Curry meiddist og Golden State réð ekkert við Boston-liðið án hans Þetta var ekki góð nótt fyrir Golden State Warriors sem tapaði ekki aðeins illa á heimavelli heldur missti líka Stephen Curry meiddan af velli. Körfubolti 17. mars 2022 07:30
Kyrie fékk að spila og hann bauð upp á 60 stiga kvöld: „NBA á stórkostlegum stað“ Brooklyn Nets er líklega eina liðið í NBA-deildinni sem er miklu betra að mæta á útivelli en á heimavelli þessa dagana. Ástæðan er auðvitað að hinn frábæri Kyrie Irving má bara spila útileikina vegna bólusetningareglna. Irving bauð NBA-deildinni upp á sextíu stiga mann annað kvöldið í röð þegar hann var á kostum í Orlando í nótt. Körfubolti 16. mars 2022 07:31
Aðeins þrír hafa skorað fleiri stig í NBA á afmælisdaginn sinn Stephen Curry hélt upp á 34. afmælisdaginn sinn með stæl í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og kom sér ofarlega á afmælislistann. Körfubolti 15. mars 2022 14:00
Fyrstur með 60 og 17 leik í NBA síðan Shaq gerði það fyrir 22 árum síðan Karl-Anthony Towns bauð upp á sögulega frammistöðu í NBA-deildinni í nótt þegar hann var algjörlega óstöðvandi í sigri Minnesota Timberwolves í San Antonio. Körfubolti 15. mars 2022 07:30
Nets sektað um rúmlega sex og hálfa milljón fyrir að hleypa Kyrie inn í klefa Það vakti mikla athygli þegar Kyrie Irving fékk að vera meðal áhorfenda á leik New York Knicks og Brooklyn Nets en reglur NBA-deildarinnar komu í veg fyrir að hann mætti spila leikinn. Nets hefur nú verið sektað fyrir að leyfa leikmanninum að fara inn í klefa. Körfubolti 14. mars 2022 23:00
„Asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila“ Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum. Körfubolti 14. mars 2022 18:46
Búningarugl í NBA: Mættu bæði til leiks í hvítu Ekki var hægt að hefja leik Oklahoma City Thunder og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta vegna búningaruglings. Körfubolti 14. mars 2022 14:30
Fullkomnun fáránleikans: Mátti horfa á leikinn í höllinni en mátti ekki spila Kyrie Irving hefur ekki mátt spila heimaleiki Brooklyn Nets á þessu NBA-tímabili vegna bólusetningarskyldu leikmanna. Það er hins vegar margt fáránlegt við útfærslu þessarar reglu eins og sannaðist enn á ný í gær. Körfubolti 14. mars 2022 12:31
Steph Curry grætti tíu ára stelpu tvisvar sinnum á fjórum dögum Hvíldardagur Curry kom mjög illa við ungan aðdáanda NBA-stórstjörnunnar en hann bætti henni þetta upp þegar hann mætti aftur í borgina þremur dögum síðar. Körfubolti 14. mars 2022 11:31
Durant skoraði 53 stig og reyndi svo að koma vitinu fyrir borgarstjóra New York Kevin Durant átti stórkostlegan leik þegar Brooklyn Nets marði sigur á New York Knicks í uppgjöri New York liðanna í NBA-deildinni. Borgarstjóri New York fékk síðan orð í eyra frá stjörnunni eftir leikinn. Körfubolti 14. mars 2022 07:31
Yfirgaf CSKA Moskvu á föstudaginn | Gæti leikið sinn fyrsta leik í NBA í nótt Gabriel Lundberg verður fyrsti leikmaðurinn með danskt vegabréf til að spila í NBA deildinni. Lundberg samdi í gær við topplið vesturdeildar, Phoenix Suns. Lundberg lék síðast með CSKA Moskvu í Rússlandi. Körfubolti 13. mars 2022 12:30
Tvö ný persónuleg stigamet í NBA í nótt Það voru sjö leikir á dagskrá í NBA körfuboltanum í nótt og mikið um dýrðir. Klay Thompson fór á kostum gegn meisturunum í Milwaukee Bucks. Á sama tíma voru bæði Josh Hart og Jordcan Clarkson með stórleiki en þeir hafa aldrei skorað eins mikið af stigum og þeir gerðu í nótt fyrir sín lið. Körfubolti 13. mars 2022 10:01
Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz. Körfubolti 12. mars 2022 09:30
Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Körfubolti 12. mars 2022 07:01
Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Körfubolti 11. mars 2022 07:30
Jackie Moon hitaði upp með Steph Curry og Klay með góðum árangri Golden State Warriors menn þurftu að gera eitthvað eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum í NBA-deildinni og lausnin kom úr óvæntri átt. Það dugði að fá sjálfan Jackie Moon á staðinn. Körfubolti 10. mars 2022 11:30
Hvurslags Green var þessi karfa? Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli. Körfubolti 10. mars 2022 07:32
Má enn ekki spila á heimavelli en skoraði fimmtíu í dýrmætum sigri „Þetta var meistaralega gert,“ sagði Kevin Durant og byrjaði að klappa þegar hann var spurður út í ævintýralega frammistöðu félaga síns, Kyrie Irving, í bráðnauðsynlegum 132-121 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. mars 2022 07:31
Nei eða já: Sammála um að LeBron James sé ekki lengur einn þriggja bestu NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins tóku fyrir nokkur mál í liðnum „Nei eða já“ í gærkvöld og ræddu meðal annars um það hvort að LeBron James væri enn einn af þremur bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 8. mars 2022 14:01
Ekkert grín hjá Jókernum eftir hléið Serbinn Nikola Jokic hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann náði þrefaldri tvennu í 131-124 sigri Denver Nuggets á Golden State Warriors. Körfubolti 8. mars 2022 08:00
Lögmál leiksins: Slagsmál í leik Knicks og Suns ásamt hræinu honum Kemba Walker „Þetta var mjög sárt, eins og allur þessi vetur er búinn að vera. Eins og var gaman í vor, í alvöru talað þið trúið ekki hvað var gaman í vor,“ sagði Hörður Unnsteinsson, einn af sérfræðingunum í Lögmál leiksins og einn harðasti New York Knicks aðdáandi Íslands. Körfubolti 7. mars 2022 19:46
Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Körfubolti 7. mars 2022 17:30
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 7. mars 2022 08:00
Besta lið NBA-deildarinnar mætir laskað til leiks gegn meisturum Milwaukee Klukkan 20.30 mætast NBA-meistarar Milwaukee Bucks og það lið sem er með bestan árangur til þessa í deildinni, Phoenix Suns. Hér gæti verið um að ræða liðin sem munu leika til úrslita í vor en Suns mætir hins vegar laskað til leiks í kvöld. Körfubolti 6. mars 2022 11:15
Stórfenglegur LeBron setti met er Lakers vann loks leik Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić. Körfubolti 6. mars 2022 10:05
Harden líður vel í treyju Philadelphia og Jazz tapaði óvænt Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Philadelphia 76ers vann Cleveland Cavaliers, Milwaukee Bucks vann Chicago Bulls og þá vann New Orleans Pelicans óvæntan sigur á Utah Jazz. Körfubolti 5. mars 2022 12:00
Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur. Körfubolti 5. mars 2022 09:30
Ekkert ryð í Durant og Clippers vann borgarslaginn gegn Lakers Eftir eins og hálfs mánaðar fjarveru vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur á völlinn þegar Brooklyn Nets tapaði fyrir Miami Heat, 107-113, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 4. mars 2022 08:31
Fékk alla liðsfélagana til að mæta til leiks í gulum sokkum NBA-liðið New Orleans Pelicans sýndi samstöðu með Úkraínu í leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 3. mars 2022 16:31
Hamingjuríkir hveitibrauðsdagar Hardens í Philadelphiu James Harden lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Philadelphia 76ers þegar liðið vann New York Knicks, 123-108, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 3. mars 2022 08:31