Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Sam­ræmt gæðanám eða eins­leit kerfi?

Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd?

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kom ráð­herra á ó­vart að við­ræðum hefði verið slitið

Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan.

Innlent
Fréttamynd

Skapandi menntun skilar raun­veru­legum árangri

Kennarar sjá daglega hve mikil forréttindi felast í því að fá að vinna með börnum og ungmennum. Starfið er krefjandi og oft erfitt, en það er líka fullt af gleði og litlum sigrum sem minna mann á hvers vegna það er svo mikilvægt.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­endur sem mega ekki stjórna

Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frí­stund

Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar full­yrðingum þing­manns um inn­rætingu

Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var svo­lítið bara sett til hliðar“

Ungri konu sem er lesblind, með ADHD og einhverf var talin trú um að skólinn væri ekki fyrir hana. Hún segir mikilvægt að börn í sömu stöðu gefist ekki upp. Þrátt fyrir að hafa rétt náð að ljúka grunnskóla og ekki farið í gengum framhaldsskóla útskrifaðist hún úr háskóla í vor. Hún brennur nú fyrir því að hjálpa öðrum í sömu stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­meistarar styðja ekki breytingar ráð­herra

Skólameistarar framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið af stjórnvöldum um umfangsmiklar kerfisbreytingar á stjórnsýslu framhaldsskóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta stutt breytingarnar í núverandi mynd. 

Innlent
Fréttamynd

Manneklan er víða

Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“

Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir.

Innlent
Fréttamynd

Flumbru­gangur í fram­halds­skólum

Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við.

Skoðun
Fréttamynd

Telur á­form ráð­herra van­hugsuð

Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum.

Innlent
Fréttamynd

Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna

Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra til í um­ræðu um sumar­frí barna

Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið.

Innlent