Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“

Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap. 

Fótbolti
Fréttamynd

Portúgal heldur áfram að leika á als oddi

Portúgal fer afar vel af stað í J-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í knattspyrnu karla. Portúgal vann sannfærandi 3-0 sigur á móti Bosníu Hersegóveníu í þriðju umferð undankeppninnar á Estadio da Luz í Lissabon í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar meiddist í upphitun og verður ekki með

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar ekki leik dagsins við Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Hann var upprunalega skráður í byrjunarliðið en meiðsli gerðu vart við sig í upphitun.

Fótbolti
Fréttamynd

Noregur fer afleitlega af stað í undankeppninni

Skotland er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í A-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í fótbolta karla en skoska liðið lagði Noreg, sem fer illa af stað í undankeppninni, að velli með tveömur mörkum gegn einu á Ullevaal í Osló í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

PSG beinir sjónum sínum að Arteta

Franski fjölmiðillinn RMC greinir frá því að forráðamenn Paris Saint-Germain hafi sett sig í samband við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og kannað hug hans til þess að færa sig um set til Parísar og taka við stjórnartaumunum hjá liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lúxemborg hafði sætaskipti við Ísland

Lúx­em­borg skaust upp í þriðja sæti J-riðils­ í unankeppni EM 2024 í fótbolta karla með 2-0 sigri sínum gegn Liechten­stein í leik liðanna sem fram fór í Lúx­em­borg í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham skiptir yfir í Brentford frá Inter Miami

Romeo Beckham skrifaði í dag undir samning við B-lið Brentford en hann hafði verið hjá liðinu á láni frá Inter Miami síðan í janúar. Samingurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Dreymir um að spila fyrir Real Madríd

Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Mjög leiðinlegt að heyra þetta“

„Þetta kom mér alveg á óvart eftir að stjórnin var búin að gefa það út að hún hefði trú á honum,“ segir Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska stórliðsins Rosenborg en þjálfari liðsins Kjetil Rekdal var í morgun rekinn frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn

Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að.

Fótbolti