Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða

Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hafa náð Kherson á sitt vald

Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir.

Erlent
Fréttamynd

Syngja fyrir Úkraínu

Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti

Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar.

Innlent
Fréttamynd

Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni

Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks

Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 

Innlent
Fréttamynd

Versti dagur stríðsins hingað til

Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 

Erlent
Fréttamynd

Ál- og gasverð í hæstu hæðum

Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blaðamannafélagið safnar fyrir úkraínska blaðamenn

Blaðamannafélag Íslands hefur hafið fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mikilvægi fjölmiðla á stríðstímum sé óumdeilt og blaðamenn í Úkraínu þurfi aðstoð til að geta stuðlað að öryggi sínu á meðan þeir miðli til umheimsins fréttum af ástandinu í kjölfar innrásar Rússa. 

Erlent
Fréttamynd

Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa

Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur.  

Erlent
Fréttamynd

Er­lendum ríkis­borgurum meinað að flýja Úkraínu

Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínu­menn á Ís­landi

Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar.

Skoðun
Fréttamynd

Tvísýnt er um útflutning á íslenskri sjávarútvegstækni til Rússlands

Íslensk tæknifyrirtæki, sem sérhæfa sig í sjávarútvegi og hafa landað verðmætum samningum við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki um aðkomu að nýsmíði fiskveiðiskipa, geta hvorki sent tæknibúnað til Rússlands né átt von á greiðslu fyrir búnaðinn. Þetta segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine.

Innherji
Fréttamynd

Á Kúbu ríkir ein­ræðis­stjórn og harð­ræði

Virðing fyrir öðru fólki, ást og góðvild er hluti af mannlífinu, í þessum heimi. Við lifum og mun lifa fyrir hið sameiginlega góða, þetta eru leiðir til að haga sér sem manneskjur. Að elska náunga okkar, að ljúga ekki, drepa ekki, lifa með umburðarlyndi og samúðar að leiðarljósi. Þetta hljóta að vera gildi lýðræðis samfélagsins í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu

Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Það gilda lög í stríði

Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu.

Skoðun