Kristján kominn heim til Gróttu Grótta hefur staðfest að Kristján Halldórsson verði aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Geir Sveinsson verður væntanlega áfram með liðið sem féll úr N1-deildinni á síðasta tímabili. Handbolti 22. júní 2010 17:30
Logi Geirsson: Ekki verið 100% heill í 15 mánuði Logi Geirsson vinnur nú hörðum höndum að því að gera sig 100% leikfæran fyrir komandi tímabil með FH. Logi hefur lengi átt við meiðsli að stríða og er staðráðinn í því að eiga gott tímabil í heimahögunum. Handbolti 15. júní 2010 11:30
Sturla: Tel að ég geti bætt mig í íslensku deildinni Sturla Ásgeirsson gerði í gær eins árs samning við Val og leikur því með félaginu í N1-deild karla á næstu leiktíð. Sturla lék síðast með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni og þar áður með Árósum í Danmörku. Handbolti 11. júní 2010 07:30
Sturla til liðs við Val Landsliðsmaðurinn Sturla Ásgeirsson mun leika með Val í N1-deild karla á næstu leiktíð en hann hefur gert eins árs samning við félagið. Handbolti 10. júní 2010 11:15
Snorri Steinn: Vill sjá miklu fleiri áhorfendur á morgun Ísland og Danmörk gerðu 33-33 jafntefli í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í kvöld. Seinni leikurinn verður annað kvöld. Handbolti 8. júní 2010 22:14
Ísland í riðli með heimsmeisturunum Dregið var í riðla í dag fyrir Evrópumeistaramót í handbolta kvenna sem fer fram í Danmörku og Noregi í desember næstkomandi. Handbolti 5. júní 2010 17:26
Bestu leikmenn Íslands flytja út N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út. Handbolti 5. júní 2010 09:00
Jóhann Gunnar aftur heim í Fram Jóhann Gunnar Einarsson er genginn aftur í raðir Framara. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við sitt gamla félag en hann hefur leikið í Þýskalandi síðasta árið. Handbolti 4. júní 2010 18:45
Sigfús Sigurðsson ekki áfram hjá Val en gæti spilað áfram Sigfús Sigurðsson mun ekki spila með Val á næstu leiktíð. Silfurdrengurinn ætlar að sjá til hvort hann spili áfram en honum var tilkynnt af Júlíusi Jónassyni, þjálfara liðsins, að krafta hans yrði ekki óskað. Handbolti 4. júní 2010 16:00
Liðin sem börðust um titilinn mætast í 1. umferð Valur og Haukar mætast í 1. umferð N1-deildar karla á næsta tímabili og Fram og Valur í kvennaflokki, en liðin mættust innbyrðis í rimmunum um Íslandsmeistaratitilana á tímabilinu sem var að ljúka. Handbolti 3. júní 2010 18:30
Elvar framlengir við Val Stórskyttan Elvar Friðriksson gerði nýjan samning við Val til tveggja ára. Elvar er 24 ára og er uppalinn hjá Val. Handbolti 30. maí 2010 21:45
Ólafur Guðmundsson samdi við AG Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið AG Kaupmannahöfn. Handbolti 14. maí 2010 13:30
Tvis Holstebro vill skoða Valdimar Fannar Þórsson Valdimar Fannar Þórsson er undir smásjá danska úrvalsdeildarfélagsins Team Tvis Holstebro, samkvæmt heimildum fréttastofu. Handbolti 11. maí 2010 10:15
Fannar Friðgeirsson skoðar aðstæður hjá Dormagen Valsmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson fer til Þýskalands í dag þar sem hann mun skoða aðstæður hjá úrvalsdeildarfélaginu Dormagen. Handbolti 11. maí 2010 10:00
Haukar Íslandsmeistarar - myndir Stemningin í íþróttahúsinu að Ásvöllum í gær var hreint út sagt stórkostleg. Um 2.300 áhorfendur troðfylltu húsið og sköpuðu magnaða stemningu. Handbolti 9. maí 2010 10:00
Allir verðlaunahafar kvöldsins á lokahófi HSÍ Það var mikið um dýrðir á lokahófi HSÍ í kvöld og fjöldi verðlauna var veittur í N1-deild karla og kvenna sem og í 1. deild karla. Handbolti 8. maí 2010 20:12
