Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2024 23:40
Stórstjörnur í kvikmynd um fundinn í Höfða Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2024 20:42
„Ísland er í algjöru uppáhaldi hjá okkur“ „Ég er svo spennt að koma fram á Íslandi,“ segir stórstjarnan og goðsögnin Kathy Sledge, aðalsöngkona sögulegu diskósveitarinnar Sister Sledge sem stígur á stokk í Eldborg, Hörpu föstudaginn 9. ágúst næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Kathy um tónlistina, eftirminnilegasta giggið í Zaire, lífið og tilveruna. Tónlist 31. júlí 2024 07:00
Bara með bótox og biður um að vera látin í friði Bandaríska leik- og söngkonan Selena Gomez hefur kveðið niður orðróm þess efnis að hún hafi undirgengist hnífinn og farið í viðamiklar fegrunaraðgerðir. Selena tjáði sig við myndband á Tik Tok þar sem umfjöllunarefnið var útlit hennar undanfarin ár. Lífið 30. júlí 2024 14:31
Fékk yfir sig olíugusu við tökur á sjónvarpsþáttum Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston var við tökur á sjónvarpsþáttunum The Morning Show í New York-borg um helgina þegar hún fékk yfir sig gusu af olíu. Bíó og sjónvarp 29. júlí 2024 23:29
Kynnti unnustann í fyrsta sinn í París Bandaríska söngkonan Lady Gaga er trúlofuð. Þetta opinberaði hún fyrir forsætisráðherra Frakklands þar sem hún er stödd í París ásamt nýbökuðum unnusta sínum frumkvöðlinum Michael Polansky. Söngkonan tók lagið á setningarathöfn Ólympíuleikanna svo athygli vakti. Lífið 29. júlí 2024 15:00
Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. Bíó og sjónvarp 28. júlí 2024 18:12
„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra. Lífið 25. júlí 2024 13:56
Græðgi meðleikonu hafi skemmt endurkomuna Bandaríska leikkonan Mindy Cohn segir að endurkoma grínþáttana Facts of Life hafi verið í pípunum. Þau plön hafi hins vegar fokið út um gluggann vegna græðgi einnar leikkonu í hópnum. Lífið 25. júlí 2024 12:04
„Þetta var augljóslega slys“ Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða. Lífið 22. júlí 2024 16:02
Við það að landa Theron og Balta Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð vera við það að skrifa undir samning um að leika í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur er sagður ætla að leikstýra. Lífið 19. júlí 2024 11:49
Ekki saman á brúðkaupsafmælinu Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck vörðu tveggja ára brúðkaupsafmælinu sínu í sitt hvoru lagi. Þetta ýtir undir þann orðróm að sambandi þeirra sé lokið en hjónin hafa ekki sést saman í um mánuð. Lífið 19. júlí 2024 10:35
Standa enn í harðvítugum deilum átta árum eftir sambandsslitin Angelina Jolie og Brad Pitt eiga enn í harðvítugum deilum, átta árum eftir að Jolie sótti um skilnað og þremur árum eftir að skilnaðurinn gekk í gegn. Lífið 18. júlí 2024 12:24
Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskipti erlent 17. júlí 2024 15:44
Gísli Pálmi í fótbolta með Barry Keoghan Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum. Lífið 17. júlí 2024 13:54
Fékk hjálp úr óvæntri átt í miðjum skilnaði Leikkonan Natalie Portman skildi við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied í mars á þessu ári. Hún segir að tónlistar- og athafnakonan Rihanna hafi hjálpað henni í skilnaðinum þegar þær hittust í upphafi árs. Lífið 16. júlí 2024 12:06
Lengi lifir í gömlum glæðum Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er. Lífið 16. júlí 2024 09:52
Tobey Maguire er á landinu Bandaríski stórleikarinn Toby Maguire er á landinu. Samkvæmt heimildum Vísis spókaði hann sig í sólinni í miðborginni síðdegis í dag og tók myndir með aðdáendum. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2024 18:13
Richard Simmons látinn Bandaríski líkamsræktarfrömuðurinn Richard Simmons er látinn, 76 ára að aldri. Lífið 14. júlí 2024 22:22
Shannen Doherty látin Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri. Lífið 14. júlí 2024 13:23
Jennifer Lopez og Ben Affleck selja glæsihöllina Hollywood-hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa sett glæsihöll sína í Beverly Hills á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 68 milljónir dollara eða um níu milljarðar íslenskra króna. Lífið 12. júlí 2024 11:48
Shelley Duvall látin Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall. Lífið 11. júlí 2024 15:43
Gítarleikari Chili Peppers kærður fyrir að verða manni að bana Josh Klinghoffer, fyrrverandi gítarleikari bandarísku rokkhljómsvetiarinnar Red Hot Chili Peppers, hefur verið kærður fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og valda honum dauða. Erlent 11. júlí 2024 08:04
Réttarhöld hafin yfir Alec Baldwin Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Erlent 11. júlí 2024 07:48
Margot Robbie ólétt Ástralska leikkonan Margot Robbie á von á sínu fyrsta barni með kvikmyndagerðarmanninum Tom Ackerley. Lífið 7. júlí 2024 21:26
Jon Landau er látinn Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2024 10:46
Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2024 23:25
Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr. Tónlist 2. júlí 2024 07:00
Cara í kossaflensi á Glastonbury Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Lífið 1. júlí 2024 12:48
Leyfir bumbunni að njóta sín á meðgöngunni Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart. Tíska og hönnun 26. júní 2024 14:00