Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Formúla 1 á Silverstone til 2027

Mótshaldarar á Silverstone hafa tryggt að breski kappaksturinn fer fram á Silverstone á næsta ári. Rekstraraðilum Donington mistókst að fjármagna endurbætur á braut sinni, en þeir voru búnir að semja um Formúlu 1 mótshald til 17 ára til ársins 2027

Formúla 1
Fréttamynd

Sauber fær sæti BMW í Formúlu 1

Peter Sauber fær rásleyfi fyriir keppnislið sitt í Formúlu 1 á næsta ári, en FIA tilkynnti þetta í dag. Sauber keypti búnað BMW liðsins í Sviss og mun nota Ferrari vélar á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúlu 1 mót í París úr myndinni

Áætlun um að uppsetning á Formúlu 1 braut í París hefur runnið í sandinn, eftir að yfirvöld féllu frá áætlun að byggja braut á iðnaðarsvæði við Flins Les Mueraux.

Formúla 1
Fréttamynd

23% áhorf á Formúlu 1

FIA, alþjóðabílasambandið hefur afráðið að 19 Formúlu 1 mót verði árið 2010, en það er tveimur fleira en var í ár. Öll mót verða í beinni í útsendingu á Stöð 2 Sport eins og tvö síðustu ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Listi Formúlu 1 ökumanna 2010 þéttist

Þjóðverjinn Adrian Sutil og Ítalinn Viantonio Liuzzi voru í dag tilkynntir sem ökumenn Force India liðsins indverska. Smám saman er að taka á sig listi ökumanna fyrir næsta ár, en þó eru mörg sæti hjá keppnisliðum enn á reiki.

Formúla 1
Fréttamynd

BMW Formúlu 1liðið selt einkaaðila

Bílarisinn BMW hefur selt Peter Sauber frá Sviss allan búnað Formúlu 1 liðsins til notkunnar í Formúlu 1. BMW álkvað að hætta í Formúlu 1 lok ársins og þetta er niðurstaðan.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso á fullu með Ferrari

Spánverjinn Fernando Alonso ekur með Ferrari á næsta ári eftir margra ára veru með Renault. Hann hefur æft á fullu á Ferrrari sportbílum á Firano brautinni á Ítalíu.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher klár í Formúlu 1 kappakstur

Umboðsmaður Michaels Schumachers segir kappann tilbúinn í Formúlu 1 og hann sé búinn að ná sér af meiðslum sem hindruðu hann í að taka sæti Felipe Massa í sumar, þegar hann meiddist í óhappi.

Formúla 1
Fréttamynd

Briatore vill eilífðarbanni FIA aflétt

Flavio Britatore vitnaði í gær gegn FIA, alþjóðabílasambandinu fyrir frönskum dómstóli. Hann kærði FIA fyrir það sem hann telur ólögmætt keppnisbann til æviloka og vill meina að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi ráðið gangi mála.

Formúla 1
Fréttamynd

Endurkoma Schumachers óráðinn

Nobert Haug yfirmaður hjá Mercedes liðinu telur að Nico Rosberg sé klár í toppslaginn, en vill hvorki játa né neita því hvort Michael Schumacher mæti aftur í Formúlu 1 með Mercedes á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg ráðinn til Mercedes

Nico Rosberg frá Þýsklandi var staðfestur sem ökumaður Mercedes liðsins þýska í dag. Það er í raun meistaralið Brawn frá þessu ári, sem Mercedes keypti.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýliðar segja framtíð Formúlu 1 bjarta

John Both telur að framtíð Formúlu 1 sé björt, þrátt fyrir brotthvarf þriggja bílaframleiðenda á stuttum tíma. Hann segir einkarekinn lið mun betri kostur en keppnislið sem bílaframleiðendur stýra.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúlu 3 meistari fær Ferrari prófun

Tvítugur Frakki, Jules Bianchi fær að prófa Ferrari í tvo daga eftir að hafa tryggt sér sigur í Evrópumótaröðinni í Formúlu 3. Ferrari hefur klikkað á því að gefa ungum ökumönnum tækfæri síðustu árin, ólíkt liðum eins og Red Bull, McLaren, Williams og Renault.

Formúla 1
Fréttamynd

Button svarar gagnrýni á liðsskiptin

Jenson Button hefur lengið undir nokkru ámæli fyrir aðferðarfræði sína og umboðsmanna vegna samningagerðar við McLaren eftir að hafa unnið titilinn. Hann þykir hafa staðið heldur klaufalega að málum. Í annað skiptið á ferlinum

Formúla 1
Fréttamynd

Brawn setur stein í götu Buttons

Yfirmenn Brawn liðsins sem Jenson Button ók með og tryggði sér meistaratitilinn með á árinu ætla ekki að liðka fyrir honum vegna framtíðarstarfa hjá McLaren liðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Efast um heilindi Buttons í samningamálum

Eigendur meistaraliðsins í Formúlu 1 eru heldur sárir Jenson Button fyrir að yfirgefa liðið og ganga til liðs við McLaren. Liðið heitir nú Mercedes í stað Brawn, eftir að bílarisinn keypti það í vikunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1

Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton.

Formúla 1
Fréttamynd

Button á leið til McLaren

Jenson Button er á leið til McLaren liðsins við hliðina á Lewis Hamilton á næsta ári. Hann hefur ekki náð samkomulagi við Brawn, sem nú heitir Mercedes um laun. Button er í samningaviðræðum við McLaren og fregnir herma að þriggja ára samningur sé uppi á borðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Mercedes keypti Brawn og ræður Rosberg

Mercedes bílaframleiðandinn hefur keypt Brawn liðið og ráðið Þjóðverjann Nico Rosberg sem ökumann liðsins. Mercedes er í viðræðum við Nick Heidfeld og Jenson Button um hitt sæti liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Mercedes að kaupa hlut í Brawn

Mercedes bílaframleiðandinn hefur kallað til blaðamannafundar í dag og er talið að tilkynning um kaup fyrirtækisins á hlut í meistaraliði Brawn sé á dagskrá.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso heillaður af Ferrari starfinu

Fernando Alonso frá Spáni tók þátt í sérstaktri Ferrari hátíð í Valencia á Spáni ásamt Felipe Massa. Það er í fyrstu skipti sem liðsfélagarnir koma opinberlega saman með liðinu sem þeir keppa með á næst ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Button og Raikkönen bítast um McLaren

Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið.

Formúla 1
Fréttamynd

Briatore ásakar FIA um óheilindi

Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault heldur því fram að FIA hafi ákveðið á leynilegum fundi að hann yrði gerður brottrækur frá Formúlu 1 og að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi haft forgöngu í málinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton vill ólmur keppa

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren þurfti að sjá á eftir meistaratitilinum í hendur Jenson Button, en segist hafa lært mikið á stormasömu ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Bílaframleiðendur hætta vegna kreppu

Ferrari og Renault eru einu bílaframleiðendurnir sem eru eftir í Formúlu 1, eftir brotthvarf BMW, Honda og Toyota. Ross Brawn, eigandi meistaraliðs Brawn telur þó að bílaframleiðendur mæti aftur þegar efnahagskreppan hefur gengið sitt skeið. Mercedes sér þremur liðum fyrir vélum, en er ekki með eigið keppnislið.

Formúla 1
Fréttamynd

Brawn: Bruno Senna gæti blómstrað

Frændi hins heimsþekkta Ayrtons Senna, Bruno Senna keppir í Formúlu 1 á næsta ári og Ross Brawn, eigandi heimsmeistaraliðsins telur að hann geti orðið góður í Formúlu 1.

Formúla 1