Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Enrique hættir með Spánverja

Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sterling vill snúa aftur til Katar

Raheem Sterling leitast nú eftir að koma til móts við enska landsliðshópinn á ný eftir að hafa flogið heim til Englands vegna fjölskyldukrísu á sunnudaginn var.

Fótbolti
Fréttamynd

Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega

Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns

Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar.

Fótbolti
Fréttamynd

Brassar lík­legastir til að vinna HM

Tölfræðiveitan Gracenote hefur haldið utan um líklegasta sigurvegarann frá því ljóst var hvaða þjóðir myndu keppa á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Þegar komið er að átta liða úrslitum keppninnar er Brasilía sú þjóð sem er talin líklegust til afreka.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilaði í Víkinni í fyrra: Hver er Gonçalo Ramos?

Það vakti mikla athygli þegar Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ákvað að byrja með Gonçalo Ramos sem fremsta mann gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM og skilja þar með Cristiano Ronaldo eftir á bekknum. Portúgal vann 6-1, Ramos skoraði þrennu og Santos fór sáttur að sofa. En hver er Gonçalo Matias Ramos?

Fótbolti