Bryndís Arna lagði upp sigurmarkið Bryndís Arna Níelsdóttir lagði upp eina markið í 1-0 sigri Vaxjö á Norrköping í sænsku úrvalsdeild kvenna. Markið skoraði Sophia Redenstrand í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Fótbolti 18. ágúst 2024 16:01
Brentford byrjar tímabilið á sigri Brentford byrjar tímabilið 2024-25 í ensku úrvalsdeildinni á 2-1 sigri á Crystal Palace. Hákon Rafn Valdimarsson var á varamannabekk sigurliðsins. Athygli vakti að Ivan Toney var ekki með Brentford í dag vegna óvissu um framtíð hans. Í fjarveru hans stigu aðrir leikmenn upp. Enski boltinn 18. ágúst 2024 15:05
Gomes á batavegi eftir höfuðhöggið skelfilega Angel Gomes, leikmaður Lille, er á batavegi eftir skelfilegt högg í leik liðsins á laugardag. Fótbolti 18. ágúst 2024 14:19
Stefán Teitur fær þriðja þjálfarann í jafn mörgum leikjum Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston Nord End steinlágu gegn Swansea City í ensku B-deildinni í gær. Í kjölfarið sagði Mike Marsh upp störfum en hann hafði tímabundið verið ráðinn þjálfari liðsins eftir að Ryan Lowe sagði upp eftir fyrsta leik tímabilsins. Enski boltinn 18. ágúst 2024 13:31
Emilía hættir ekki að skora Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Nordsjælland á HB Köge í dönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Emelía Óskarsdóttir var ekki í leikmannahóp HK Köge. Fótbolti 18. ágúst 2024 13:00
Þrír leikmenn Marseille með vafasama fortíð Marseille vann 5-1 stórsigur á Brest í frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Í byrjunarliði liðsins mátti finna tvo leikmenn sem hafa verði sakaðir um kynferðisofbeldi, annar gegn börnum, og svo leikmann sem var valdur að banaslysi. Fótbolti 18. ágúst 2024 12:31
Atli Barkarson á leið til Belgíu Atli Barkarson, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, er á leið í belgíska boltann. Þar mun hann ganga í raðir B-deildarliðsins Zulte-Waregem. Fótbolti 18. ágúst 2024 11:01
Aðsóknarmet mölbrotið í fyrsta leik kvennaliðs FCK FC Kaupmannahöfn hefur loks starfrækt kvennalið og spilaði það sinn fyrsta deildarleik á laugardaginn var. Um var að ræða leik í C-deild dönsku knattspyrnunnar en mætingin var vonum framar og sló öll met þar í landi. Fótbolti 18. ágúst 2024 10:15
Lærisveinar Mourinho hentu frá sér tveggja marka forystu og ráðist var að forsetanum Fenerbahçe gerði 2-2 jafntefli við Göztepe á útivelli í tyrknesku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær eftir að komast 2-0 yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá var Ali Koc, forseta Fenerbahçe, hrint til jarðar og flöskum kastað í hann eftir að hann óð inn á völlinn. Fótbolti 18. ágúst 2024 09:31
Brady ánægður með ráðherrasoninn Leikstjórnandinn fyrrverandi Tom Brady, einn af eigendum Íslendingaliðsins Birmingham City, deildi færslu félagsins eftir sigurleik gegn Wycome Wanderers og taggaði Willum Þór Willumsson, hetju liðsins í leiknum, á Instagram. Enski boltinn 18. ágúst 2024 09:00
Ancelotti gæti gefið leikmönnum sínum frí á miðju tímabili Vegna gríðarlegs leikjaálags bestu knattspyrnuliða Evrópu gæti Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, brugðið á það ráð að gefa leikmönnum sínum frí á miðju tímabili. Fótbolti 18. ágúst 2024 08:01
„Engar áhyggjur, við hittumst aftur“ Manchester United lagði Fulham í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld þökk sé sigurmarki Joshua Zirkzee. Bardagi þeirra Lisandro Martínez og Adama Traoré innan vallar sem utan hefur hins vegar vakið hvað mesta athygli eftir að leiknum lauk. Enski boltinn 17. ágúst 2024 23:30
Ronaldo á skotskónum en Al Nassr beið afhroð Cristiano Ronaldo og félagar í Al Nassr áttu aldrei möguleika gegn Al Hilal í Ofurbikar Sádi-Arabíu í kvöld. Fótbolti 17. ágúst 2024 22:30
Lewandowksi sá til þess að Börsungar byrja á sigri Robert Lewandowski skoraði bæði mörk Barcelona þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Valencia í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Fótbolti 17. ágúst 2024 21:40
Ótrúleg endurkoma Milan AC Milan kom til baka og bjargaði stigi í fyrstu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Allir fjórir leikir tímabilsins þessa hafa endað með jafntefli. Fótbolti 17. ágúst 2024 21:00
