Ellen opnar sig um missinn Ellen DeGeneres tjáir sig í hjartnæmu myndbandi um fráfall tWitch sem lést fyrir örfáum dögum. Hún segir mikilvægast að heiðra minningu hans með því að dansa og syngja, þó að það virðist ómögulegt. Lífið 23. desember 2022 21:45
„Alltaf upp á líf og dauða“ Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram. Tónlist 23. desember 2022 20:59
Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Þorláksmessa er runninn upp og jólin eru bókstaflega handan við hornið. Af því tilefni verður lag dagsins með örlitlu breyttu sniði, en ekki er um eitt lag að ræða heldur heila tónleika. Jól 23. desember 2022 07:00
KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. Menning 23. desember 2022 06:00
Ljóst hvað dró Charlbi Dean til dauða Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean, sem birtist meðal annars í stórmyndinni Triangle of Sadness lést skyndilega í ágúst, 32 ára að aldri. Krufning hefur nú leitt í ljós hvað það var sem dró leikkonuna til dauða. Lífið 22. desember 2022 19:00
Nágrannar snúa aftur á Stöð 2 árið 2023 Þau sögulegu tíðindi urðu í gær að Nágrannar kvöddu sjónvarpsáhorfendur Stöðvar 2. Ástralska sjónvarpsþáttaröðin hefur verið á dagskrá sjónvarps í 37 ár og stefndi í að þáttaröðin myndi kveðja fyrir fullt og allt. Ekki varð af því, sem betur fer fyrir dygga aðdáendur. Lífið 22. desember 2022 15:26
Hugljúfur flutningur Klöru í Sundhöll Hafnarfjarðar Tónlistarkonan Klara Elias hélt tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Henni fannst hljómburðurinn í húsinu svo fallegur að hún ákvað að taka upp „live“ flutning á nýja jólalaginu sínu Desember. Lífið 22. desember 2022 11:31
Sagður ætla að selja réttinn fyrir 200 milljónir dala Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er sagður ætla að bætast í hóp tónlistarmanna á borð við Bruce Springsteen, Bob Dylan og Stevie Nicks, sem hafa á síðustu árum selt réttinn á tónlist sinni til fyrirtækja. Viðskipti erlent 22. desember 2022 07:43
Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Það er óumflýjanleg staðreynd að Jóhanna Guðrún er ein allra færasta söngkona landsins og þótt víðar væri leitað. Hér er hún með gæsahúðarflutning á laginu Vetrarsól á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2016. Jól 22. desember 2022 07:00
Jólalag krakkanna í Mýró er ávísun á gæsahúð og notalega stund Það eru ekki bara Friðrik Ómar, GDRN og Sigga Beinteins sem sendu frá sér jólalag þetta árið. Krakkar í 5. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sendu frá sér glænýtt jólalag ásamt tónlistarmyndbandi. Lífið 21. desember 2022 21:00
Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Bíó og sjónvarp 21. desember 2022 20:32
Uppáhalds lög Unnar Eggerts frá árinu: „Sjálfsástar víbrur“ Leikkonan, söngkonan og lífskúnstnerinn Unnur Eggertsdóttir er ánægð með tónlistarárið sem er senn að líða. Hún ræddi við Lífið á Vísi um sín uppáhalds lög frá árinu 2022. Tónlist 21. desember 2022 20:01
Leikstjóri Flash Gordon fallinn frá Breski leikstjórinn og handritshöfundurinn Mike Hodges, er látinn, níræður að aldri. Hodges er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Flash Gordon og Get Carter. Bíó og sjónvarp 21. desember 2022 12:04
Baggalútur og GDRN með nýtt jólalag: „Mátulega passív–agressíf“ Hljómsveitin Baggalútur og söngkonan GDRN voru að senda frá sér tónlistarmyndband við splunkunýtt lag sem þau frumfluttu á jólatónleikum Baggalúts í ár. Lagið ber heitið Myrra en blaðamaður heyrði í Braga Valdimar og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 21. desember 2022 11:31
Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 21. desember 2022 10:01
Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Eftir þunga daga undanfarið teljum við þörf á því að létta lund landans. Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er líklega ekki það jólalegasta né hátíðlegasta, en það gleður. Það ætti í það minnsta að gleðja alla í kringum fimm ára aldurinn og vonandi fleiri. Jól 21. desember 2022 07:01
Lög ársins 2022 að mati Loga Pedro Frumlegheit og fjölbreytni réðu ríkjum í tónlistarheiminum árið 2022 ef marka má ýmsa álitsgjafa sem Lífið á Vísi hefur rætt við. Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro er meðal þeirra en hér fyrir neðan deilir hann því sem honum fannst standa upp úr í tónlistinni frá árinu sem er að líða. Tónlist 20. desember 2022 20:01
Segir eina vinsælustu jólamynd í heimi vera „barn síns tíma“ Þær eru ófáar jólamyndirnar sem fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Ástarsérfræðingurinn Brynhildur Björnsdóttir mætti í Bítið í morgun og ræddi um ástina, jólin og kvikmyndirnar sem tengja þessi tvö fyrirbæri saman. Jól 20. desember 2022 16:31
„Kærustuparasæti“ í nýjum lúxusbíósal Kringlunnar Í nýjum lúxusbíósal Kringlunnar verða í boði svokölluð „kærustuparasæti“ þar sem tveir geta setið saman og notið myndarinnar. Framkvæmdastjóri SamFilm segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk fari að gera vel hvort að öðru í sætunum. Viðskipti innlent 20. desember 2022 15:21
Matargerð og myndlist í eina sæng Listakonurnar Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir opna sýninguna „Leiðarvísir augnablika“ á veitingastaðnum Sumac í dag. Verkin verða varanlegur hluti af veitingastaðnum og eru unnin undir áhrifum matargerðar Þráins Freys Vigfússonar, yfirkokks á Sumac og ÓX. Menning 20. desember 2022 13:31
„Það eru engin jól án tónlistar“ „Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld. Lífið 20. desember 2022 13:09
„Hræðileg kvöð að þurfa að gera eitthvað magnað“ „Það gefur mér mest að lesa, þaðan sæki ég gjarnan innblástur,“ segir rithöfundurinn og sviðslistakonan Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sem var að senda frá sér ljóðabókina Urðarflétta. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar. Menning 20. desember 2022 12:31
Síðasti Bóksölulistinn fyrir jól Nú æsast heldur betur leikar í bóksölunni. Hér getur að líta síðasta Bóksölulistann sem birtist fyrir þessi jólin en jólabókaflóðið er nú að nálgast hápunkt sinn. Að mati sérfræðings Vísis í bóksölu, Bryndísar Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, liggur fyrir að hinn svokallaði Svarti foli þetta árið, sá sem kemur helst á óvart, er sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir. Menning 20. desember 2022 12:06
Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 20. desember 2022 11:31
Cruise stökk fram af fjalli á mótorhjóli Leikarinn víðfrægi, Tom Cruise, hefur lengi verið þekktur fyrir að gera eigin áhættuatriði í kvikmyndum sínum og þá sérstaklega í Mission Impossible myndunum. Í þeim myndum hefur hann meðal annars klifrað utan á hæstu byggingu heims og sveiflað sér á milli háhýsa. Bíó og sjónvarp 20. desember 2022 11:15
Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008 Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið. Neytendur 20. desember 2022 11:12
Forsprakki The Specials er látinn Breski söngvarinn Terry Hall, forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, er látinn, 63 ára að aldri. Tónlist 20. desember 2022 07:37
Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað. Jól 20. desember 2022 07:00
KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. Menning 20. desember 2022 06:01
„Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“ Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti. Menning 19. desember 2022 22:00