingham Forest, segir að það verði áhugavert að fylgjast með Liverpool næstu vikurnar. Enski boltinn 13. febrúar 2021 14:41
Liverpool kastaði frá sér sigrinum og tapaði þriðja leiknum í röð Leicester vann 3-1 sigur á ensku meisturunum í Liverpool í hádegisleiknum í enska boltanum. Markalaust var í hálfleik, Liverpool komst yfir en Leicester svaraði með þremur mörkum. Enski boltinn 13. febrúar 2021 14:23
Dóttir Ancelotti var heima er brotist var inn hjá stjóra Gylfa Brotist var inn hjá Carlo Ancelotti, stjóra Everton, í gærkvöldi. Tveir grímuklæddir brutust inn og höfðu á brott með sér peningaskáp. Enski boltinn 13. febrúar 2021 13:16
Bielsa í réttarhöldum í Frakklandi Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, tók þátt í réttarhöldum í Frakklandi í gær. Stjórinn var ekki mættur til Frakklands heldur tók hann þátt í gegnum myndbandssímtal frá Englandi. Fótbolti 13. febrúar 2021 11:31
Caragher segir kaupin á Vardy ein þau bestu í sögu fótboltans Jamie Vardy er ein bestu kaup í alheimsfótboltanum, fyrr og síðar. Þetta skrifar Jamie Carragher í pistli sínum í enska dagblaðið The Telegraph en Vardy var keyptur til Leicester frá Fleetwood Town á eina milljónir punda árið 2012. Enski boltinn 13. febrúar 2021 10:01
Dagskráin í dag: Stórveldaslagur í Safamýri, barist um Hafnafjörðinn og íslenski fótboltinn fer aftur af stað Þrettán beinar útsendingar eru á dagskrá rása Stöð 2 Sport í dag. Frá rétt fyrir hádegi og fram á kvöld. Íslensi fótboltinn snýr aftur ásamt íslenskum handbolta, spænskum körfubolta, ítölskum fótbolta og svo miklu fleira. Sport 13. febrúar 2021 06:00
Manchester-liðin hafa sætaskipti eftir sigur City Manchester City tók á móti Manchester United í alvöru borgarslag í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Fór það svo að Man City vann öruggan 3-0 sigur eftir eitt mark í sitthvorum hálfleik í kvöld. Enski boltinn 12. febrúar 2021 21:00
Lykilmaður Leicester frá út tímabilið James Justin, hinn ungi vinstri bakvörður í Leicester City, verður frá út tímabilið eftir að hafa meiðst illa á hné gegn Brighton & Hove Albion er liðin mættust í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í vikunni. Enski boltinn 12. febrúar 2021 18:30
Fabinho ekki með gegn Leicester Fabinho verður ekki með Liverpool í leiknum gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann er lítillega meiddur. Enski boltinn 12. febrúar 2021 16:01