Frábær síðari hálfleikur dugði Liverpool Liverpool er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-1 sigur á Luton Town á heimavelli í kvöld. Toppliðið var undir í hálfleik en frábær síðari hálfleikur tryggði þeim stigin þrjú. Enski boltinn 21. febrúar 2024 21:28
Juventus vill Albert í skiptum fyrir ungan Argentínumann Ítalski miðillinn Tuttosport greinir frá því í dag að stórlið Juventus vilji fá Albert Guðmundsson til liðs við sig í sumar og sé tilbúið að senda ungan Argentínumann til Genoa í skiptum. Fótbolti 21. febrúar 2024 20:15
Dramatík í lokin og Arsenal með bakið upp við vegg Arsenal er í brekku í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto á útivelli í kvöld. Sigurmark Porto kom á lokasekúndum leiksins. Fótbolti 21. febrúar 2024 19:30
Ætlar að henda Manchester City og Liverpool af stallinum Jim Ratcliffe er formlega orðinn einn af eigendum Manchester United eftir að kaup hans á 27,7% hlut í félaginu voru samþykkt. Hann mun sjá um daglegan rekstur á öllu knattspyrnutengdu í félaginu og ætlar sér að skáka Manchester City og Liverpool. Enski boltinn 21. febrúar 2024 17:46
Tap hjá U17 í undankeppni EM Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum sautján ára og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Portúgal í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins. Fótbolti 21. febrúar 2024 17:13
Valur vann báðar Drago-stytturnar Valur og Stjarnan hlutu bæði viðurkenningu KSÍ í ár fyrir háttvísi og prúðmennsku en Drago-stytturnar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ sem fram fer um næstu helgi. Íslenski boltinn 21. febrúar 2024 17:00
Klopp um meiðslavandræðin: Vorkennum okkur ekki en vandamálin eru til staðar Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, sagðist ekki byrjaður að hugsa um úrslitaleik deildarbikarsins næsta sunnudag. Luton Town væri verðugur andstæðingur sem krefðist fullrar athygli. Enski boltinn 21. febrúar 2024 16:31
Son biðlar til samlanda sinna að fyrirgefa Lee Heung Min-Son, fyrirliði Suður-Kóreu og leikmaður Tottenham, hefur beðið samlanda sína að fyrirgefa Kang-In Lee fyrir að slasa sig rétt fyrir undanúrslit Asíumótsins. Fótbolti 21. febrúar 2024 15:30
Ancelotti bauð Modric þjálfarastarf á næsta tímabili Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur boðið Luka Modric starf í þjálfarateymi félagsins ef leikmaðurinn ákveður að hætta að tímabilinu loknu. Fótbolti 21. febrúar 2024 15:01
Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. Enski boltinn 21. febrúar 2024 14:02
Núnez bara einu skoti frá stöngin-út metinu Liverpool framherjinn Darwin Núnez skoraði frábært mark fyrir Liverpool um síðustu helgi og verður aftur í sviðsljósinu í kvöld. Það hefur þó ekki alltaf verið raunin að hann nýti dauðafærin sín. Enski boltinn 21. febrúar 2024 13:32
Stuðningsmenn Newcastle verða fastir í Lundúnum á laugardag Arsenal tekur á móti Newcastle í Lundúnum næsta laugardag. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.00 en var færður til 20.00, sem er óvenjulegur leiktími á laugardagskvöldi, svo leyfilegt sé að sýna hann í sjónvarpi. Enski boltinn 21. febrúar 2024 13:00
Valsmenn krækja í „eina allra efnilegustu knattspyrnukonu landsins“ Haukar þurfa enn á ný að sætta sig við það að sjá á eftir ungri stórefnilegri knattspyrnukonu leita annað. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hefur samið við Val. Íslenski boltinn 21. febrúar 2024 12:00
Allir dómarar þurfa að gangast undir lygapróf fyrir hvern leik Goðsögnin Andrei Shevchenko er nú forseti úkraínska knattspyrnusambandsins og hann er tilbúinn að fara nýstárlegar leiðir í baráttu sinni gegn spillingu í úkraínsku deildinni. Fótbolti 21. febrúar 2024 11:00
Tuchel segir af sér eftir tímabilið Tomas Tuchel mun segja af sér sem þjálfari Bayern München að tímabilinu loknu. Fótbolti 21. febrúar 2024 09:47
Skilur ekkert í að Ajax hafi fengið gæðalausan Henderson Rafael van der Vaart lét óánægju sína í ljós með kaup Ajax á Jordan Henderson. Fótbolti 21. febrúar 2024 09:31
„Ég er þjálfari, lífið mitt er betra en þitt“ Pep Guardiola spjallaði við blaðamenn eftir 1-0 sigur gegn Brentford í gærkvöldi. Þar fór hann yfir leikinn, stöðuna á lykilmönnum liðsins og grínaðist með að líf sitt væri betra en blaðamanns. Enski boltinn 21. febrúar 2024 09:31
Fullgengið frá kaupum Ratcliffe Sir Jim Ratcliffe hefur lokið kaupferli á 27,7 prósent eignarhlut í Manchester United. Enski boltinn 21. febrúar 2024 09:00
Xavi: Vitum ekki við hverju á að búast Napoli tekur á móti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Napoli skipti um þjálfara á mánudag, í annað sinn á tímabilinu. Xavi Hernandez, þjálfari Barcelona, sagðist ekki vita hvernig ætti að skipuleggja liðið fyrir leikinn. Fótbolti 21. febrúar 2024 07:30
Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. Fótbolti 21. febrúar 2024 07:01
Ye þakkaði stuðningsmönnum Inter fyrir sig og sá liðið vinna Bandaríski rapparinn Kanye West, eða Ye, var meðal áhorfenda á San Siro er Inter tók á móti Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 20. febrúar 2024 23:32
Rappaði með Haaland og skrifar nú undir hjá ÍA Norski miðvörðurinn Erik Sandberg er genginn í raðir ÍA fyrir komandi átök í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 20. febrúar 2024 22:46
Allt jafnt í Hollandi PSV og Dortmund gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar EVrópu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 20. febrúar 2024 22:00
Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 20. febrúar 2024 21:55
Þolinmæðisverk hjá meisturunum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Enski boltinn 20. febrúar 2024 21:24
Sektaður um tvær milljónir fyrir samlokuummælin Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, hefur verið sektaður um 11.500 pund, rétt rúmlega tvær milljónir króna fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga heiðarleika þeirra í efa. Fótbolti 20. febrúar 2024 18:01
Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. Fótbolti 20. febrúar 2024 16:45
Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. Fótbolti 20. febrúar 2024 16:02
Diogo Jota frá í marga mánuði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið verði án portúgalska framherjans Diogo Jota næstu mánuðina. Enski boltinn 20. febrúar 2024 15:12
Nýtt fótboltafélag í Fossvogi: Skírt í höfuðið á póstnúmerinu Knattspyrnufélögin Berserkir og Mídas hafa staðið saman undanfarin ár en nú leggja þau sínum nöfnum í bili og taka upp nýtt nafn á samstarf sitt. Íslenski boltinn 20. febrúar 2024 14:45