Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Inter Miami reynir einnig fá Di María og Busquets

Inter Miami ætlar sér greinilega stóra hluti í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu á komandi mánuðum. Lionel Messi er á leið til félagsins og nú berast fréttir af því að liðið ætli sér einnig að klófesta þá Ángel Di María og Sergio Busquets.

Fótbolti
Fréttamynd

Búið að lofa Rice að hann megi fara

David Sullivan, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir að Declan Rice hafi að öllum líkindum leikið sinn seinasta leik fyrir félagið er West Ham vann 2-1 sigur gegn Fiorentina í úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær. Sullivan hafi verið búinn að lofa Rice að hann megi fara í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrósar Frey eftir krafta­verkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“

Sæ­var Atli Magnús­son, at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyng­by, Frey Alexanders­syni há­stert eftir að liðinu tókst að fram­kvæma krafta­verkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úr­vals­deildinni. Sæ­vari líður afar vel hjá Lyng­by en fram­ganga hans með liðinu hefur vakið á­huga annarra liða.

Fótbolti
Fréttamynd

Hetja West Ham: Ég er svo hamingjusamur

Jarrod Bowen var hetja West Ham í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld. Hann skoraði sigurmark liðsins í lok leiksins gegn Fiorentina og tryggði West Ham fyrsta stóra titil félagsins í 43 ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi valdi Miami

Argentínski snillingurinn Lionel Messi mun ganga í raðir bandaríska MLS-liðsins Inter Miami.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ varar við svikahröppum

Eftirspurnin eftir miðum á leik Íslands og Portúgals, í undankeppni EM karla í fótbolta, reyndist svo mikil að uppselt varð á leikinn hálftíma eftir að almenn miðasala hófst. KSÍ varar nú við miðasvindli.

Fótbolti