Arenas missir af úrslitakeppninni Nú hefur verið staðfest að Gilbert Arenas, leikmaður Washingto Wizards, muni missa af úrslitakeppninni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í nótt. Arenas verður frá keppni í 2-3 mánuði, en aðeins nokkrir dagar eru síðan annar stjörnuleikmaður, Caron Butler, meiddist hjá liðinu og verður tæplega með í úrslitakeppninni. Körfubolti 5. apríl 2007 17:23
Gilbert Arenas meiddur Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Washington tapaði annan daginn í röð fyrir Charlotte og varð fyrir enn einu áfallinu þegar Gilbert Arenas tognaði á hné og verður hann líklega frá keppni í nokkrar vikur vegna þessa. Þá vann Chicago þýðingarmikinn sigur á Detroit á útivelli. Körfubolti 5. apríl 2007 13:21
Dallas lagði Sacramento án Dirk Nowitzki Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, en nú er farið að styttast í að úrslitakeppnin hefjist og línur farnar að skýrast með uppröðun liða í Austur- og Vesturdeildinni. Körfubolti 4. apríl 2007 11:34
Memphis - Phoenix í beinni á miðnætti Leikur Memphis Grizzlies og Phoenix Suns verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í kvöld. Hér er á ferðinni leikur tveggja sókndjarfra liða sem þó eru á mjög ólíkum stað í deildinni. Phoenix hefur unnið 55 leiki og tapað 18 en Memphis er í neðsta sæti Vesturdeildarinnar með aðeins 19 sigra og 56 töp. Körfubolti 3. apríl 2007 20:16
Jackson flaug inn í heiðurshöllina Þjálfarinn Phil Jackson hjá LA Lakers var í dag tekinn inn í heiðurshöllina í NBA deildinni. Hann vann sex meistaratitla með Chicago Bulls á tíunda áratug síðustu aldar og aðra þrjá með liði LA Lakers í byrjun aldarinnar. Aldrei var spurning hvort Jackson færi inn í heiðurshöllina heldur aðeins hvenær og hann hefur nú fengið þar sæti á fyrsta árinu sem hann kom til greina. Körfubolti 2. apríl 2007 22:20
Sagði Steve Nash hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var mjög sáttur með sigurinn á Dallas í NBA deildinni í gær. Dagurinn endaði því á mun betri nótum en hann byrjaði, því eigandi liðsins lét hann hlaupa apríl. Körfubolti 2. apríl 2007 12:43
Phoenix skellti Dallas Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af voru þrír stórleikir á dagskrá. Phoenix jafnaði einvígið við Dallas í deildarkeppninni með 126-104 sigri á heimavelli. Utah vann afar mikilvægan útisigur á Houston og Detroit lagði Miami í uppgjöri risanna í Austurdeildinni. Körfubolti 2. apríl 2007 11:59
Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Körfubolti 1. apríl 2007 14:10
Enn skorar Kobe yfir 50 stig Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Körfubolti 31. mars 2007 11:11
Bulls tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-deildarkeppninni í körfuknattleik með naumum sigri á Detroit, 83-81. Kirk Hinrich, leikmaður Bulls, tryggði liðinu sínu sigur með því að hitta úr tveimur vítaskotum af þremur þegar innan við þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Körfubolti 30. mars 2007 09:40
Longoria stolt af rappi bónda síns (Myndband) Leikkonan Eva Longoria segist mjög stolt af frammistöðu bónda síns á nýútkominni rappplötu hans Balance-toi ("Hreyfðu þig"). Eiginmaður hennar er franski leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio Spurs. Aðþrengda eiginkonan leikur í myndbandi sem gefið hefur verið út við lag af plötunni. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá og heyra afraksturinn. Körfubolti 29. mars 2007 20:04
Sextíu sigrar hjá Dallas Dallas vann í nótt 60. leik sinn í NBA deildinni þegar liðið skellti Milwaukee 105-103 á heimavelli sínum. Utah Jazz tryggði sér fyrsta deildarmeistaratitil félagsins síðan um aldarmótin með sigri á Minnesota. Körfubolti 29. mars 2007 11:42
Lakers tapaði fyrir neðsta liðinu Fjórir leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann 21. leikinn í röð gegn New Orleans. Cleveland tryggði sér sæti í úrslitakeppninni og LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir neðsta liði deildarinnar. Körfubolti 28. mars 2007 11:49
New Orleans - Dallas í beinni á miðnætti Leikur New Orleans Hornets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar og hefur árangur liðsins í deildarkeppninni í vetur verið einstakur. Liðið getur í kvöld unnið sjötta útileikinn í röð á keppnisferðalagi sínu og leitast einnig við að vinna 21. leikinn í röð á Hornets. Dallas tapaði síðast fyrir Hornets árið 1999 þegar liðið var í Charlotte. Körfubolti 27. mars 2007 17:30
Boozer fór á kostum í sigri Utah Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Körfubolti 27. mars 2007 04:53
Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. Körfubolti 27. mars 2007 04:28
Artest að gefast upp? Ron Artest, hinn skrautlegri framherji Sacramento í NBA-deildinni, er sagður vera að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna að loknu núverandi tímabili. Ástæðan, að því er fjölmiðlar í Bandaríkjunum halda fram, er sú að hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Körfubolti 26. mars 2007 20:00
