Með stjörnur í útilínunni og sakamann í þjálfarastólnum Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög auðvelt með að telja upp styrkleika Ferencváros sem er andstæðingur Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Handbolti 25. október 2022 14:01
Lovísa Thompson dregur sig úr landsliðshópnum Breytingar hafa orðið á leikmannahópnum sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi fyrir komandi leiki Ísland í forkeppni HM 2023. Handbolti 25. október 2022 13:31
Snorri Steinn: Spennandi að sjá hvort okkar leikstíll virki á þessu sviði Það er stórt kvöld fram undan fyrir Íslandsmeistara Vals þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Ferencváros í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Handbolti 25. október 2022 12:30
Rúnar Júl skoraði síðast þegar Ferencváros kom til Íslands Valur mætir Ferencváros í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungverska liðið kemur til Íslands en síðast þegar það gerðist skoraði einn mesti töffari Íslandssögunnar gegn því. Handbolti 25. október 2022 11:31
Karen Knúts ætlaði alltaf að spila í vetur en „Toggi tók mig úr umferð“ Karen Knútsdóttir hefur farið á kostum inn á handboltavellinum undanfarin ár og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hún spilar ekki með Fram í vetur. Handbolti 25. október 2022 11:00
Kross 6. umferðar: Svarthvítur Hafnarfjörður og Essin þrjú á Selfossi Sjötta umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 25. október 2022 10:01
Mundi varla eftir því að hafa skorað síðustu tvö mörkin gegn Barcelona Það var þreyttur en sæll Ómar Ingi Magnússon sem ræddi við blaðamann Vísis daginn eftir að Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða í handbolta með sigri á Barcelona eftir framlengingu, 41-39. Handbolti 25. október 2022 09:01
50 sjálfboðaliðar muni koma að hverjum leik í umfangsmiklu verkefni Valsara Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, segir mikla vinnu hafa farið í undirbúning fyrir fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem fer fram annað kvöld. Valur mætir þá Ferencváros frá Ungverjalandi. Handbolti 24. október 2022 22:31
Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Handbolti 24. október 2022 14:31
FH-ingar hættir að jaskast á Agli Egill Magnússon, leikmaður FH, spilaði meiddur í upphafi tímabilsins og á endanum ákváð þjálfarateymi liðsins að segja stopp. Handbolti 24. október 2022 13:30
Karen Knúts um Theu Imani: Yfirburðarleikmaður í þessari deild Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir gang mála í fimmtu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 24. október 2022 12:01
„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. Handbolti 24. október 2022 08:31
Ágúst og Elvar öflugir í naumu tapi gegn GOG Íslendingalið Ribe Esbjerg tapaði með minnsta mun fyrir GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 23. október 2022 20:02
Ómar og Gísli allt í öllu þegar Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða Magdeburg er besta handboltalið heims annað árið í röð eftir tveggja marka sigur á Barcelona í æsispennandi framlengdum úrslitaleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag. Handbolti 23. október 2022 19:41
Viktor Gísli og félagar á toppinn í Frakklandi Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes unnu afar öruggan 11 marka sigur er liðið tók á móti Cesson Rennes-Metropole í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-24. Handbolti 23. október 2022 16:42
Elvar skoraði tvö er Melsungen komst aftur á sigurbraut | Viggó markahæstur í tapi Íslendingalið Melsungen vann langþráðan sigur er liðið tók á móti Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 21-19. Þá var Viggó Kristjánsson markahæsti maður vallarins er Leipzig tapaði gegn Füchse Berlin, 26-31. Handbolti 23. október 2022 15:49
Ýmir og félagar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ýmir og félagar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, en þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29. Handbolti 23. október 2022 13:40
Elvar Örn framlengir hjá Melsungen Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarliðið MT Melsungen. Leikmaðurinn mun því spila með liðinu til ársins 2025. Handbolti 23. október 2022 11:16
Janus fór á kostum í naumum sigri gegn meisturunum Janus Daði Smárason var allt í öllu í sóknarleik Kolstad er liðið vann nauman tveggja marka sigur gegn Noregsmeisturum Elverum í Íslendingaslag norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, 26-24. Handbolti 22. október 2022 21:33
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 25-23 | Valskonur einar á toppnum Valur er enn með fullt hús stiga eftir nauman tveggja marka sigur gegn Stjörnunni í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 25-23. Handbolti 22. október 2022 20:35
Teitur skoraði tvö í naumum sigri Flensburg Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu nauman þriggja marka sigur er liðið tók á móti Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-24. Handbolti 22. október 2022 20:15
Carlos Martin Santos: Við eigum ekki skilið svona leikhús Þjálfari Harðar frá Ísafirði, Carlos Martin Santos, var heilt yfir ánægður með sitt lið eftir tap gegn Stjörnunni í dag í Garðabænum. Hörður leiddi leikinn fyrstu 40 mínúturnar en tapaði á endanum með þriggja marka mun, 28-25. Handbolti 22. október 2022 19:10
Haukur og félagar misstu af sæti í úrslitum eftir skell gegn Barcelona Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska liðinu Vive Kielce máttu þola 11 marka tap er liðið mætti Barcelona í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta í kvöld, 39-28. Handbolti 22. október 2022 18:58
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Hörður 28-25 | Stjarnan aftur á sigurbraut Stjarnan vann sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Herði frá Ísafirði í Olís-deild karla í handbolta í dag, 28-25. Stjörnumenn höfðu ekki unnið deildarleik frá því í fyrstu umferð og var sigurinn því langþráður. Handbolti 22. október 2022 18:34
Hannes fær Sigtrygg lánaðan: „Held við séum allir að græða“ Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til Alpha Hard í Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við Vísi eftir tapið fyrir Aftureldingu, 31-26, í dag. Handbolti 22. október 2022 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 31-26 | Mosfellingar fyrstir til að vinna Eyjamenn Afturelding varð í dag fyrsta liðið til að vinna ÍBV í Olís-deild karla þegar liðin áttust við á Varmá í Mosfellsbænum. Lokatölur 31-26, Aftureldingu í vil. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Handbolti 22. október 2022 18:20
HK vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann sex marka sigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna, lokatölur 28-22. Handbolti 22. október 2022 17:39
Umfjöllun: Selfoss - Fram 27-30 | Annar sigur Framara í röð Fram vann þriggja marka sigur á Selfossi 27-30. Gestirnir komust snemma yfir og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfoss undir lokin þá hélt Fram sjó sem skilaði tveimur stigum í poka meistaranna. Handbolti 22. október 2022 17:25
Aron og félagar styrktu stöðu sína á toppnum Aron Pálmarsson og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Álaborg styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar er liðið vann þriggja marka útisigur gegn SönderjyskE í dag, 33-36. Handbolti 22. október 2022 17:18
ÍBV lagði Hauka með minnsta mun ÍBV vann nauman eins marks sigur er liðið heimsótti Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 23-24. Handbolti 22. október 2022 17:08