Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mbappé orðaður við Liverpool

Slúðurdálkar enskra fjölmiðsla slá því upp að forráðamennn Liverpool hafi rætt við kollega sína frá franska félaginu Paris Saint-Germain um að fá Kylian Mbappé til liðs við sig á lánssamningi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Komið að ögurstundu fyrir Noreg

Norska landsliðið gæti verið á heimleið af Heimsmeistaramóti kvenna eftir daginn í dag. Ekkert nema sigur gegn Filipseyjum dugar þeim mögulega til að komast áfram úr A-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég segi nei“

Reece James, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það til kynna að hann hafi engan áhuga á að ganga í raðir Arsenal.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jamaíka vann sinn fyrsta sigur í sögu HM

Jamaíka vann Panama með einu marki gegn engu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag. Þetta var fimmti leikurinn í sögunni sem kvennalið þjóðarinnar spilar á HM og sigurinn því sögulegur.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar í sextán liða úrslit eftir stórsigur á Ítölum

Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og vann Ítalíu 5-0 á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þær sænsku komust í þriggja marka forystu rétt fyrir hálfleik og bættu svo tveimur mörkum við í þeim síðari. Þær eru því komnar í sextán liða úrslit og mæta Bandaríkjunum, Hollandi eða Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Bestu mörkin: Upphitun fyrir 14. umferð Bestu deildar kvenna

Það verður leikinn heil umferð í dag í Bestu deild kvenna en 14. umferð mun fara fram að öllu leyti í dag. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Breiðablik og Snædís María Jörundsdóttir úr settust í sófann hjá Helenu Ólafsdóttur spáðu í spilin fyrir umferðina, ræddu undir 19 ára landsliðið og árangur þeirra í lokamóti Evrópumótsins sem fór fram fyrir stuttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nákvæmari uppbótartími á Englandi

Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann.

Fótbolti
Fréttamynd

Viktor Jónsson með fernu í fyrsta tapi Aftureldingar í Lengjudeildinni

Skagamenn eru fyrsta liðið sem hefur náð að leggja Aftureldingu af velli í Lengjudeild karla í knattspyrnu. ÍA lagði heimamenn úr Mosfellsbænum 2-5 og hleypa spennu í baráttuna um efsta sætið í deildinni sem gefur beint sæti í úrvalsdeildinni. Afturelding hafði ekki tapað leik og náð í 35 stig af 39 mögulegum fyrir þennan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Keflavík fær úkraínskan framherja fyrir fallbaráttuna

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi fallbaráttu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur samið við úkraínska framherjann Robert Gegedosh sem kemur til liðsins frá St. Lucia sem leikur í efstu deild á Möltu. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með 10 stig þegar 16 umferðum er lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð Finnbogason skoraði og lagði upp fyrir Lyngby í jafntefli

Þrír íslenskir leikmenn byrjuðu fyrir Lyngby þegar liðið gerði jafntefli við Viborg 2-2 á útivelli í annarri umferð efstu deildar Danmerkur í dag. Alfreð Finnbogason skoraði annað mark liðsins en ásamt honum byrjuðu þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson einnig leikinn. Þetta var fyrsta stigið sem Lyngby nær í þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus í bann frá þátttöku í Sambandsdeild Evrópu og Chelsea sektaðir

Juventus mun ekki leika í Sambandsdeild Evrópu eins og þeir höfðu unnið sér rétt til að gera á næsta tímabili. Liðið endaði í sjöunda sæti Serie A sem gaf keppnisréttinn í keppninni en vegna brota á fjármálareglum knattspyrnunnar (Financial fair play) þá munu þeir ekki fá að keppa í Sambandsdeildinni. Þá fá Chelsea sekt fyrir að gefa ekki upp réttar upplýsingar um sín fjármál

Fótbolti