Davis sneri aftur í flottum sigri og Clippers unnu upp 35 stiga forskot Los Angeles Lakers fagnaði endurkomu Anthony Davis með flottum sigri gegn Brooklyn Nets í NBA-deildinni í New York í gærkvöld, 106-96, þar sem LeBron James skoraði 33 stig. Körfubolti 26. janúar 2022 07:30
Lögmál leiksins: „Já takk“ við CP3 en „nei takk“ við Brooklyn gegn Milwaukee Boðið var upp á nýjan leik í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöld þar sem NBA-deildin í körfubolta er krufin til mergjar. Körfubolti 25. janúar 2022 10:01
Booker og Paul fóru illa með særða djassara Phoenix Suns hefur verið besta lið NBA-deildarinnar í körfubolta í vetur og með 115-109 sigri á Utah Jazz í nótt hefur liðið nú unnið sjö leiki í röð. Körfubolti 25. janúar 2022 07:31
Lögmál leiksins: „Hann er í NBA-deildinni því hann er fáviti“ Farið var yfir fólskulegt brot Grayson Allen á Alex Caruso í leik Milwaukee Bucks og Chicago Bulls á dögunum í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins, þætti sem sérhæfir sig í NBA-deildinni í körfubolta. Þátturinn verður sýndur klukkan 21.40 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 24. janúar 2022 19:31
John Stockton neitar að vera með grímu og gamli skólinn ógildir ársmiðana hans John Stockton, stoðsendingahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, má ekki lengur mæta á leiki gamla háskólans síns því hann neitar að bera grímu. Körfubolti 24. janúar 2022 15:30
Naumur sigur Warriors þrátt fyrir púðurskot frá svekktum Curry | Tatum með 51 stig Golden State Warriors unnu tveggja stiga sigur á Utah Jazz, 94-92, í stórleik kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Jayson Tatum rauf 50 stiga múrinn í sigri Boston Celtics á Washington Wizards. Körfubolti 24. janúar 2022 07:31
Sjötti sigur Suns í röð | Middleton og Holiday fóru fyrir Milwaukee í fjarveru Giannis Phoenix Suns er nú með góða forystu á toppi Vesturdeildar NBA eftir sjötta sigur liðsins í röð í nótt. Liðið lagði Indiana Pacers 113-103. Þá vann Milwaukee Bucks góðan sex stiga sigur gegn Sacramento Kings í fjarveru Giannis Antetokounmpo 133-127. Körfubolti 23. janúar 2022 09:30
Lykilmaður Chicago Bulls lengi frá eftir ósvífna villu Alex Caruso, leikmaður Chicago Bulls í NBA deildinni, er með brotinn úlnlið og verður mögulega lengi frá eftir að röntgenmyndir staðfestu brotið í dag. Körfubolti 23. janúar 2022 09:01
Giannis dró vagninn í naumum sigri | Curry tryggði sigurinn með flautukörfu NBA-deildin í körfubolta hélt áfram í nótt með ellefu leikjum. Giannis Antetokounmpo dró sína menn í Milwaukee Bucks yfir endalínuna í naumum fjögurra stiga sigri gegn Chicago Bulls, 94-90, og Steph Curry reyndist hetja Golden State Warriors er liðið lagði Houston Rockets 105-103. Körfubolti 22. janúar 2022 09:35
Voru ekki með fjóra bestu mennina sína en unnu samt Golden State Verulega vængbrotið lið Indiana Pacers vann óvæntan sigur á Golden State Warriors, 117-121, eftir framlengingu í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 21. janúar 2022 07:31
Lét NBA-leikmanni líða eins og hann væri sjö ára strákur Tony Bradley fékk að kynnast styrk miðherjans Steven Adams í vikunni þegar upp komu smá læti í leik Chicago Bulls og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 20. janúar 2022 14:31
Bestu miðherjar NBA fóru á kostum og skoruðu samtals 99 stig Bestu miðherjar NBA-deildarinnar, Nikola Jokic og Joel Embiid, voru í miklum ham í nótt og áttu báðir stórleik í sigri sinna liða. Körfubolti 20. janúar 2022 08:01
Curry svarar þeim sem segja hann hafa eyðilagt körfuboltann Stephen Curry hefur litlar áhyggjur af umkvörtunum þeirra sem segja að hann hafi eyðilagt körfuboltann með leikstíl sínum. Körfubolti 19. janúar 2022 15:01
Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. Körfubolti 19. janúar 2022 08:01
Westbrook fékk bæði víti að auki og tæknivillu á sig eftir eina rosalega troðslu Hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp hjá Russell Westbrook og félögum í Los Angeles Lakers liðinu að undanförnu og hefur gloppóttur leikur Russ fengið mikla gagnrýni. Körfubolti 18. janúar 2022 16:31
Sterkur sigur Lakers og Phoenix styrkti stöðuna á toppnum Eftir þrjú töp í röð vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Utah Jazz, 101-95, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18. janúar 2022 07:30
Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Körfubolti 17. janúar 2022 23:30
LeBron þögull eftir ummæli Magic: „Stuðningsfólk Lakers á betra skilið“ LeBron James er andlit Los Angeles Lakers í dag. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar svara þarf fyrir slæmt gengi eða hvað sem gæti bjátað á. Eftir stórtap gegn Denver Nuggets ákvað LeBron hins vegar að tjá sig ekki við fjölmiðla. Körfubolti 17. janúar 2022 18:02
Borgar og úlfarnir unnu Curry-lausa stríðsmenn Minnesota Timberwolves nýtti sér fjarveru Stephens Curry og vann Golden State Warriors, 119-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 17. janúar 2022 08:30
Durant meiddur enn á ný Kevin Durant, einn albesti körfuboltamaður síðari ára, meiddist í nótt og er óttast að hann gæti verð frá í dágóðan tíma. Hann fékk högg á hnéð er liðsfélagi hans lenti illa á honum. Atvikið má sjá í fréttinni. Körfubolti 16. janúar 2022 15:30
Vandræði Lakers halda áfram og aftur lágu Nautin í valnum Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en liðið steinlá gegn Denver Nuggets í nótt. Þá hafði Boston Celtics betur gegn Chicago Bulls. Alls fóru 10 leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 16. janúar 2022 09:30
Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Körfubolti 15. janúar 2022 10:01
NBA leikmaður hvetur íþróttafólk til að sniðganga Vetrarólympíuleikana NBA leikmaðurinn Enes Kanter Freedom er að reyna að fá íþróttafólk heimsins til að hætta við þátttöku á Vetraólympíuleikunum sem eiga að hefjast í Peking í Kína eftir aðeins þrjár vikur. Sport 14. janúar 2022 08:30
Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Körfubolti 14. janúar 2022 07:21
229 sm NBA-stjarna er nú lamaður fyrir neðan mitti Shawn Bradley er einn af hávöxnustu leikmönnunum í sögu NBA en þessi 229 sentimetra leikmaður spilaði í deildinni í fjórtán ár. Hjólslys fyrir ári síðan breytti lífi hans en hann hefur síðan verið lamaður fyrir neðan mitti. Körfubolti 13. janúar 2022 11:30
Brooklyn Nets mætti með alla þrjár súperstjörnurnar og vann stórt í Chicago Brooklyn Nets sýndi styrk sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sannfærandi útisigri á öflugu liði Chicago Bulls en þetta var einn af fáum leikjum í vetur þar sem allar þrjá súperstjörnur Brooklyn liðsins voru í búning. Körfubolti 13. janúar 2022 07:30
Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Körfubolti 12. janúar 2022 07:30
Kyrie Irving með en Brooklyn Nets tapaði Brooklyn Nets var að spila á útivelli í NBA-deildinni í nótt og þessa vegna óbólusetta stórstjarnan Kyrie Irving spilað með liðinu. Það dugði þó ekki til í nótt. Körfubolti 11. janúar 2022 07:31
Klay Thompson lék í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni í 941 dag Stóra frétt næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta var endurkoma Klay Thompson í lið Golden State Warriors eftir meira en tveggja tímabila fjarveru vegna meiðsla. Klay skilaði fínum tölum í sigri. Körfubolti 10. janúar 2022 07:31
NBA: Grizzlies áfram á sigurbraut Memphis Grizzlies hefur heldur betur komið á óvart í vetur og unnu enn einn leikinn í nótt þegar þeir mættu meiðslahrjáðu liði Los Angeles Clippers, 108-123. Körfubolti 9. janúar 2022 09:30