Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Dream Team eða Redeem Team?

Lögmál leiksins, umfjöllunarþáttur Stöðvar 2 um NBA deildina, var sundurklofinn eftir rökræður um landslið Bandaríkjanna í körfubolta árin 1992 og 2012. Hreinstefnusinnarnir Kjartan Atli og Tómas Steindórsson létu ekki af sannfæringu sinni gegn módernistunum Sigurði Orra og Herði Unnsteinssyni. 

Körfubolti
Fréttamynd

Lore: „Tilfinningin er frá­bær“

Þór frá Akureyri er á leiðinni í bikarúrslit eftir að hafa lagt Grindavík 79-75 í undanúrslitum þar sem frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Lore Devos var stigahæst allra á vellinum með 32 stig og leiddi sínar konur í gegnum þrautagönguna sem körfuboltaleikur getur verið.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin og Anna María eignuðust dreng

Martin Hermannsson landsliðsmaður í körfubolta og Anna María Bjarnadóttir eignuðust dreng á dögunum. Um er að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau soninn Manúel fimm ára.

Lífið
Fréttamynd

„Hann er ansi dýr vatns­beri“

Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla hafa verið í vandræðum og eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir framlag Bandaríkjamannsins Jacob Calloway í síðustu leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld

Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, myndir og við­töl: Grinda­vík - Valur 98-67 | Grind­víkingar rassskelltu toppliðið

Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum.

Körfubolti