Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni

KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Hrannar hættir hjá Stjörnunni

Hrannar Guðmundsson, sem gert hefur góða hluti sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta í vetur, mun hætta með liðið í sumar þrátt fyrir að samningur hans hafi átt að gilda til ársins 2024.

Handbolti
Fréttamynd

Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hár­rétta manninn

Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurður eftir slæmt tap ÍBV: „Smá eins og sprungin blaðra“

„Þetta var bara vont og lélegt, smá eins og sprungin blaðra, eigum við ekki bara að orða þetta þannig. Vel gert hjá Fram. Þær eru með mikla orku og eiginlega bara slátruðu þessu frá upphafi,“ sagði Sigurður Bragason strax eftir tap ÍBV gegn Fram nú í dag. ÍBV sá aldrei til sólar í leiknum en Fram sigraði leikinn 28-19 og var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútunum.

Handbolti
Fréttamynd

Telur ekkert lið geta stöðvað ÍBV

Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís-deild karla og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var gestur í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins þar sem nýkrýndir deildar- og bikarmeistarar ÍBV voru til umræðu.

Handbolti