„Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Rúnar Kárason varð Íslandsmeistari í handbolta í þriðja sinn í kvöld er Fram vann eins marks sigur gegn Val í úrslitum Olís-deildar karla, 27-28. Handbolti 22. maí 2025 22:03
„Þjáning í marga daga“ „Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 22. maí 2025 21:50
Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Fram er Íslandsmeistari í handbolta karla árið 2025. Varð það ljóst eftir sigur liðsins á Val í kvöld þar sem sigurmarkið kom þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Lokatölur 27-28 og Framarar sópuðu Val úr keppni 3-0. Fram er því tvöfaldur meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins karlamegin. Handbolti 22. maí 2025 18:47
Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta. Handbolti 22. maí 2025 13:08
Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Valsmenn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðarenda hafi verið liðinu áfall. Handbolti 22. maí 2025 12:32
Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Á fyrsta tímabili sínu í efstu deild með nýliðum ÍR fór hinn átján ára gamli Baldur Fritz á kostum og varð markakóngur Olís deildarinnar í handbolta með 211 mörk. Áhugi er á honum erlendis frá en hann ætlar að taka eitt tímabil hér heima í viðbót. Handbolti 21. maí 2025 09:32
„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. Handbolti 19. maí 2025 22:37
Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu. Handbolti 19. maí 2025 18:46
Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Handbolti 19. maí 2025 15:02
„Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Einar Jónsson þjálfari Framara sagði liðið sinn hafa spilað heilsteyptan leik gegn Val í kvöld en Fram vann 37-33 sigur í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Liðin mætast næst á mánudag. Handbolti 15. maí 2025 21:46
Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Fram er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Val í úrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. 37-33 sigur í kvöld þýðir að Framarar geta komist í 2-0 með sigri á heimavelli á mánudag. Handbolti 15. maí 2025 18:46
ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Jakob Ingi Stefánsson hefur samið við ÍBV og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Samningurinn er til tveggja ára. Handbolti 13. maí 2025 17:45
Frá Eyjum til Ísraels Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels. Handbolti 8. maí 2025 14:31
Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Einn markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta í vetur, Jón Ómar Gíslason, er genginn í raðir Hauka frá Gróttu. Handbolti 8. maí 2025 10:55
Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þetta er það sem maður lifir fyrir“ sagði Viktor Sigurðsson eftir sigur í oddaleik gegn Aftureldingu. Valsmenn komust því í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar, þar sem Viktor mun mæta bróður sínum. Handbolti 2. maí 2025 22:32
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn. Handbolti 2. maí 2025 22:00
„Verður svakalegur leikur“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er vongóður fyrir oddaleik liðs hans við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Búast má við spennuleik. Handbolti 2. maí 2025 15:01
Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Handbolti 30. apríl 2025 08:00
„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Handbolti 28. apríl 2025 21:50
Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til. Handbolti 28. apríl 2025 18:45
„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik. Handbolti 27. apríl 2025 23:00
Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Framarar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta með sigri á FH í tvíframlengdum leik í Lambhaga-höllinni í kvöld. Biðin hefur verið löng hjá Fram en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið kemst í úrslitin. Handbolti 27. apríl 2025 22:30
Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Selfoss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handbolta með 27-26 sigri gegn Gróttu í fjórða leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild í kvöld. Handbolti 27. apríl 2025 19:34
Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Handknattleiksfólkið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason eru á leiðinni heim úr atvinnumennsku og hafa bæði samið um að spila með ÍBV í Olís deildunum. Handbolti 27. apríl 2025 16:15
Valur einum sigri frá úrslitum Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 25. apríl 2025 21:33
„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu. Handbolti 24. apríl 2025 21:53
„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. Handbolti 24. apríl 2025 21:46
Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna. Handbolti 24. apríl 2025 21:04
„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði. Handbolti 24. apríl 2025 11:02
„Svona er úrslitakeppnin“ Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Handbolti 22. apríl 2025 22:09