Meistarabarátta um efsta sætið Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Golf 19. desember 2012 06:00
Gullbjörninn segir að Tiger hafi gott af samkeppni frá McIlroy Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi þessa stundina og hann var einnig valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Norður-Írinn var efstur á peningalistanum á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar. Goðsögnin Jack Nicklaus, segir að gott gengi McIlroy, hafi kveikt neista í Tiger Woods sem ætli sér ekki að standa lengi í skugga hins 23 ára gamla McIlroy. Golf 18. desember 2012 16:30
Ólafur Björn í 21. sæti í Flórída Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, hafnaði í 21. sæti á Disney Lake Buena Vista golfmótinu sem lauk í Flórídafylki í Bandaríkjunum í gær. Golf 14. desember 2012 09:59
Leggur ekki árar í bát Sjómannslíf mun einkenna líf Birgis Leifs Hafþórssonar sem stefnir á að leika í Bandaríkjunum í vetur. Golf 14. desember 2012 06:00
Ólafur á fjórum undir pari eftir annan hring Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék annan hringinn á Disney - Lake Buena Vista mótinu í golfi sem fram fer í Flórídafylki í Bandaríkjunum. Golf 12. desember 2012 20:08
Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Handbolti 12. desember 2012 17:15
Fyrrum eiginkona Tiger Woods reisir 2000 fermetra glæsihýsi Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods, er á grænni grein eftir skilnaðinn við atvinnkylfinginn. Nordegren, sem er sænsk, fékk um 13 milljarða kr. eftir skilnaðinn við Tiger Woods, og hún hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýtt heimili sem rís við North Palm ströndin við Flórída. Það ætti að fara vel fjölskyldu hennar í því húsi enda er það um 2000 fermetrar. Golf 11. desember 2012 12:11
Rory McIlroy kylfingur ársins hjá golfíþróttafréttamönnum Rory McIlroy heldur áfram að safna viðurkenningum á þessu tímabili en Norður-Írinn var valinn kylfingur ársins af golfíþróttafréttamönnum. McIlroy er efstur á heimslistanum og hann átti frábært tímabil þar sem hann vann m.a. PGA meistaramótið og lokamót Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Dubai. Golf 10. desember 2012 17:45
Tinna komst ekki áfram á lokaúrtökumótið Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, komst ekki í gegnum fyrsta stigið á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Tinna var aðeins tveimur höggum frá því að komast á lokaúrtökumótið en hún lék hringina fjóra á keppnisvellinum í Marokkó á samtals átta höggum yfir pari vallar. Og endaði hún í 49. sæti af alls 75 keppendum. Alls komust 45 kylfingar áfram á lokaúrtökumótið af þessum velli. Golf 10. desember 2012 17:00
Tom Watson gæti hugsað sér að vera fyrirliði Ryderliðsins Hinn þaulreyndi kylfingur, Tom Watson, segir að hann myndi íhuga það alvarlega að taka að sér fyrirliðastöðuna fyrir bandaríska úrvalsliðið í næstu Ryderkeppni sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi árið 2014. Watson, sem er 63 ára gamall. var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir tveimur áratugum þar sem hann landaði sigri gegn Evrópuúrvalinu sem fyrirliði. Golf 10. desember 2012 11:00
Kylfusveinar slógust í Ástralíu Kylfusveinar eru venjulega lítillátir og kurteisir á vellinum. Sjá um að halda kylfingum rólegum og eru til fyrirmyndar með sinni hegðun. Á því varð undantekning á opna ástralska mótinu. Golf 8. desember 2012 22:00
Tinna lék fyrsta hringinn á 74 höggum í Marokkó Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hóf í gær leik í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna 2013. Spilað er í bænum Marrakech í Marokkó. Tinna lék hringinn í gær á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari vallar. 154 keppendur eru skráðir til leiks og er leikið í tveimu riðlum, A og B, og eru 77 í hvorum riðli. Golf 7. desember 2012 11:28
Tom Watson telur að golfið eigi ekkert erindi á ÓL Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn. Golf 5. desember 2012 23:00
Rory McIlroy PGA kylfingur ársins í fyrsta sinn á ferlinum Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. Golf 5. desember 2012 09:15
Afreks - og boðshópar GSÍ tilkynntir Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið í afreks-og boðhópa GSÍ (A og B), að baki valinu liggja viðmiðunarreglur afreksstefnu GSÍ. Afrekshópur A er skipaður þeim kylfingum sem sýndu hvað bestan árangur í sínum flokkum á seinasta tímabili og í boðshópi (B) verða kylfingar sem ekki skipa Team Iceland eða A hóp en falla þó undir viðmiðunarreglu. Í kringum áramót verða svo 2-6 kylfingar valdir úr A hópi til að skipa Team Iceland hópinn Golf 4. desember 2012 14:00
Api, fugl og nashyrningur stríddu kylfingum í Suður-Afríku | Myndband Óhætt er að segja að dýralífið í Suður-Afríku hafi fengið alheimsauglýsingu þegar Nedbank-Challenge mótið í golfi fór fram um helgina. Golf 2. desember 2012 22:45
Kaymer vann Nedbanks golfmótið í Suður-Afríku Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann. Golf 2. desember 2012 14:29
Kaymer og Schwartzel jafnir fyrir síðustu níu holurnar Þjóðverjinn Martin Kaymer og Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel eru efstir og jafnir á Nedbank Challenge mótinu í golfi þegar níu holur eru óspilaðar. Golf 2. desember 2012 12:17
Paul Lawrie fataðist flugið | Kaymer í forystu Þjóðverjinn Martin Kaymer hefur eins höggs forystu að loknum þremur hringjum á Nedbank Challenge mótinu sem fram fer í Sun City í Suður-Afríku. Golf 1. desember 2012 15:15
Lawrie flottur á seinni níu og er með forystuna í Suður-Afríku Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna. Golf 30. nóvember 2012 18:20
Watney efstur að loknum fyrsta hring á boðsmóti Tiger Woods Bandaríkjamaðurinn Nick Watney hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta hring á Tiger Woods Wold Challenge mótinu. Leikið er á Sherwood-vellinum í Kaliforníu. Golf 30. nóvember 2012 16:30
Einfætti kylfingurinn | myndband Manuel de los Santos er enginn venjulegur kylfingur. Þrátt að vera með aðeins einn fótlegg hefur honum tekist að ná ótrúlegum tökum á golfíþróttinni. Hann er kominn með þrjá í forgjöf og slær hátt í 300 metra upphafshögg. Golf 30. nóvember 2012 07:00
Takmarkanir settar við notkun á löngum pútterum Á undanförnum fimm risamótum í golfi hafa þrír sigurvegarar notað umdeilda púttera sem eru með lengra skafti en hefðbundnir pútterar. Svokallaðir "magapútterar“ hafa notið meiri vinsælda en áður en með slíkum pútterum geta kylfingar nýtt sér líkama sinn til þess að ná meiri stöðugleika á flötunum. Æðstu yfirvöld golfíþróttarinnar í Skotlandi og Bandaríkjunum hafa lagt til að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að láta hluta púttersins koma við líkamann á meðan þeir pútta. Golf 29. nóvember 2012 10:15
Rory McIlroy vann í Dubai Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar á árinu í Dubai í dag. Golf 25. nóvember 2012 21:00
John Daly kastaði pútternum út í skóg John Daly er einn þekktasti kylfingur heims en hann þarf að stóla á að fá boð frá styrktaraðilum til þess að komast inn á PGA mótin í Bandaríkjunum og hann hefur reynt fyrir sér á Evrópumótaröðinni. Daly var langt frá sínu besta á opna Hong Kong meistaramótinu sem lauk um helgina. Þar missti hann stjórn á skapi sínu þar sem hann kastaði pútternum sínum út í skóg. Golf 19. nóvember 2012 23:30
Jimenez elsti sigurvegari í sögu Evrópumótaraðarinnar Spánverjinn Miguel Angel Jimenez vann í dag sigur á Hong Kong Open mótinu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Jimenez er elsti kylfingurinn til þess að vinna sigur á mótaröðinni. Golf 18. nóvember 2012 19:30
Birgir Leifur á litla sem enga möguleika Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG á afar litla möguleika á því að komast áfram á þriðja stig úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina eftir að hann lék þriðja hringinn í Flórída á 70 höggum í dag. Birgir Leifur er í 67. sæti fyrir lokadaginn en tuttugu efstu kylfingarnir komast áfram. Golf 15. nóvember 2012 22:42
Birgir Leifur í erfiðri stöðu á úrtökumótinu í Flórída Birgir Leifur Hafþórsson er í erfiðri stöðu þegar keppni er hálfnuð á öðru stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 73 höggum í gær á Plantation Preserve vellinum í Flórída eða 2 höggum yfir pari vallar. Golf 15. nóvember 2012 09:19
Rory fær öll stærstu verðlaunin Norður-Írinn Rory McIlroy sópar upp verðlaunum þessa dagana. Hann hefur nú verið útnefndur besti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni og fékk einnig Vardon-bikarinn sem er veittur þeim kylfingi sem nær lægsta meðalskorinu á PGA-mótaröðinni. Golf 14. nóvember 2012 13:30
Birgir Leifur höggi betri en Parnevik á úrtökumóti fyrir PGA Birgir Leifur Hafþórsson hóf keppni á öðru stigi á úrtökumóti fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir, sem leikur fyrir GKG, lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari á Plantation Preserve vellinum í Flórída. Golf 14. nóvember 2012 11:06