Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Danir opnir fyrir því að hýsa landsleiki Íslands

Forráðamenn Handknattleikssamband Íslands hafa enn sem komið er ekki rætt formlega við kollega sína í öðrum löndum um möguleikann á að hýsa hjá þeim leiki íslenskra landsliða vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Formaður danska sambandsins tekur þó vel í að hjálpa Íslendingum.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi markahæstur í sigri | Viktor og félagar í erfiðri stöðu

Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins er Magdeburg vann góðan þriggja marka útisigur gegn HBC Nantes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Á sama tíma þurftu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG að sætta sig við fimm marka tap.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Ála­borg

Aron Pálmarsson og liðsfélagar í Álaborg unnu stórsigur á Fredericia í meistaraumspili danska handboltans í dag, lokatölur 36-26.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Jóns: Ég er stoltur af strákunum

Valur tryggði sér í sæti í undanúrslitunum í úrslitakeppni karla er þeir sigruðu Fram í öðrum leik liðanna fyrr í kvöld. Valur hafði yfirhöndina nær allan leikinn en Fram átti þó góðan lokakafla. Lokatölur í Safamýrinni 31-36. Einar Jónsson var stoltur af sínum strákum eftir leik og óskaði Val innilega til hamingju með sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka

Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. 

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti

Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 

Handbolti