Tímabilið búið hjá Ray Allen Ray Allen mun ekki spila meira með liði sínu Seattle Supersonics í NBA-deildinni á tímabilinu en leikmaðurinn hefur ákveðið að bíða ekki lengur með að gangast undir óumflýjanlega aðgerð á ökkla. Allen hefur spilað sárþjáður í síðustu leikjum liðsins. Körfubolti 26. mars 2007 15:15
Kobe skoraði ekki yfir 50 stig Kobe Bryant mistókst að skora yfir 50 stig fjórða leikinn í röð, en náði engu að síður að setja niður 43 stig þegar LA Lakers bar sigurorð af Golden State, 115-113, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru níu leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 26. mars 2007 10:06
Miami missti niður 19 stiga forystu Philadelphia sýndi mikinn karakter í leik liðsins gegn Miami í nótt með því að vinna upp 19 stiga forskot meistaranna í síðari hálfleik og uppskera að lokum öruggan sigur, 93-85. Þetta var 10 sigur Philadelphia í síðustu 14 leikjum, en jafnframt þriðja tap Miami í síðustu fjórum leikjum. Körfubolti 25. mars 2007 12:01
Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Körfubolti 24. mars 2007 11:06
Yfir 50 stig þrjá leiki í röð Kobe Bryant skoraði 60 stig í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers sigraði Memphis 121-119. Kobe komst þar með í metabækurnar því þetta var þriðji leikurinn í röð sem hann skorar yfir 50 stig. Hann er aðeins fjórði körfuboltakappinn sem skorar meira en 50 stig þrjá leiki í röð. Hinir þrír eru Wilt Chamberlain, Elgin Baylor og Michael Jordan. Körfubolti 23. mars 2007 08:51
Houston - Detroit í beinni í nótt Viðureign Houston Rockets og Detroit Pistons verður sýnd beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld klukkan hálf eitt. Þetta er kjörin upphitun fyrir leik San Antonio og Detroit sem sýndur verður beint á Sýn á miðnætti annað kvöld. Körfubolti 22. mars 2007 19:22
Dapur leiktíð hjá Milwaukee Lið Milwaukee Bucks hefur valdið miklum vonbrigðum í NBA deildinni í vetur. Meiðsli hafa þar sett stórt strik í reikninginn og í gær varð ljóst að tveir af lykilmönnum liðsins munu ekki spila meira með liðinu það sem eftir er leiktíðar. Körfubolti 22. mars 2007 16:15
Enn vinnur Dallas Dallas sigraði Cleveland 98-90 í Cleveland í gærkvöldi í NBA körfuboltanum. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig en hann hitti illa í leiknum. Jason Terry skoraði 21 stig í 56. sigurleik Dallas. LeBron James var langstigahæstur hjá Cleveland með 31 stig. Körfubolti 22. mars 2007 08:31
Toronto - Orlando í beinni í kvöld Leikur Toronto Raptors og Orlando Magic í NBA deildinni verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 23:00 í kvöld. Hér er á ferðinni athyglisverður slagur í Austurdeildinni þar sem tveir af bestu stóru mönnunum í deildinni kljást - þeir Chris Bosh og Dwight Howard. Körfubolti 21. mars 2007 20:20
Bargnani fékk botnlangakast Ítalski framherjinn Andrea Bargnani hjá Toronto Raptors fékk botnlangakast í nótt og var fluttur á sjúkrahús. Botnlanginn var tekinn úr honum og er hann nú á batavegi. Bargnani er 21 árs gamall og var tekinn númer eitt í nýliðavalinu í NBA síðasta sumar. Hann er almennt talinn eiga góða möguleika á að verða valinn nýliði ársins og skorar 11 stig og hirðir 4 fráköst. Ekki er vitað hvenær leikmaðurinn getur byrjað að æfa á ný. Körfubolti 21. mars 2007 16:35
Treyja Kobe Bryant nú vinsælust í Kína Kobe Bryant á nú vinsælustu keppnistreyju allra leikmanna í NBA deildinni í Kína á meðan treyja heimamannsins Yao Ming hefur hrapað niður lista þeirra söluhæstu. Treyja Bryant er sú vinsælasta í Bandaríkjunum, en Yao Ming er aðeins í sjötta sæti í heimalandi sínu. Körfubolti 21. mars 2007 15:59
Cuban ætlaði að selja Dallas Mavericks Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, segist hafa verið nálægt því að selja félagið eftir að það tapaði fyrir Miami Heat í úrslitunum síðasta sumar. Hann segist hafa hætt við allt saman eftir að hafa átt langt spjall við Dirk Nowitzki. Körfubolti 21. mars 2007 13:44
NBA: Charlotte stöðvaði sigurgöngu Cleveland Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Charlotte Bobcats stöðvuðu átta leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers með 108-100 sigri í framlengdum leik. Cleveland höfðu forystu nær allan leikinn en í síðasta leikhluta komu Charlotte-menn til baka og náðu að jafna. Þeir áttu svo meira eftir til að klára framlenginguna. LeBron James var að vanda langatkvæðamestur Cleveland-manna, skoraði 37 stig og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Charlotte skiptist stigaskorið jafnar á milli manna; Gerald Wallace var stigahæstur með 27 stig, Matt Carroll skoraði 20, Raymond Felton 17 og Walter Herrmann kom af bekknum og skoraði 19 stig. Körfubolti 21. mars 2007 09:08