Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ó­vænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus

    Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Salah setti met í sigri Liverpool

    Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Hann er klár­lega magnaður þjálfari“

    Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn

    Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Öruggt hjá Skyttunum

    Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þægi­legt í Slóvakíu

    Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chiesa ekki með gegn Ítölunum

    Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spilar ekki gegn Arsenal eftir há­vaða­rif­rildi

    Ousmane Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með í för þegar liðið mætir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í Lundúnum annað kvöld. Um er að kenna ósætti milli hans og Luis Enrique, þjálfara franska liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mbappé úr leik næstu vikurnar

    Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé mun ekki geta látið ljós sitt skína með Evrópumeisturum Real Madrid næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ein besta mark­varsla sem ég hef séð“

    Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atlético lagði sprækt lið Leipzig

    Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga

    Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo

    Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sparkað eftir tapið rosa­lega gegn Bayern

    Þjálfarinn Sergej Jakirovic fékk bara að stýra Dinamo Zagreb í einum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur því hann var rekinn eftir 9-2 tapið gegn Bayern München á þriðjudaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fannst stemningin á Etihad stein­dauð

    Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City.

    Fótbolti