Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður Leikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður að eigin sögn. Möguleiki er á að leikararnir eigi sama föður. Harrelson hefur nefnt að hann vilji fara í DNA-próf en málið er ögn flóknara fyrir McConaughey. Lífið 20. apríl 2023 12:36
Áföll erfast: Taugaáfallið kom út með líkamlegum viðbrögðum Leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir stendur um þessar mundir á sviðinu í Tjarnarbíói þar sem hún flytur einleikinn, „Hvað ef sósan klikkar?". Verkið byggir hún á eigin áföllum en hún skrifaði handritið sjálf ásamt því að leikstýra sýningunni. Menning 20. apríl 2023 11:01
Ganverskur rappari stefnir Drake Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins. Lífið 20. apríl 2023 10:15
Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan. Tónlist 20. apríl 2023 09:00
K-pop söngvarinn Moonbin látinn K-pop stjarnan Moonbin er látin, 25 ára að aldri. Var hann einn meðlima vinsælu hljómsveitarinnar Astro en hafði síðustu misseri unnið að sólóferli sínum ásamt einum öðrum meðlimi úr sveitinni. Lífið 20. apríl 2023 07:29
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. Atvinnulíf 20. apríl 2023 07:02
Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. Innlent 19. apríl 2023 23:18
„Hefur þetta je ne sais quoi sem þú þarft til þess að vinna Eurovision“ Íslenskir ofuraðdáendur Eurovision söngvakeppninnar í FÁSES eru hrifnari af finnska framlaginu í ár og möguleikum þess í keppninni heldur en því sænska. FÁSES kvaddi Diljá Pétursdóttur í gær á Kex Hostel og formaðurinn hefur fulla trú á góðu gengi Íslands. Lífið 19. apríl 2023 22:21
Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið. Innlent 19. apríl 2023 21:29
Eurovision draumur sem breyttist í martröð: „Leið eins og ég hefði brugðist öllum“ Söngkonuna Maríu Ólafsdóttur hafði alla tíð dreymt um að keppa í Eurovision. Þegar sá draumur rættist árið 2015 breyttist draumurinn þó fljótt í hreina martröð. Átta árum síðar er María enn að vinna úr áfallinu og vekur hún athygli á því hve djúpstæð áhrif neikvæð orðræða á netinu getur haft á einstaklinga. Lífið 19. apríl 2023 21:03
Pétur Gautur er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023 Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023. Pétur Gautur hefur unnið af krafti að list sinni síðan hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Portinu í Hafnarfirði árið 1993. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins. Menning 19. apríl 2023 19:21
Hús íslenskunnar heitir Edda Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019. Innlent 19. apríl 2023 17:23
Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu. Innlent 19. apríl 2023 16:01
Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári. Innlent 19. apríl 2023 12:00
Aron Can birti fyrstu feðgamyndina Tónlistarmaðurinn Aron Can birti fyrstu myndina af sér og frumburðinum á samfélagsmiðlum. Lífið 19. apríl 2023 10:27
Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkniefnum Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni. Tónlist 19. apríl 2023 07:46
Hugmynd sem kviknaði eftir pílagrímsferð til New York „Mig langaði að gera þeirri tónlist sem ég hef samið á undanförnum árum góð skil,“ segir píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson, sem stendur fyrir fjögurra kvölda tónleikaseríu í Mengi og hefst hún á fimmtudagskvöld. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Jóhanni. Tónlist 19. apríl 2023 07:00
Myndaveisla: Júlía Margrét frumsýndi Guð leitar að Salóme Rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir frumsýndi verk sitt Guð leitar að Salóme á Sögulofti Landnámssetursins á laugardaginn. Lífið 18. apríl 2023 12:00
Mischa Barton til liðs við Nágranna Hollywood- og OC-stjarnan Mischa Barton mun ganga til liðs við leikarahóp áströlsku sápuóperunnar Nágranna sem hefja göngu sína að nýju síðar á árinu. Bíó og sjónvarp 18. apríl 2023 07:57
Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Innlent 17. apríl 2023 21:16
Lagahöfundur Snjókorn falla er látinn Skoski lagahöfundurinn Bob Heatlie er látinn, 76 ára að aldri. Hann samdi fjölda laga og stefja fyrir hina ýmsu tónlistarmenn og sjónvarpsþætti. Lífið 17. apríl 2023 16:59
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Tónlist 17. apríl 2023 16:27
Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. Menning 17. apríl 2023 14:51
Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna afurðina Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins. Innlent 17. apríl 2023 14:24
Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Lífið 17. apríl 2023 11:25
Sökker fyrir strengjum og pylsum Gígja Marín Þorsteinsdóttir úr Hveragerði er fjórði flytjandinn sem er kynntur til sögunnar í Skúrnum. Lífið samstarf 17. apríl 2023 09:43
Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 17. apríl 2023 07:00
Heldur minningu systur sinnar lifandi með einstakri sýningu Verk sem listamaðurinn Tóta van Helzing náði aldrei að klára eru á meðal þess sem nú eru til sýnis á nýopnaðri listasýningu í Gufunesi. Tóta lést fyrir rétt rúmu ári en list hennar lifir áfram með sýningunni. Tíska og hönnun 16. apríl 2023 21:52
Allir styrkirnir í RÚV-verkefni Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Innlent 16. apríl 2023 15:01
„Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. Lífið 16. apríl 2023 07:00