Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað

Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga.

Fótbolti
Fréttamynd

Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða

„Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli

Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Nkunku orðinn leik­maður Chelsea

Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna].

Enski boltinn
Fréttamynd

Krakkar biðu í ofvæni við hótel Ronaldos

Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“

„Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert eftir­sóttur

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson virðist á óskalista þónokkurra liða í Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann var á dögunum orðaður við stórveldið AC Milan en nú hafa þrjú ný lið verið nefnd til sögunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Einka­klefinn, leiðindin við Aron og tíma­mótin á Ís­landi

Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vakna alla morgna með hausverk“

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson hefur glímt við einkenni höfuðmeiðsla undanfarnar vikur og er nýfarinn að treysta sér út úr húsi. Hann vaknar alla morgna með höfuðverk.

Fótbolti
Fréttamynd

Toppsætið úr greipum beggja liða

Slóvenía tók á móti Danmörku í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru fjögur lið jöfn í H-riðli með 6 stig og tvö þeirra mættust í kvöld. Hvorugu liðinu tókst þó að skjótast á toppinn en liðin skildu jöfn, 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Átti hina full­komnu spyrnu í hálf­leik

Stórskemmtilegt atvik átti sér stað í hálfleik á leik San José Earthquakes og Portland Timbers í MLS-deildinni í knattspyrnu. Leikurinn sjálfur endaði með markalausu jafntefli en atvikið sem um er ræðir fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

U21 landslið Íslands lagði Ungverjaland 1-0

U21 landslið Íslands og Ungverjalands mættust í æfingaleik í dag á Bozsik Aréna í Ungverjalandi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í uppbótartíma. Danijel Djuric, leikmaður Víkings, skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti