Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Handbolti 4. október 2022 11:30
Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 4. október 2022 10:00
„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. Handbolti 3. október 2022 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27. Handbolti 3. október 2022 18:45
Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Handbolti 3. október 2022 15:26
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. Handbolti 3. október 2022 14:00
Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir. Handbolti 2. október 2022 23:17
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Hörður 43-25 | Greinilegir yfirburðir Eyjamanna ÍBV og Hörður mættust í Vestmannaeyjum í Olís-deild karla í handbolta í dag. Aldrei í sögu deildarinnar hefur verið eins langt á milli heimabæja liðanna sem mætast. Það voru Eyjamenn sem unnu þægilegan átján marka sigur. Handbolti 2. október 2022 15:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. Handbolti 30. september 2022 23:10
„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. Handbolti 30. september 2022 21:49
Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. Handbolti 29. september 2022 22:19
Gunni Magg kveikti í Brynjari með því að láta hann heyra það Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, var frábær í sigri þeirra á Gróttu í leik liðanna í Olís deild karla í handbolta sem fram fór í Höllinni að Varmá í kvöld. Handbolti 29. september 2022 22:07
„Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju“ „Mér líður ekki vel. Ég held að við og ég segi það sama og ég sagði eftir síðasta leik, við verðum að vera betri. Frá byrjun vorum við að elta þá og það er svo erfitt að byrja leikinn á elta og það er erfitt í sextíu mínútur. Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju, góður leikur hjá þeim,“ sagði Carlos Martin Santos, eftir tap á ÍR í kvöld. Lokatölur 35-34. Handbolti 29. september 2022 21:50
Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Handbolti 29. september 2022 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 29. september 2022 21:38
Umfjöllun: Afturelding - Grótta 29-25 | Mosfellingar náðu loksins að brjóta ísinn Afturelding vann Gróttu þegar líðin áttust við í hörkuleik í fjórðu umferð Olís deildar kara í handbolta að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 29 - 25 Aftureldingu í vil. Handbolti 29. september 2022 21:16
„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“ Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum. Handbolti 29. september 2022 21:10
„Fannst halla mjög mikið á okkur“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur með lokamínútur fyrri hálfleiks í tapinu fyrir Val í kvöld, 26-18. Honum fannst Valsmenn fá að ganga full hart fram í vörninni. Handbolti 29. september 2022 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 26-18 | Öruggt í auðgleymdum leik Valur vann sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum í Olís-deild karla þegar liðið lagði KA örugglega að velli, 26-18, í fyrstu viðureign 4. umferðar í kvöld. Handbolti 29. september 2022 20:20
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Hörður 35-34 | ÍR-ingar sjóðheitir á nýjum heimavelli ÍR tók á móti Herði í fjórðu umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn fór hratt af stað og bæði lið ákveðin að sækja stig. ÍR hafði betur og sigraði með einu marki 35-34. Handbolti 29. september 2022 19:01
Ódýrara að fá erlenda leikmenn og Íslendingar vilja ekki koma vestur Ekkert gekk hjá Herði að fá íslenska leikmenn til liðsins og því var á leitað á erlend mið. Erlendir leikmenn eru mun ódýrari en Íslendingar að sögn formanns handknattleiksdeildar Harðar. Handbolti 29. september 2022 10:01
Tveir Brassar til viðbótar á leið til Harðar Ef allt gengur eftir teflir Hörður fram fjórum brasilískum leikmönnum í Olís-deild karla í vetur. Handbolti 28. september 2022 11:29
Harðarmenn sækja áfram á brasilísk mið Hörður heldur áfram að safna liði og hefur samið við brasilískan miðjumann, Jhonatan Cristiano Ribeiro Dos Santos. Handbolti 27. september 2022 17:01
Kross 3. umferðar: Mutombo á Ísafirði og bangsaknús Róberts Þriðja umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 27. september 2022 10:01
Handkastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“ „Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 26. september 2022 23:31
Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“ Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið. Handbolti 26. september 2022 12:00
„Þetta er Klopp-syndrome“ Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum. Handbolti 25. september 2022 08:00
„Ungur strákur sem átti margt ólært“ Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni. Handbolti 24. september 2022 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 18-27 | Valur ekki í vandræðum með nýliðana Valur var ekki í vandræðum með nýliða Selfoss í 2. umferð Olís deildar-kvenna. Varnarleikur Vals var vel skipulagður sem Selfyssingar áttu engin svör við. Valur var sex mörkum yfir í hálfleik og setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og áttu nýliðarnir aldrei möguleika. Valur endaði á að vinna níu marka sigur 18-27. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 24. september 2022 17:25
Magnús Óli: Öflugur varnarleikur lykillinn að þessum sigri Magnús Óli Magnússon var sáttur við spilamennsku Valsliðsins þegar liðið vann sannfærandi sigur gegn FH í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 23. september 2022 22:45