Slot sammála Klopp varðandi hádegisleiki „Við sýndum fram á að við hötum þegar leikir byrja 12.30,“ sagði Arne Slot, þjálfari Liverpool eftir sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en Liverpool byrjaði tímabilið á 2-0 sigri á nýliðum Ipswich Town. Enski boltinn 17. ágúst 2024 20:00
Hákon Arnar kom inn fyrir Angel Gomes sem meiddist illa Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum í 1-0 sigri Lille á Reims eftir að Angel Gomes varð fyrir skelfilegum meiðsli og leikurinn var stöðvaður í rúmlega hálftíma. Fótbolti 17. ágúst 2024 19:35
Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. Fótbolti 17. ágúst 2024 19:01
Durán sökkti Hömrunum Aston Villa vann 2-1 útisigur á West Ham United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Enski boltinn 17. ágúst 2024 18:45
„Kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn“ „Blendnar tilfinningar, að mörgu leyti fannst mér við spila þennan leik mjög vel,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið tapaði 2-0 fyrir Vestra fyrir vestan en Óskar Hrafn sá þó margt jákvætt í leik sinna manna. Íslenski boltinn 17. ágúst 2024 18:15
„Eftir það fannst mér leikurinn vera nákvæmlega eins og við vildum hafa hann“ „Ótrúlega stoltur af liðinu og fannst strákarnir gefa allt í þetta,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var eðlilega mjög sáttur eftir að hans menn lögðu KR 2-0 í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrr í dag. Um var að ræða fyrsta heimasigur Vestra í deildinni. Íslenski boltinn 17. ágúst 2024 17:46
Uppgjörið: Vestri - KR 2-0 | Vestri dró Vesturbæinn niður í fallbaráttuna Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði KR í fyrsta sinn þegar liðið sótti Vestra heim í fyrsta leik 19. umferðar Bestu deildar karla. Það var ekki ferð til fjár en heimamenn unnu sinn fyrsta sigur á heimavelli í dag og eru nú aðeins stigi á eftir KR. Liðin eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2024 17:20
Íslendingar á Englandi: Jóhann Berg og Willum Þór á skotskónum Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum í stórsigri Burnley í ensku B-deildinni í dag og Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum og þegar Birmingham City vann 3-2 útisigur á Wycombe Wanderers í C-deildinni. Enski boltinn 17. ágúst 2024 16:17
Milner sló met Giggs og tíu Newcastle-menn lönduðu sigri Newcastle vann afar kærkominn sigur á nýliðum Southampton í dag, 1-0, þrátt fyrir að vera manni færri í rúman klukkutíma. Brighton skellti Everton 3-0, í leik þar sem James Milner sló met fyrir framan unga stjórann sinn, en Nottingham Forest og Bournemouth gerðu 1-1 jafntefli. Enski boltinn 17. ágúst 2024 16:14
Havertz og Saka afgreiddu Úlfana Kai Havertz og Bukayo Saka sáu um að búa til bæði mörk Arsenal í ansi þægilegum 2-0 sigri liðsins á Wolves í dag, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Enski boltinn 17. ágúst 2024 15:50
Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt. Fótbolti 17. ágúst 2024 15:11
„Ansi mikið breytt“ með komu Slots Mohamed Salah átti hefðbundna draumabyrjun á tímabilinu með Liverpool þegar hann skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 17. ágúst 2024 14:31
Sagði eyrnabólgu skýra fjarveru Sancho Útlit er fyrir að Jadon Sancho yfirgefi Manchester United áður en félagaskiptaglugginn í evrópskum fótbolta lokast um mánaðamótin. Það er þó enn óljóst. Enski boltinn 17. ágúst 2024 12:00
Salah sjóðheitur af stað að vanda Liverpool sótti nýliða Ipswich Town heim í fyrsta deildarleik sínum undir stjórn Arnes Slot, og fagnaði 2-0 sigri. Þetta var fyrsti leikur Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í 22 ár. Enski boltinn 17. ágúst 2024 11:02
„Ekki gott að við séum með 43 leikmenn“ Leikmannahópur Chelsea er afar fjölmennur og raunar svo stór að netverjar hafa keppst við að gera grín að því. Nú hefur knattspyrnustjórinn Enzo Maresca viðurkennt að hópurinn sé of fjölmennur. Enski boltinn 17. ágúst 2024 09:38
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti