

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla í fótbolta.
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Annáll þar sem farið er yfir fótboltaárið 2019 hjá körlunum verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld.
Björn Einarsson og Kristinn Kjærnested eru í forsvari hjá liðunum sem unnu stóru titlana í fótboltanum í sumar. Þeir eru líka vinnufélagar.
Víkingur vann um helgina bikarmeistaratitilinn í annað sinn og batt félagið um leið enda á 28 ára bið eftir titli. Þessi var sá stærsti á ferlinum, segir fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen, sem vann fimmta bikarmeistaratitil sinn um helgina.
Davíð Örn Atlason hefur nú orðið bikarmeistari líkt og eldri systkini sín.
Markvörðurinn Þórður Ingason var eðlilega mjög sáttur eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikars karla en hann var að vinna sinn fyrsta titil í þriðju tilraun.
Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum.
Óttar Magnús Karlsson var í sæluvímu eftir leik er hann ræddi við Vísi en hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þegar Víkingur lagði FH með einu marki gegn engu
Fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen var hrærður í viðtali eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjókurbikarsins en er þetta í fyrsta sinn í 48 ár sem Víkingur landar bikarmeistaratitli í knattspyrnu.
Nærri hálfrar aldar bið Víkings eftir bikarmeistaratitli lauk í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var eðlilega mjög sáttur með sigur liðsins í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu í dag en hann ætlar sér stærri hluti á komandi misserum.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var vægast sagt ósáttur við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk er FH tapaði 1-0 fyrir Víking í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings.
Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971.
Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971.
FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag.
Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun.
Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn.
Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00.
FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum.
Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn.
Blikinn Elfar Freyr Helgason missir af næstu þremur bikarleikjum sem lið hans spila.
Hinn goðsagnakenndi Valli Reynis reif sig úr að ofan þegar bikarmeistararnir nýkrýndu komu á Selfoss.
Selfoss varð Mjólkurbikarmeistari eftir sigur á KR, 2-1.
Selfoss varð Mjólkurbikarmeistari eftir sigur á KR, 2-1, á Laugardalsvellinum í kvöld.
Selfoss er bikarmeistari árið 2019 eftir sigur á KR, 2-1.
Fyrirliðinn var eðlilega í stuði í leikslok eftir að Selfoss hafi tryggt sér Mjólkurbikar kvenna 2019.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði stórkostlegt mark í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.
Alfreð Elías Jóhannsson er sá fyrsti sem stýrir fótboltaliði frá Selfossi til stórs titils.
Jóhannes Karl Sigursteinsson getur fært KR titil á sínu fyrsta tímabili með félagið þegar KR mætir Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun, laugardag.