Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Mun frið­helgi einka­lífs kosta meira í fram­tíðinni?

Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri.

Skoðun
Fréttamynd

Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara

Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks.

Innlent
Fréttamynd

Brimborg og Askja innkalla bifreiðar

Bílaumboðin Askja og Brimborg hafa þurft að innkalla bíla í gær og fyrradag. Askja tilkynnt um innköllun á 20 Mercedens-Benz X-Class pallbílum. Brimborg hefur tilkynnt um innköllun á 22 Ford Kuga PHEV bíla.

Bílar
Fréttamynd

Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara

Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016.

Innlent
Fréttamynd

Bónus oftast með lægsta verðið

Hæsta verðið á matvöru er í flestum tilvikum að finna í Krambúðinni samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ en verð Krambúðarinnar var það hæsta í 51 af 121 tilviki sem skoðað var.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hegnt fyrir að lækka verð

Í grein sem á að fjalla um sam­keppnis­eftir­lit og hag neyt­enda flaskar Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), á nokkrum grundvallaratriðum.

Skoðun