Valdimar sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ Valdimar Fannar Þórsson úr HK var í kvöld valinn besti leikmaður N1-deildar karla. Valdimar var einnig valinn besti sóknarmaðurinn og hlaut hinn eftirsótta Valdimarsbikar. Handbolti 8. maí 2010 20:10
Lið ársins í N1-deild karla Það er búið að tilkynna hvernig lið ársins í N1-deild karla lítur út en lokahóf HSÍ fer fram í kvöld. Handbolti 8. maí 2010 19:51
Umfjöllun: Varnarmúr Haukanna tryggði þeim titilinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þriðja árið í röð í dag er lærisveinar Arons Kristjánssonar unnu magnaðan fimm marka sigur, 25-20, á Val í oddaleik um titilinn. Handbolti 8. maí 2010 19:00
Rambo hjálpaði Haukum að verða Íslandsmeistarar - myndband Freyr Brynjarsson, hornamaður Hauka, var afar duglegur við að búa til myndbönd fyrir félaga sína á síðustu leiktíð. Hann hefur verið rólegur í kvikmyndagerðinni í vetur en gerði undantekningu fyrir leikinn í dag. Handbolti 8. maí 2010 18:06
Björgvin: Þetta var bara geðveikt „Þetta er alveg ömurleg tilfinning. Nei, shit hvað þetta er geðveikt. Ég er alveg búinn á því og skil ekki af hverju. Ég spila bara helminginn af leikjunum," sagði Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson afar brosmildur eftir að Haukar urðu Íslandsmeistarar í dag. Handbolti 8. maí 2010 17:13
Sigurður: Það vill enginn að Haukar vinni „Þetta er mjög svekkjandi og leiðinlegt að koma svona í þennan leik. Mér fannst þeir ekkert frábærir. Það var meira að við vorum lélegir sagði Valsarinn Sigurður „gleðigjafi" Eggertsson eftir leikinn gegn Haukum en Sigurður skoraði fjögur mörk í leiknum. Handbolti 8. maí 2010 17:12
Arnór: Vörnin drullaði á sig „Þetta er ömurlegt og alveg sérstaklega ömurlegt að tapa þessari rimmu í oddaleik. Ég tala síðan ekki um þar sem þetta er síðasti leikur margra í liðinu. Ég er að fara, Óskar er að fara, Fannar er kannski að fara og það eru flestir að fara," sagði brúnaþungur Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Vals eftir tapið gegn Haukum í dag. Handbolti 8. maí 2010 17:09
Gunnar Berg: Í fyrsta skipti sem ég fer að gráta Varnarjaxl Haukaliðsins, Gunnar Berg Viktorsson, varð að gera sér það að góðu að fylgjast með oddaleiknum úr stúkunni þar sem hann var dæmdur í leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald undir lok fjórða leiks liðanna. Handbolti 8. maí 2010 17:07
Einar Örn: Þessi var svakalega sætur Gamla kempan Einar Örn Jónsson, leikmaður Hauka, var afar brosmildur er blaðamaður Vísis hitti á hann skömmu eftir að hann hafði lyft sjálfum Íslandsbikarnum. Handbolti 8. maí 2010 17:05
Hlynur: Sárt því ég hef aldrei unnið titil á 18 ára ferli Hlynur Morthens, markvörður Vals, hefur átt ótrúlegt tímabil með Hlíðarendaliðinu en ágæt markvarsla hans í dag dugði ekki til sigurs gegn Haukunum í oddaleik. Hlynur var í áfalli er blaðamaður Vísis hitti hann eftir leik. Handbolti 8. maí 2010 16:59
Haukar Íslandsmeistarar 2010 Haukar urðu Íslandsmeistarar þriðja árið í röð eftir sigur á Val, 25-20, í svakalegum oddaleik liðanna að Ásvöllum. Handbolti 8. maí 2010 15:32
Rífandi stemning að Ásvöllum Það er farið að styttast í úrslitaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik en leikurinn hefst klukkan 14.00 og er leikið í íþróttahúsinu að Ásvöllum. Handbolti 8. maí 2010 13:45
Tölfræðin úr úrslitaeinvíginu: Pétur með 94 prósent skotnýtingu Haukar og Valur mætast í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. Haukar eiga bæði markahæsta mann úrslitaeinvígsins sem og þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar og fiskað flest víti. Handbolti 8. maí 2010 08:30
Einar tekur við Haukum Einar Jónsson verður í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Handbolti 7. maí 2010 16:39